Föstudagur, 11. desember 2009
Icesave er afgreitt, Steingrímur J. afneitar sínum hlut
Alþingi afgreiddi Icesave-ábyrgðina síðsumars. Lögin eru í gildi og Ísland hefur staðið við sitt. Steingrímur J. Sigfússon á hins vegar eftir að ganga frá sínum hlut. Formaður Vg og fjármálaráðherra verður að segja af sér ásamt ríkisstjórninni. Tvær ástæður eru fyrir afsögninni.
Í fyrsta lagi vegna þess að ríkisstjórnin gerði ekki lög Alþingis frá í sumar að sínu baráttumáli og hélt á málstað okkar gagnvart Bretum og Hollendingum. Í öðru lagi vegna þess að afsögn er nauðsynlegt til að sýna umheiminum að lengra verður ekki komist með Icesave-ábyrgðina gagnvart Íslendingum.
Umheimurinn þarf skýr skilaboð frá Íslandi: Afsögn ríkisstjórnarinnar.
Icesave mun ekki hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og á svo útrásarvikingurinn Bjarni að taka við?
Árni Björn Guðjónsson, 11.12.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.