Föstudagur, 18. desember 2009
Stjórnin þekkir ekki sína þjóð
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er í hverju málinu á fætur öðru í algerlega úr takti við þjóðina. Ríkisstjórnin vill inn í ESB, en ekki þjóðin; ríkisstjórnin vill stunda viðskipti við auðmenn sem þjóðin fyrirlítur; stjórnin vill gefast upp fyrir kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu en þjóðin berjast fyrir rétti sínum til nauðvarnar.
Hægt en örugglega festist í huga alþjóðar sú mynd af ríkisstjórn Jóhönnu að þar fari makráðugt hóglífisfólk sem stundar gæðingaspillingu og grillupólitík.
Stjórnin býr ekki að pólitísku þreki til að ná frumkvæði heldur mun hún hrekjast fyrir vindum tækifærismennsku.
Athugasemdir
Núna fara spunatrúðar Samfylkingarinnar mikinn í fjölmiðlum og reyna að hrauna yfir Eyju könnunina varðandi Icesave samninginn, þar sem 70% þátttakenda höfnuðu honum. Allskonar samsæriskenningar, gölluð aðferðafræði, hlutdrægni umsjónaraðila og allt of lítil þátttaka er skýringin á afleitu gengi útsendara Breta og Hollendinga. Frethólkurinn Jónas Kristjánsson og Hreinsmiðillinn DV með Reyni Tarusta í brúnni, reyna að gera að því skóna að allir sem ekki kusu teljast til þeirra sem eru samþykkir samningnum..???? Yfir 7000 manns tóku þátt, sem er mun meira en þær kannanir sem Jónas hreykir sig af að hafa innleitt í landið á dögum ritstjóraembættisins sem hann ver rekinn frá eftir að einstaklingur fyrirfór sér vegna skrifa sorpsnepilsin. Snillingarnir Reynir Trausta og Jónas Kristjánsson gæta ekki að sér að í 2 könnunum sem viðurkennd fyrirtæki framkvæmdu með slembiúrtaki þá kom nákvæmlega sama niðurstaða út. 70% voru á móti Icesave samningnum í þessari mynd, en 30% voru með. Kannanaaðferðafræði sem allar kosningarspár hafa verið mældar með. Sama aðferðafræði og forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér til að hafna fjölmiðlalögunum vegna þess að hann sá á niðurstöðum að "gjá væri milli þings og þjóðar". Er ekki öruggt að ritsóðarnir Reynir Traustason, Jónas Kristjánsson og spunatrúðar Samfylkingarinnar voru jafn ósáttir við skoðanakannanafyrirkomulagið og niðurstöðurnar þá og þeir eru núna?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 14:58
Ekki verður lengur þverfótað fyrir áróðursmönnum ljúgandi Fylkingararinnar. Og fáránleikinn að allir hljóti að hafa kosið sem eru andvígir Icesave er nú svo vitlaus að hann er nánast ekki svaraverður. Ég kaus ekki og þó er ég hörð gegn Icesave sem við skuldum ekki. Fjöldi fólks kaus bara ekki enda vissu ekkert allir um þetta eða höfðu bara ekki tækifæri þá 2 daga sem það stóð yfir. Og eldra fólk hefur ekki allt aðgang að netbönkum til að ná í lykilorðið sem þurfti. Fjöldi fólks notar bara ekki netbanka og fjöldi eldra fólks er víst ekki einu sinni nettengdur. En hið sanna hefur ALDREI skipt máli fyrir ljúgandi Fylkinguna.
Elle_, 18.12.2009 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.