Vammir, skammir og endurreisn

Hrunið er þjóðarhneisa vegna þess að það afhjúpaði getuleysi samfélagsins gagnvart græðgisvæddum bankadrengjum með einbeittan brotavilja. Við erum í miðjum klíðum að reyna hvorttveggja í senn að skilja hvernig okkur mistókst jafn herfilega og raun ber vitni og að endurreisa atvinnulíf og tiltrú á getu þjóðarinnar til að búa hér sæmilega.

Í umræðunni eru hlutverkin ekki samkvæmt forskrift. Ætla mætti að þeir eldri myndu temja sér varkárni og yfirvegun, leggja áherslu á það sem til var fyrir hrun og mætti endurreisa en þeir yngri kannski óþolinmóðari og taka fram sleggjuna fremur en tálga gagnrýni með vasahníf. Tvö dæmi um blogg á þessum sólarhring sýna gagnólíka nálgun tveggja kynslóða.

Jónas Kristjánsson blaðamaður og fyrrum ritstjóri les þjóðinni pistilinn og kallar hana aumingja í afneitun fyrir að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið og kjósa yfir okkur, á sínum tíma, Davíð Oddsson.

Hans Haraldsson háskólanemi varar við öfgum í umræðunni og gagnrýnir þá sem láta í veðri vaka að spilling sé nánast íslensk uppfinning og að hér hafi allt verið í kaldakoli, jafnvel löngu fyrir hrun.

Við sem þjóð erum eilítið úr jafnvægi þessa stundina og verðum líklega um sinn. Eins gott að fáir skilji íslensku úti í heimi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mörg gullkorn hafa hrotið af penna geðilla ritstjórans en síðustu 2 pistlarnir toppa allt   Hvort hann er í einhverju ójafnvægi veit ég ekki en finnst það bæði sennilegt og eðlilegt. Útfráþessari umræðu kemst enginn óskaddaður

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.12.2009 kl. 14:42

2 identicon

Kall greyið er eins og Steingrímur J búinn að vera eins og vindhani á amfetamíni í ofsaroki hvað fjölbreytileika Icesave skoðana varðar.  Lokasetningin "Aumingjar í afneitun" á sennilega betur við hann og hans karakter en nokkurra annarra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sælt veri fólkið.

Hlustaði á fyrrverandi forseta Vigdísi Finnbogadóttur í dag.  Hún fjallaði einmitt um þessa "riflildisáráttu" Íslendinga.  Maður þarf ekki að stíga oft niður í bloggheimum til að átta sig á að þetta er alveg hárrétt.

Við sem þjóð ættum að stíga á stokk nú um áramótin, og reyna að feta næsta skref í borgaralegum þroska, og hefja rökræður.

Páll þó við séum á öndverðri skoðun í ESB málinu, höfum við aldrei rifist.  Það er vottur af slíkum þroska. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef 70% þjóðarinnar vill að Forseti Íslands skrifi ekki undir lög um ríkisábyrgð, þá þurfa þessi 30% að færa mjög sterk rök fyrir því af hverju samþykkja ætti þennan óskapnað. Geðillska Jónasar Kristjánssonar er að mínu mati engin rök fyrir Icesave, hún má hrjá hann um ókomna tíð.

Ef ESB eru ekki að bjarga Írum og Grikkjum, af hverju ætti ESB þá að bjarga okkur.

Sigurður Þorsteinsson, 13.12.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband