Þriðjudagur, 22. desember 2009
Sérþekking Steingríms J. liggur hvar?
Allt Icesave-ferlið talar Steingrímur J. eins og hann búi að áratuga reynslu í alþjóðastjórnmálum og viti upp á hár hvernig alþjóðasamfélagið muni bregðast við ef Ísland lýtur ekki í einu og öllu boðvaldi Breta og Hollendinga í deilunni um uppgjör Icesave-reikninganna.
Sannleikurinn er sá að Steingrímur J. er landsbyggðarþingmaður með sáralitla ráðherrareynslu og nær enga raunþekkingu á alþjóðastjórnmálum.
Þegar fjármálaráðherra fabúlerar um viðbrögð alþjóðasamfélagsins við því að Ísland grípi til nauðvarnar og setji fyrirvara við ábyrgð okkar á innlánsreikningum einkabanka ber að taka orðum hans stórri klípu salts.
Hitt er svo annað mál að þrátt fyrir takmarkanir sínar ber Steingrímur J. höfuð og herðar yfir Jóhönnu Sigurðardóttur. Líklega er hann af þeirri ástæðu sagður forsætisráðherra í meðfylgjandi frétt.
Ekki hægt að líta framhjá varnarorðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega, þetta er bara dýr aðgöngumiði að ESB... Skil þara ekki hvað Skallagrímur er að vilja þangað...
Magnús (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 09:56
Sáuð þið innihald skýrslunna sem lýtur að því að höfpa mál og ef tapað er þá koma ALLAR innistæður til greiðslu tafarlaust?
Eruð þið svo miklir fjárhættuspilarar?
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 10:15
"hann búi að áratuga reynslu í alþjóðastjórnmálum og viti upp á hár hvernig alþjóðasamfélagið muni bregðast við"
"Steingrímur J. er landsbyggðarþingmaður með sáralitla ráðherrareynslu og nær enga raunþekkingu á alþjóðastjórnmálum. "
Er ekki boðið upp á máefnalegri umræðu í þessum ranni?
Sigurbjörn Sveinsson, 22.12.2009 kl. 10:36
Nei rógsherferð hægra manna og sérframsetningar frétta og túlkanir eru að verða örvæntingarlegar.
Völd skulu þeir fá sem þeim ber og peningaforráð skulu vera þeirra.
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 10:56
Hægra var hvorki innsláttarvilla né stafsetningar.
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 10:56
Sæll kæri Páll.
Þetta er hárrétt athugað hjá þér. Steingrímur J[údas] hefur ekki þá reynslu sem þörf er á. Hann hefur hins vegar gaspursreynslu mikla og fabúlerar og spinnur út í hið óendanlega og reynir ávallt að láta í það skína að hann fari með stórasannleik í hverju máli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2009 kl. 11:04
Júdas hafði nú gríðarlega stórt hlutverk, ef við Íslendigar erum þess verðir að hafa hér einhvern sem sæmir nafnbótina Júdasþá erum við heppnir, hljómar samt einsog óskhyggja og misskilningur á mikilvægi Júdasa/Loka.
Þeir eru hreyfikrafturinn og hjálpa okkur að líða betur með sjálf okkur einsog samskiptin hér að ofan sýna.
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 11:11
Ágúst Már : Júdasartitil hefur Steingrímur unnið sér inn skuldlaust enda er víst ekkert af kosningaloforðum hans ósvikið þessa dagana, jafnvel þó þau séu skoðuð til þess tíma sem Steingrímur hóf afskipti af stjórnmálum. Eru þá ótalin skelfileg og tröllaukin svik hans við samlanda sína sem munu að líkindum sliga þá í tvenna ættliði hið minnsta með óbærilegum skuldaklafa sem mun að auki leiða ýmsar aðrar hörmungar yfir þessa þjóð.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2009 kl. 11:21
En eruð þið til í að taka sénsinn á þessum vafasama málflutningi fyrir dómi sem sérstaklega er varað við að geti tapst fyrir dómi og þá komi innistæður að FULLU til greiðslu samstundis?
Eruð þið ekki þegar nánar er athugað að spila hlutverk Júdasar?
Biflían væri nú ekki mikil bók né vel seld ef Júdas hefði ekki sannað að Jesú var sá er hann var, og það gerði Júdas alveg óvart og í góðri trú þarsem honum blöskraði margt í fari Jesú og jú öfundaði rokkstjörnuna af konunum, kreminu og nautnunum. Er ekki sama Júdasartilfinningin af öfund og gremju að reka ykkur áfram, eða sannfæring um að hafa rétt fyrir sér?
Sjáið nú er ég farinn að gera það sjálfur....heheh
Kostur A: Að greiða lágmarkstrygginguna samkvæmt EES og kyngja þessum samningum sem vissulega eru ekkert grín en samt bara lítill partur af okkar vanda. Auk þess að það er nú ekki útséð hvað fæst uppí skuldina auk þess hve hratt gengur að greiða niður.
Kostur B: Að fara þessa dómstólaleið og vinna og sleppa alveg sem svo má deila um hvort sé yfir höfuð sanngjarnt að heil þjóð geti rænt og ruplað í evrópu og stungið öllu í vasann. Eða tapa málinu og þá þurfa að greiða ALLAR innistæður að fullu samstundis.....
Ég er soldið spenntur fyrir B en kýs A þarsem ég vil ekki bera ábyrgð á hinu, ef það(B) skyldi klikka. Ísland myndi aldrei bera þess bætur, svo ekki sé talað um hugsanlegar frekari árásir af hendi bresku krúnunni, hafið þið kynnt ykkur þeirra sögu í alþjóðamálum? Það er ástæða til að hræðast án þess að ég vilji hræða ykkur.
Ég veit ekki hvað er rétt í þessu máli en tel Steingrím J heiðarlegann mann sem er að reyna sitt best við ömurlegar aðstæður og að ætla honum alla þessa ljótu hluti sem, þið biondið við hann er nú kannski soldið mikið.
Góðar stundirþ.
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 11:52
Ég hef ekki séð neitt ritað né heyrt talað um að þeir aðilar sem stunda sína iðju með svo kölluðu Nígeríu svindli séu með því að skuldsetja sína þjóð.
Innistæðutryggingasjóður inniheldur íslenskann lögeyri, svo kallaða krónu. Skuldina ber að sjálfsögðu að reikna upp í íslenska krónu og greiða út sem slíka. Ef mönnum ber að greiða meira en til er í sjóðnum, þá það. En að sjálfsögðu í íslenskum krónum einnig.
Við tökum að sjálfsögðu ekki erlend lán til að greiða skuld í íslenskum krónum, slíkt er ekki bara vitlaust heldur fáviska.
Sindri Karl Sigurðsson, 22.12.2009 kl. 13:34
Mikið er gott að það hafa aðeins stundum verið menn eins og Ágúst Már við völd í þessu landi. Stundum hafa sem betur fer stjórnað landinu menn sem hafa haft bein í nefinu. Vonandi styttist í að við fáum aftur slíka ráðamenn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.12.2009 kl. 22:39
Heheheh....góður Hjörtur, eitthvað svo beittur en jafnframt sniðugur.
Vissirðu að ég vil þiggja þennann samning og ekki fara inní ESB? Ertu með mig alveg eins kortlagðann og þú heldur?
Ekki er ég með þig hér á borðinu mínu, ert örugglega fínasti maður sem reynist þínu fólki vel, en mikið dæmirðu mig hart.
Ég fæ á tilfinninguna að ég sé Júdas og Davíð Oddson í sama manninum og hafi jafnvel borið mesta ábyrgðina á bankahruni síðasta árs.
Og vissulega hef ég komist að því að það er bein í þessu nefi sem nú geymir gleraugun mín, það var sár lærdómur en það er nú önnur saga.
Geturðu gefið mér dæmi um beinnef þau er þú sæir fyrir þér gera vel í okkar aumu stöðu?
Sástu fréttir af líknarfélagi því í bretlandi sem þarf að betla til að geta haldið herbergjum fyrir fötluð börn opnum, sama líknarfélag tapaði 1260 milljónum á flandri ríkisstjórnar íslands/bretlands, seðlabanka beggja landa og bankanna okkar góðu sem komnir voru í þrot. Lest þú slíkt og færð ekkert óbragði í munnin yfir hegðun landa okkar í okkar umboði? Er það gagnið sem þetta óbrotna nefbein gerir manni?
Ef svo er þá þakka ég hrósið Hjörtur J.
Hélstu kannski að ég væri Vinstri Grænn?
Einhver Ágúst, 24.12.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.