Þriðjudagur, 15. desember 2009
Skopskyn aðildarsinna
Ómar Valdimarsson almannatengill birtir meintan brandara á bloggi sínu sem á að sýna hvað andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu séu sveitó. Í heild er skopið á þennan veg
Í hádeginu í dag sat ég til borðs með fólki frá fjórum Evrópusambandslöndum. Þetta var einstakt tækifæri svo ég spurði þau hvert fyrir sig hvaða auðlindir þeirra landa Evrópusambandið hefði hrifsað til sín eða lagt undir sig við inngönguna í ESB.
Ekkert þeirra skildi spurninguna.
Ég reyndi aftur: hirti ekki ESB skógana í Svíþjóð eða frönsku rivíeruna eða belgísk viðskiptatengsl í Kongó...?
Þá hlógu þau sig máttlaus og héldu að þetta væri brandari.
Evrópsku heimsborgararnir sem voru borðnautar Ómars eru grunlausir um að undanfari Evrópusambandsins var Kola- og stálbandalagið, þar sem stjórn á auðlindum aðildarþjóða var sett undir einn hatt til að efla evrópska samstöðu. Næst var landbúnaðarstuðningur felldur að sameiginlegu regluverki og rétt fyrir upphaf aðildarviðræðna við fiskveiðiþjóðirnar Bretland, Danmörku, Írland og Noreg í byrjun áttunda áratugsins var sjávarútvegurinn samnýttur undir merkjum Brusselvaldsins.
Í starfi sínu kynnist Ómar upplýstu fólki með ríka kímnigáfu. Við getum ekki beðið eftir að komast í óskaland Samfylkingarinnar til að eiga samfélag með sniðugu fólki sem lætur sögulegar staðreyndir ekki spilla góðum brandara, sé skopið á kostnað lúðanna sem færðu heiminum Icesave-reikningana.
Athugasemdir
Ómar fer á hreinum kostum þessa dagana hvað trúðsskap varðar. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 02:12
Þegar maður spyr heimskulegra spurninga þá fær maður heimskuleg svör. Sérstaklega þegar naivistar spyrja spurninga um mál sem þeir skilja ekki til botns.
Hefði Ómar setið til borðs með Sebastian Dullien og Daniela Schwarzer þá hefði hann getað spurt þau af hverju þau legga til að Grikkland sé svipt sjálfsforræði yfir fjármálum Grikklands (fjárlögum gríska ríkisins) og að framkvæmdanefnd Evrópusambandsins og "Euro Group" (Juncker) verði veitt forræði og neitunarvald yfir grískri stjórnsýslu. Þetta hefðu þau getað sagt Ómari Valdimarssyni. En auðvitað gerðu þau það ekki því þau vita að hann myndi ekki skilja málefnið. Því skrifuðu þau um þetta í Handelsblatt í dag.
Ómar hefði heldur ekki skilið dómsniðurstöður EF-dómstólsins um réttarstöðu Danska konungsríkisins hvað varðar yfirráð yfir eigin landi og lögum. Best er því að tala við fólk yfir matardiskum. Þá er nefnilega von til þess að maður verði útnefndur forseti Evrópusambandsins - eða - barónessa og lafði utanríkisráðherra þess.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2009 kl. 09:56
Og einstaklega smekklegt hjá honum að nefna belgísk viðskiptatengsl í Kongó. Þau komstu nefnilega á með svo fínum hætti hérna í den. En hvað veit húmoristinn Ómar Valdimarsson um það? En sjálfsagt nær heimsborgarabragur hans einmitt bara að matarborðum hinna vel höldnu. Þau eru ekki flókin landakortin sem dregin eru upp á matseðlunum fína fólksins.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 10:29
Er Ómar orðinn ESB-pr. maður fyrir Samfylkinguna?
Þetta er alltaf svo heimskulega sett upp hjá ESB-sinnum. Þeir segja alltaf; "við missum ekki sjálfstæðið við inngöngu í ESB", og "ESB tekur ekki fiskinn frá okkur".
Vita ESB-sinnar hvað sjálfstæði er? - Og vita þeir eiginlega hvað sjávarútvegur er, hvað þá fiskur?
Við sem ekki viljum í ESB vitum náttúrulega að ESB mun ekki taka fiskinn frá okkur, þó svo að ESB-sinnar haldi því fram að við höldum þessu fram.
Við vitum hinsvegar að ESB mun stjórna fiskveiðum okkur hér við land.
Og við vitum að ESB mun veita öðrum aðildarþjóðum ESB aðgang að fiskimiðunum hér við land á þeirri forsendu að allar þjóðir ESB eigi að deila sjávarauðlindinn sín á milli.
Og við vitum að Ísland verður áfram sjálfstætt ríki þó landið gangi í ESB, a.m.k. að nafninu til.
Hinsvegar verður Íslandi fjarstýrt frá Brussel með lögum, reglugerðum og tilskipunum. Hlutverk Alþingis verður bara að framkvæmda þær tilskipanir sem miðstjórnin í Brussel segir því að gera.
M.ö.o. Alþingi verður einskonar verkfæri fyrir tilskipanir miðstjórnarvaldsins í Brussel sem alltaf hefur síðasta orðið til að mynda hvað megi veiða mikið, hvaða tegund, hvenær, með hvaða veiðarfærum, hvaða og hverslags skip, hverjir megi veiða, og hvenær.
Eyjólfur St. Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 11:34
Billiant færsla.
Baldur Hermannsson, 16.12.2009 kl. 12:08
Þið skiljið þetta ekki. ESB hefur bara áhuga á auðlindum Íslands. Þær geta leiðrétt skuldahalla bandalagsins um aldur og ævi og með íslenska fjármálasnillinga innanborðs stökkpallur inn í framtíðina. Þess vegna munu þeir ekki samþykkja undanþágur. ESB vill fá okkur öll með húð og hári og það má ekki klippa neglurnar eftir að við erum komi í inn nema borga af því auðlindaskatt. Brussel verður lýst upp með íslensku þorskalýsi og svo verður okkur send einokunarveslun í staðinn fyrir Bónus og þá verða bara fjórir verslunarstaðir sem má bara versla með Evrópskan varning. Já þá verður mál og vog svikið. Maðkað mjöl í hverju pokahorni. Okkur verður STJÓRNAÐ og ekki bara það heldur FJARSTýRTmeð nýju þráðlausu tölvutækninni svo það er öruggast að slökkvað á netinu til að engum AÐILDARÞJÓÐUM verði veittur AÐGANGUR að landinu beint eða óbeint. Sem ég heiti Eyjólfur þá er ég ekki haldinn ofsóknarbrjálæði.
Gísli Ingvarsson, 16.12.2009 kl. 15:34
Afdalamennskutal og einangrunarsinnatal Evrópusinna um andstæðinga aðildar Íslands að Evrópubandalaginu lýsir fáfræði og heimsku þeirra sjáfra og segir ekki neitt um anstæðinga. Þeir vita ekki hvað Evrópubandalagið er pínulítill hluti af heiminum og tala alltaf eins og það sé allur heimurinn. Það eru þeir sjálfir sem eru einangrunarsinnar og sveitapésar. Það eru þeir sem vilja lokast inni og einangrast undir miðstýringu stærri Evrópuvelda í ríkjasambandi þar sem lítil lönd hafa ekkert vægi.
Elle_, 17.12.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.