Þýskir vísa Grikkjum á AGS

Evrópusambandið hleypur ekki undir bagga með Grikkjum sem glíma við fjallháar ríkisskuldir og samdrátt í atvinnulífi. Talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara vísar Grikkjum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt Reuters segir talsmaðurinn vanda Grikkja aðeins toppinn á ísjakanum.

Spánverjar, Lettar, Ungverjar, Ítalir og Írar horfast í augu við áþekk vandamál og Grikkir.

Þjóðverjar greiða mest til ESB og ef þeir segjast ekki ætla að fjármagna endurreisn evru-landa nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er loku fyrir það skotið að Brussel veiti björg.

Ein röksemd Samfylkingar fyrir aðild Íslands að ESB var að þar væri að finna efnahagsleg bjargráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

rétt í þessu: S&P Downgrades Greece

 WSJ: S&P Downgrades Greece

S&P said due to higher revisions to its projections of Greece's debt and deficit levels, and the anticipated cost to the government of servicing those obligations, it saw Greece's fiscal flexibility "diminishing more than we had previously expected."

Austurríki verður næsta gjaldþrota ríki í ESB. Bankakerfi þess er að þrotum komið. Mikill feluleikur er í gangi í Austurríki. Búið var að vara Austurríki margoft við. En það gerði sömu mistökin og Ísland. Stakk hausnum í sandinn. Núna er kötturinn svarti kominn á kreik. 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll heldur þú að Samfylkingin hafi frétt af þessu?

Sigurður Þorsteinsson, 16.12.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ESB ganga Samfylkingarinnar er blómum stráð alla leið til Helvítis.

Ragnhildur Kolka, 16.12.2009 kl. 23:45

4 identicon

...og lengra og neðar til helvítis.

spritti (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:53

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ragnhildur. Wá!!! en held að þetta sé rétt hjá þér. 

Valdimar Samúelsson, 17.12.2009 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband