Fimmtudagur, 3. desember 2009
Ísland í alfaraleið, ESB útkjálki
Ísland verður í alfaraleið á mörkum þriggja heimsálfa, Evrópu, Ameríku og Asíu, þegar bein siglingaleið opnast á norðurslóðum milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Evrópusambandið festist í sessi sem útkjálki gamalla nýlenduvelda á asísku sléttunni milli úthafanna sem áður eru nefnd.
Tækifærin sem Íslendingum stendur til boða eru einstök í sögu þjóðarinnar. Breytingar á norðurslóðum valda því að Ísland verður á krossgötum þar sem skipaumferð þriggja heimsálfa liggur um íslenskt hafssvæði.
Samfylkingin vill loka Ísland í evrópska útkjálkanum og setja fullveldi okkar og forræði eigin mála í hendur Brussel. Samfylkingin er fortapaðasta af öllu fortöpuðu í íslenskri pólitík.
Góðu heilli er Samfylkingin að einangrast í íslenskri pólitík.
Athugasemdir
Sorrý. Það er engin siglingaleið að opnast. Þvert á móti hefur ekkert hlýnað í 11 ár og hafísinn í ár er 23% meiri en þegar hann varð minnstur í hitteðfyrra. Það stefnir í kólnun og "breytingin á norðurslóðum" verður til hins verra. Ég endurtek: Sorrý.
Vilhjálmur Eyþórsson, 4.12.2009 kl. 01:30
Hvers konar vitleysa er þetta! Hefur höfundur aldrei komið út fyrir þessa litlu eyju? Tækifærin sem standa Íslandingum til boða þegar landið er orðið hluti af Evrópu eru nánast ótakmörkuð. Ísland er svo lítið að það verður alltaf útkjálki, bæði menningarlega og atvinnulega. Við getum etv nýtt það á jákvæðan hátt þegar við erum komin inn í Evrópusambandið.
Kristján Magnússon (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.