Þriðjudagur, 22. desember 2009
Veik pólitísk forysta Jóhönnu
Forsætisráðherra er áhorfandi að einleik fjármálaráðherra annars vegar og utanríkisráðherra hins vegar. Hvorugur fagráðherranna lítur svo á að það sé þeirra hlutverk að efna til pólitískrar herferðar í útlöndum til að rétta hlut Íslands í Icesave-málinu. Stjórnarandstaðan, einum Framsóknarflokkur, er búinn að gera meira fyrir málstað Íslands en forsætisráðherra.
Í fyrirspurn Ragnheiðar E. Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokks um fundi forsætisráherra með erlendum starfsbræðrum er frammistaðan afhjúpuð.
Í stað þess að nota þrekið til að vinna málstað þjóðarinnar fylgis á erlendum vettvangi fer kraftur Jóhönnu Sigurðardóttur og embættis forsætisráðherra í að þvinga þingmenn til fylgilags við ónýta samninga ríkisstjórnarinnar um uppgjör á Icesave-reikningum.
Athugasemdir
Yfirsést þér ekki Páll að þær sátu saman í fínum sal í Kaupmannahöfn, Svandís og Jóhanna, og unnu að því að gera Ísland gildandi í loftslagsmálum heimsins. Það er nú ekki svo lítið afrek.
Að öllu gamni slepptu er ljóst að þjóðin situr uppi með algerlega óhæfa ríkisstjórn og úreltan forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt okkur fram á það. Spurningin er bara hversu langt út í fenið tekst að fara með þjóðina, áður en skynsemin rís úr dvala og víkur stjórninni.
Gústaf Níelsson, 22.12.2009 kl. 18:00
Jóhanna kemur hvergi nærri neinu sem máli skiptir, það er allt í höndum fagráðherra og embættismanna - og Karls Th. Birgissonar. Jóhanna er að frílysta sig hingað og þangað og allt tal um að hún leggi hart að sér er uppspuni. En siðferðisþrekið er búið og hún er komin á síðasta snúning. Menn gera því skóna að Össur sé búinn að máta rass við stól.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.