Fimmtudagur, 17. desember 2009
Þjóðin fyrirgefur ekki
Í útrásinni slævðu peningar siðferðisvitund og það var ein orsök hrunsins. Frekju og yfirgangi auðmanna voru fá takmörk sett vegna þess að þeir áttu svo mikinn pening og notuðu til að kaupa sér velvilja og aðgengi að stjórnkerfinu.
Auðmenn hafa enn stjórnmálamenn í vasanum en almenningur sér í gegnum tilraunir þeirra að kaupa sér velþóknun með því að setja peninga í fyrirtæki. Þjóðin er ekki tilbúin að veita drýldnum auðmönnum fyrirgefningu syndanna. Sumt fæst ekki keypt fyrir peninga. Stjórnmálamenn sem skilja það ekki ættu að hugsa sinn gang.
Hvar liggja siðferðismörk ráðherra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála hverju orði. Ríkið fer ekki í meiri viðskipti við Björgólf Thor. Katrín Júl verður einsog allir aðrir stjórnmálamenn að skilja það. Fólk er bálreitt út af þessu og hvað er Katrín að pæla?
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 17.12.2009 kl. 12:43
Sammála Birgittu Jónsdóttur aldrei þessu vant. Björgólfur Thor á að ganga í það að skila Icesave peningunum sem glæpahyskið stal frá réttum eigendum þeirra. Sama gildir um Kaupþingsgöltinn og hina þjófana. Skila góssinu strax eða taka afleiðingunum.
corvus corax, 17.12.2009 kl. 12:47
Þú segir Páll að "auðmenn" hafi átt svo mikinn pening, en mér er spurn, áttu þeir þann pening sem þeir voru að spila með ? Í ljós hefur komið að fé það sem notað var til kaupa á Landsbankanum á sínum tíma var tekið að láni hjá Búnaðarbankanum, sáluga, blessuð sé minning hans.
Þessum svokölluðu auðmönnum tókst einhverra hluta vegna að ná taki á miklu fé og nota það eins og sitt eigið. Þeim hefur tekist að koma miklu fé úr landi og falið í skattaskjólum, en er það víst að þetta fé sé þeirra ? ég er farinn að efast um það stórlega. Mér sýnist þeir hafa tekið þetta fé að "láni" í því yfirskini að þeir væru auðmenn og væru borgunarmenn fyrir því. Á daginn hefur komið að þeir voru og eru ekki borgunarmenn fyrir því. En hvar er þetta fé ? jú, í bönkum erlendis, á reikningum sem þessir aðilar hafa aðgang að. Þetta fé ætti "Sérstakur saksóknari", nú eða Steingrímur J. að sækja út og leggja inn á Icesave-skuldina.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2009 kl. 13:05
Lauk lestri kafla úr Brekkukotsannál í gærkvöldi. Maðurinn sem stal poka af þurrkuðum mó frá Birni í Brekkukoti sýndi mikla iðrun, féll á kné og tárfelldi og allt. Honum var boðið inn í kaffi, málin rædd og síðan var hann sendur heim með sekkinn. Kvur er Gúðmúnsen í þessu máli og kvur er fólkið í moldarhúsunum suður með Tjörn?
Flosi Kristjánsson, 17.12.2009 kl. 13:18
Það þarf að tala varlega á meðan á rannsóknum stendur og ekki er búið að dæma menn.
Er ekki Jón Ásgeir ennþá í fullum rekstri hérlendis, þó hann sé dæmdur maður og má hvergi sitja í stjórnum fyrirtækja.
Nú reynir hann meira að segja að beita karli föður sínum fyrir sig, sem lepp, við að endurheimta Haga frá Kaupþingi. Enda elskar þjóðin báða þá hrappa.
Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2009 kl. 14:15
Birgitta kom þarna með eðlilegar og sanngjarnar spurningar í fréttinni og Katrín Júlíusdóttir ætti að hugsa sinn gang og hefði getað sleppt því að kalla spurningarnar ógeðfelldar. Það er ekki bara ógeðfellt að Björgólf Thor og fái að reka fyrirtæki í landinu, heldur ógeðslegt. Og enn verra að styðja hann við það. Hann rekur okurlyfjafyrirtæki í landinu sem ætti að loka.
Elle_, 17.12.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.