Bankavæðing samfélagsins er ills viti

Á vakt vinstristjórnar Jóhönnu verður samfélagið bankavætt þar sem grafið verður undan séreignarstefnu í húsnæðismálum einstaklinga og markaðsbúskap atvinnulífsins. Hrunið veldur mestu um þessa þróun en stefnuleysi vinstriflokkanna gerir illt verra.

Ríkistjórnin lætur undir höfuð leggjast að draga upp pólitískar áherslur sínar í atvinnu- og efnahagsmálum til að fjármálastofnanir fái einhver viðmið í starfi sínu. Nýríkisvæddu bankarnir eru að hluta komnir í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og mun það ekki auka á gagnsæi í viðskiptalífinu. Stærstu kröfuhafar eru vogunarsjóðir sem hvorttveggja eru þekkir fyrir ógagnsæja viðskiptahætti og skammtímasjónarmið.

Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu rembist við að selja landið undan þjóðinni sölsa bankarnir undir sig fasteignir og rekstur og þurfa ekki að standa neinum skil á gerðum sínum. Hér eru lögð drög að öngþveiti siðleysis og lögbrota.


mbl.is Hafa yfirtekið 575 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég hreinlega gæti ekki verið meira sammála því sem þú skrifar, svo langt sem það nær. Aðrir valkostir, þingflokkar, sem þjóðin hefur um að velja eru þó verri kostir ef eitthvað er og það þýðir aðeins það eitt að stjórnsýslan á Íslandi er lömuð og ófær um að vernda þegnana.

Til þessara misþyrminga er boðið af fyrri stjórnvöldum fyrst og fremst, en þær væri ekki hægt að klára nema með fulltingi núverandi stjórnvalda. Til þeirra er boðið af fjármálageiranum eins og hann leggur sig, sem þó var yfirtekinn að mestu leiti af ríkinu - Kosnum "leiðtogum" þjóðarinnar - sem svíkur svo allt

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.12.2009 kl. 21:42

2 identicon

Sæll Páll.

Mjög góður punktur. Er þetta ekki bara góð leið til að búa til spillingu? Skattfylkingin virðist ætla að halda tryggð við Baugsmenn. Það að Arionbanki sé að hugleiða tilboð fyrri eigenda Haga er skandall. Þeir hafa fengið á sig dóm og sektir frá samkeppnisyfirvöldum þannig að ferill þeirra er flekkaður. Því verður að skipta þessu fyrirtæki upp og reyna að koma málum þannig fyrir að þeir verði ekki aftur svona stórir. Það er hægt með því að breyta samkeppnislögum t.d. með þeim hætti að ekkert fyrirtæki megi hafa meira en t.d. 25% markaðshlutdeild, þá verði því skipt upp.

Annars langar mig að nefna eitt. Hérlendis eru allir að kenna fyrri ríkisstjórn um stöðu mála í dag. Ég ætla ekki að bera blak af henni en nauðsynlegt er að sjá hlutina í samhengi.

Hvaða flokkur var við völd í Bretlandi á meðan allt bullaði og kraumaði þar? Það var systurflokkur Skattfylkingarinnar, Verkamannaflokkurinn. Hvaða forseti var við völd í USA á meðan allt bullaði og kraumaði þarlendis? Það var republíkani. Hvað skyldu nú rebublíkani og Verkamannaflokkurinn eiga sameiginlegt? Ekkert!!

Upp komu aðstæður sem fæstir sáu fyrir - fæstir sáu kreppuna 1929 fyrir. Nei, við skulum hafa í huga hvernig bankamenn höguðu sér. Fleira mun koma upp úr dúrnum varðandi þá á komandi misserum. Stjórnvöld hér stóðu sig ekki vel en ábyrgðin er fyrst og fremst bankamanna sem og almennings sem sökkti sér á bólakaf í lántökur. Er það stjórnmálamönnum að kenna/þakka ef ég vil kaupa mér jeppa og hjólhýsi? Er það lögreglunni að kenna ef ég gerist sekur um líkamsárás? Nei, ábyrgðin er gerandans!!

Jon (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband