Hrunið er leiðrétting, Icesave er tilræði

Fjármálahrunið fyrir ári var leiðrétting á kjánaskap þjóðar sem trúði að fermingarstrákar kynnu að fara með fjölskyldusilfrið. Við munum jafna okkur á trúgirninni og leggja á hilluna, til varanlegrar geymslu, hugmyndir að gera í útlöndum fjármálastrandhögg með íslenskri ríkisábyrgð.

Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur tilræði við afkomu Íslendinga til langrar framtíðar. Icesave-frumvarpið er ekki með þak á greiðslum til Hollendinga og Breta og gæti, verði lítill hagvöxtur hér og verðhjöðnun í Bretlandi, bundið okkur skuldaklafa sem við rísum ekki undir.

Stjórnarandstaðan á Alþingi verður skilyrðislaust að standa vaktina í Icesave-málinu. Ríkisstjórnin gerir það ekki.

 


mbl.is Stenst Icesave stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður og sannur pistill.

Fréttastofa Ríkissjónvarpsins og Samfylkingarinnar gerði sérstaka frétt í gærkvöldi um að umræður um Icesave-málið hefði staðið í 60 klukkustundir.

Frekar en stjórnarflokkarnir, Samfylkingarmiðlarnir og bloggarar á vegum stjórnarflokkanna láðist fréttastofunni að setja ræðutímann í samhengi við umræður annara þekktra mála á Alþingi á undanförnum árum. Afar gagnlegt og heiðarlegt að segja alla söguna en ekki bara hálfa. En tilgangurinn helgar meðalið.

Hér verða nokkur dæmi nefnd um einstök mál og tímalengd umræðna um þau:

Vatnalög 57 klukkustundir og 40 mínútur.

Fjölmiðlafrumvarp 92 klukkustundir og 59 mínútur.

EES-samningurinn 100 klukkustundir og 37 mínútur.

Ríkisútvarpið 119 klukkustundir og 46 mínútur.

Umræðurnar eiga það sameiginlegt að þáverandi stjórnarandstæðingur Steingrímur J. Sigfússon var afar virkur þátttakandi. Sami Steingrímur kvartar nú sáran undan því að núverandi stjórnarandstæðingar hafi ýmislegt við Icesave-málið að athuga. Mál sem varðar miklu meiri hagsmuni en öll þau frumvörpin að ofan til samans.

Í hádeginu í dag var kallað á 4 stjórnlagasérfræðinga á fund stjórnar fjárlaganefndar vegna möguleikans á að Icesave samningurinn er brot á stjórnarskrá eins og margir sérfróðustu aðilar í þeim málum hafa bent á í langan tíma.  Til öryggis þá voru 2 þeirra sérfræðinga þeir sömu og bera ábyrgð á lagahlið Icesavesamningsgerð stjórnvalda.  Líkurnar að þeir myndu telja sig hafað bruggðist í þeirri vinnu hefur örugglega haldið vöku fyrir fjölfræðingnum Indriða Þorlákssyni og kennararnum Guðbjarti Hannessyni Icesave fræðingum.

Seint er um rassinn gripið………….

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er alveg hárrétt að Icesave er tilræði sem við verðum að sporna gegn hvað sem það kostar best væri að vera við alþingi og láta heyra frá sér ef ég byggi fyrir sunnan þá væri ég við gluggann og öskraði af öllum lífs og sálar krafti niður með stjórnina.

Sigurður Haraldsson, 2.12.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband