Miðvikudagur, 16. desember 2009
Þýskir vísa Grikkjum á AGS
Evrópusambandið hleypur ekki undir bagga með Grikkjum sem glíma við fjallháar ríkisskuldir og samdrátt í atvinnulífi. Talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara vísar Grikkjum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt Reuters segir talsmaðurinn vanda Grikkja aðeins toppinn á ísjakanum.
Spánverjar, Lettar, Ungverjar, Ítalir og Írar horfast í augu við áþekk vandamál og Grikkir.
Þjóðverjar greiða mest til ESB og ef þeir segjast ekki ætla að fjármagna endurreisn evru-landa nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er loku fyrir það skotið að Brussel veiti björg.
Ein röksemd Samfylkingar fyrir aðild Íslands að ESB var að þar væri að finna efnahagsleg bjargráð.
Athugasemdir
rétt í þessu: S&P Downgrades Greece
WSJ: S&P Downgrades Greece
Austurríki verður næsta gjaldþrota ríki í ESB. Bankakerfi þess er að þrotum komið. Mikill feluleikur er í gangi í Austurríki. Búið var að vara Austurríki margoft við. En það gerði sömu mistökin og Ísland. Stakk hausnum í sandinn. Núna er kötturinn svarti kominn á kreik.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2009 kl. 19:16
Páll heldur þú að Samfylkingin hafi frétt af þessu?
Sigurður Þorsteinsson, 16.12.2009 kl. 21:43
ESB ganga Samfylkingarinnar er blómum stráð alla leið til Helvítis.
Ragnhildur Kolka, 16.12.2009 kl. 23:45
...og lengra og neðar til helvítis.
spritti (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:53
Ragnhildur. Wá!!! en held að þetta sé rétt hjá þér.
Valdimar Samúelsson, 17.12.2009 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.