Tölfræðikreppa og þjóðfélagskreppa er sitthvað

Bandaríkin eru komin úr kreppu en Bretland er í kreppu, samkvæmt tölfræðilegri skilgreiningu um samdrátt þjóðarframleiðslu. Kreppu er skollin á þegar þjóðarframleiðsla dregst saman tvo ársfjórðunga í röð og lýkur þegar vöxtur kemur í stað samdráttar.

Umræða um hvernig kreppu lýkur er gjarnan í myndmáli.  V-laga kreppa segir að botni samdráttar sé náð og vegurinn beinn og breiður upp á við; W-laga kreppa lagast með rykkjum og skrykkjum og baðkerslaga [..............................] er með langt tímabil með engum vexti.

Tölfræðikreppur er saklausar hliðranir og gangverki atvinnulífsins. Þjóðfélagskreppur eru þegar breytingar í efnahagskerfi leiða til óeirða, ofbeldis og eignatjóns.

Í búsáhaldabyltingunni fengum við snert af þjóðfélagskreppu. Ótti sumra er að í þjóðfélögum eins og Grikklandi, Lettlandi og víðar verði þjóðfélagskreppa í kjölfar tölfræðikreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Páll Vilhjálmsson ekki í endalausri ICESAVE kreppu  ? 

JR (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 21:03

2 identicon

HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA sagði Davíð Oddsson:

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Hamar tvö (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 00:58

3 identicon

Íslenska kreppan verður L-laga.

Lóðbeint niður og botninn síðan skrapaður um fyrirsjáanlega framtíð.

Karl (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband