Þriðjudagur, 8. desember 2009
Evran er kynslóðir í burtu, segir Rögnvaldur H.
Rögnvaldur Hannesson prófessor við Norska viðskiptaháskólann, NHH, segir í viðtali við E24 að líklega sé það fremur mælt í kynslóðum en árum að Íslandi taki upp evru. Í fyrsta lagi væri skammsýnt af okkur að taka upp evru þegar krónan er jafn lágt skráð og raun ber vitni. Í öðru lagi myndi Evrópusambandið ekki samþykkja að Ísland yrði evruland með þá skuldabyrði sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir.
Hér er viðtalið við Rögnvald.
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þetta.
Já Páll. Þetta mál er rekið sem sömu tilburðum, fíflalátum og útrás bankanna og pörupilta þeirra var rekin á útrásarárunum. Nú er það hins vegar sjálf ríkisstjórn Íslands sem stendur fyrir skammarlegum fíflagangi, bruðli, og fífldjarfri skuldsetningu. Að þessu sinni er gamblað með allt landið og þjóðina. Ríkisstjórnin er sennilega eini vogunarsjóður heimsins sem er rekinn sem sjálfstætt ríki með þegnana sem bakhjarl til þrautarvarna.
Ég hugsa ekki að ríkisstjórn Íslands fengi aðgang á hæli fyrir geðveika. Hún er of veik til þess. Þeir myndu líklega verða settir í rafmagnið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2009 kl. 10:33
Gott að fá þessa ábendingu.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 12:09
Sæll vertu.
Það er svo augljóst að þetta litla sem eftir er enn í eigu Íslendinga og fólksins í landinu yrði að engu ef taka ætti upp Evru meðan hún er í hámarki og krónan í lágmarki- að eg skil ekki hverslags ryki er hægt að þyrla upp og í augu fólks svo það sjái ekki þessi landráð.
Her ætti að taka úr umferð alla núverandi og fyrrverandi stjórnendur sem virðast veruleikafyrrtir hagsmunaseggir í spilavíti með Landið og Þjóðina.
Skil ekki hvað þetta fólk kemst upp með.
Kv. Erla Magna
Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 12:16
Erla Magna, ekki gleyma því að ESB daðrið hefur fengið allt annað en góðar undirtektir hjá þjóðinni. Mér finnst sennilegt að flestir sjái í gegnum þetta. En ef við förum inn þá er ljóst að það er verið að hirða okkur á spottprís.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 13:27
Við höfum ekkert með ESB að gera nákvæmlega EKKERT. Það hefur einhverja kosti í för með sér og blablabla. Það er eins og að gefa krakka súkkulaði til að friða hann. Við íslendingar getum alveg lifað án þess að vera í ESB og það mjög vel. Það þarf bara að halda rétt á spöðunum en þá kemur vandinn við okkur frónverja að þegar einhver er kominn með völd að þá er það ævinlega misnotað. Þá nefni ég útrásarvíkingana og já bara pólitíkusana okkar. Æi ég nenni ekki að þvaðra meira um þetta. Þú veist þetta jafn vel og ég.
spritti (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 14:41
Eru tveir síðustu kommentarar dulbúnir nasistar? Það er amk það eina sem hægt er að ráða af merkimiðunum þó kommentin séu sakleysisleg.
Varðandi Ísland og Evruna þá vona ég enginn telji að hún sé fræðilega möguleg NEMA að gengiið verði í ESB og efnahagslífið rekið að alþjóðlegri fyrirmynd. Hvort það sé gott má liggja á milli hluta en það verður ekkert verra en það er í dag.
Gísli Ingvarsson, 8.12.2009 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.