Mánudagur, 14. desember 2009
Endurnýjun er forsenda endurreisnar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gerir rétt að draga sig úr borgarstjórnarmálum. Hann ætti að vera öðrum fyrirmynd, bæði í borgarstjórn og ekki síður á Alþingi, þar sem fólkið er var á hrunvaktinni ætti að íhuga sína stöðu.
Margvísleg mistök voru gerð á vettvangi stjórnmálanna í aðdraganda hrunsins. Fæst mistökin stöfuðu af illum ásetningi eða einbeittum brotavilja heldur andvaraleysi og löngun til að eiga þátt í ævintýrinu sem breyttist í martröð í október í fyrra.
Vilhjálmur Þ. kom við sögu þegar græðgisvæða átti fjölskyldusilfrið í Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var ekki stóri gerandinn í málinu en tók viljugur þátt. Vilhjálmi til tekna telst að hann lagði sitt af mörkum til að ná jafnvægi í borgarmálin eftir rugltímabil sem fór af stað þegar REI-málið sprengdi meirihluta samstarf hans, sem oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Björns Inga Hrafnssonar í Framsóknarflokki.
Vilhjálmur ekki í prófkjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, stenst sá gjafagerningur skoðun um eðlilegt verð og gegnsæi, nei ætli það !
Villi Þórmundur eða hvað hann heitir að millinafni er fortíðardraugur vafasamrar stjórnsýslu og vanræsklu á fjármunum Reykjavíkurborgar til jafnfætis framsóknarseppanum Alfredo Sölu Varnarliðseignason og því miður nær ekkert vald yfir þessa gerningspilta , það vantar alla óháða endurskoðun og innri löggæslu sem stoppar og setur svona lið af !
Lifi Nýja Ísland , hin nýja Litla Nígería Norðursins !
Og já Páll,
rétt hjá þér það þurfa fleiri tuddar að fylgja fordæmi Villa Þórmundar og víkja, gera upp við fortíða og axla ábyrgð. Eigum við ekki að byrja á Hafnarfjarðar Tobbu til dæmis, sem með hroka og fyrirlitningu taldi alla aðra viti borna menn nema hana sjálfa og Hr. Hruns viðhlæjendur, þurfa á endurmenntun að halda.
Nú og svo eru ´´The Chinese/Hong Kong-Macau syndicate connection´´ formanns Sjálfgræðgisflokksins heldur betur að vinda upp á sig, eller hur grabbar einsog sænskurinn myndi segja!
Við ballarhafs eyjaskeggjar norðursins búum í einum allsherjar hlandforarpytti og komumst ekki áfram eða aftur á bak, einsog menn sem ana út í ár í myrkri og vatnavöxtum; þetta á bara að reddast og með spekinga einsog Yngva á ofurlaunum í National Bank of Iceland, sem trúa ekki á ´´I told you so´´ hagfræði en létu sig hafa það að sötra kampavín í Hong Kong með Sigurjóni digra, vitandi betur að eigin sögn í eftirmálanum . Svo er sjálfsagt að gera kröfur á gjaldþrota banka fyrir óraunhæfa græðgis launa- og starfsráðningarsamninga ,verandi þátttakandi í bankasukkinu, saminga sem eru út í hött og eiga engan rétt á sér eftir hrunið. Það er með ólíkindum að vinstri hægri snúningurinn med jarðfræðinginn og fyrrverandi íþróttafréttasnakkara RÚV-báknisins skuli ekki setja tappa í þetta stjórnlausa holræsi- það er virkilega ´´ekki´´ sósíalískt og í anda Leníns hugmyndarfræði allaballanna, en hver segir svo sem að Don Óli von Bessastadt og Svavar samningatæknir vinstri elítunnar séu nokkuð annað en kapítalistar og tækifærissinnar ?
Vona bara að Reykvíkingar beri gæfu til að koma Sjálfgræðgisflokknum frá stjórnsýlsu borgarinnar !
Halli (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.