Kafbátaumræða

Kafbátaumræða er að setja á flot söguburð sem marar í hálfu kafi um hríð en kemur fullskapaður upp á yfirborðið sem ,,umræða" á heppilegum tíma. Samfylkingin hratt úr vör fyrir nokkrum vikum lygasögu um að Icesave-frumvarpið væri óhætt að samþykkja vegna þess að Íslendingar yrðu aldrei látnir borga. Í fyllingu tímans myndi Evrópusambandið yfirtaka skuldbindingar Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum.

Skáldskapur um að óhætt sé að veðsetja framtíð þjóðarinnar vegna þess að okkur verður bjargað frá drukknun talar til sama ungæðisháttar og kom okkur á kaldan klaka í útrásinni. Lán var óhætt að taka vegna þess að hlutabréfavísitölur myndu alltaf rísa og krónan halda áfram að styrkjast. Alþjóð veit hvernig fór um þá sjóferð.

Þorri þjóðarinnar, þau 70 prósent sem ekki kusu Samfylkinguna, lætur ekki blekkjast af kafbátaumræðunni um að Evrópusambandið borgi fyrir okkur Icesave-reikninginn. 

Alþingi samþykkti lög síðsumars um ríkisábyrgð á tryggingasjóði vegna sparifjárreikninga. Lögin eru rausnarlegt tilboð Íslendinga til Breta og Hollendinga um lausn á deilunni um Icesave-reikningana.

Við eigum ekki að fallast á það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi og ríkisstjórn Jóhönnu vill keyra ofan í kok þjóðarinnar. Við segjum nei við skuldafjötrum á komandi kynslóðir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt hjá þér Páll.

Þorri þjóðarinnar þ.e. þau rúmlega 70% sem EKKI kusu Samfylkinguna (Landráðafylkinguna) munu ekki láta svona lævísleg skítabrögð villa sér sýn.

En það er löngu orðið ljóst að hjá þessu landráðahyski helgar tilgangurinn einn ESB- óþverann !

Síðan er það annar kapítuli fyrir sig hvernig þessu ESB- trúboði Samfylkingarinnar hefur tekist að sundra þjóðinni í illvígar fylkingar og storka stærstum hluta þjóðarinnar með þessari heimskulegu óðagots ESB umsókn.

Einmitt nú þegar helst hefði þurft að láta þjóðina sameinast um að vinna sig útúr vandanum.

Það hefði þessi Ríkisstjórn getað gert en ALDREI nema án þessarar forheimskulegu ESB umsóknar og líka með því að haldið yrði á ICESAVE málinu af festu og ábyrgð.

Þá hefði þjóðin staðið einhuga með þessari Ríkisstjórn, þrátt fyrir erfiðleikana og ýmislegt óvinsælt sem þessi stjórn verður að gera. 

Alveg eins og þjóðin stóð einhuga með þeim fyrri Ríkisstjórnum sem höfðu kjark og þor til þess að færa út íslensku landhelgina og standa einarðlega vörð um lífshagsmuni þjóðarinnar, þrátt fyrir hótanir og þvinganir stórvelda Evrópu með Breta eins og nú, fremsta í hrokanum. 

Þeir hafa svo sannarlega skarað eld að höfði sér, þannig að ekki einu sinni gamlir og sannir vinstri menn eins og við getum leyft okkur lengur að styðja þessa aumu Ríkisstjórn. 

                           ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 12:13

2 identicon

Og alltaf er laumað inn einhverjum djúpum hræðsluáróðri svona til að krydda lygasúpuna ókræsilegu.  Fyrst reyndi Steingrímur J. og nýlega Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra, núverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar að rökstyðja að Icesave ábyrgðina mætti ekki setja í þjóðaratkvæði þar sem um milliríkjasamning væri að ræða.

Þjóðaratkvæði að mati þessara manna á auðvitað bara að vera um ekki neitt sem skiptir máli.  Það væri athyglisvert að fá mannvistbrekkurnar til að skýra út fyrir þjóðinni hvernig þeir hefðu hugsað sér að láta þjóðina kjósa um milliríkjasamninginn um ESB inngönguna. 

Ólafur Ragnar notaði sendilinn sinn, kosningastjóra sinn og Björgvins G. Sigurðssonar, hæstaréttarlögmann útrásardólganna og stjórnarmanns Glitnis í  hruninu, kaupakarl Jóns Ásgeirs, Sigurð G Guðjónsson til að tilkynna þjóðinni að hann ætli að ganga gegn vilja 70% hennar.  Kostulegri rökflutningur hefur ekki sést þótt margar snillingar hafa stigið á stokk til að reyna að verja óþverraáætlun stjórnvalda.  Ástæðan segir hæstaréttarlögmaðurinn "að það eigi alls ekki að skera Sjálfstæðisflokkinn úr snörunni".  Sem sagt þjóðin á að taka á sig ólögvarðar og ókljúfanlegar skuldbindingar til þess eins að hjálpa forsetanum og Samfylkingunni til að ná sér niður á Sjálfstæðismönnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 12:59

3 identicon

Þið sjálfstæðisframsóknarmenn hafið gaman af að velta ykkur enn upp úr drullunni sem þið hafið verið í síðan 1995.  Bara endurvarpstöðvar dullara.   

Rúnar (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband