Laugardagur, 28. nóvember 2009
Lömuð ríkisstjórn, tvenn lög á 2 mánuðum
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur fengið samþykkt tvenn lög á yfirstandandi þingi. Á heimasíðu Alþingis eru fátæklegt um að litast á síðunni um lög samþykkt á yfirstandandi þingi. Lagatvennan sem hefur verið samþykkt er annars vegar um nauðungarsölu og hins vegar um aðgerðir í þágu heimila.
Alþingi hefur starfað í tvo mánuði og meirihlutinn skilað þjóðinni einum lögum í hvorum mánuði. Ríkisstjórnin hlýtur að íhuga hvort ekki ætti að fresta störfum Alþingis á meðan ráðherrar koma sér saman um hvaða mál skuli leggja fyrir þingið.
Verklítil ríkisstjórn veit á ósamstæðan meirihluta sem ekki kemur sér saman um málefni. Kannski er kominn tími til að hætta þessum leik og segja upphátt: Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir eru búin að vera.
Athugasemdir
Ef það að til marks um að stjórnin sé lömuð að aðeins tvö mál hafi verið afgreidd frá Alþingi á síðustu mánuðum þá virðast flestar ríkisstjórnir undanfarna ára hafa verið lamaðar. Þannig virðist það heyra til undantekninga á síðustu árum, a.m.k. ef marka má lagasafn, að nokkur lög hafi verið samþykkt fyrr en í desember. En blaðamaðurinn virðist ekki vera í sannleiksleit frekar en fyrri daginn heldur í sinni venjulegu krossferð gegn ógnunum þremur: Bónus, ESB og Samfylkingunni!
Sigurður Jónasson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:11
Þökk sé málþófi framsóknar og sjálfstæðisflokki, þökk sé þeim fyrir að hafa sett hér allt í lás eingöngu til þess að vinna að eigin vinsældum, ekkert að hugsa um almenning.
Valsól (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:05
LOL...
Samfylkingar bloggarar reyna að bera í bætifláka fyrir (ó) ríkistjórnina !
Í ástandi einog er á landinu og með allan þennan "vilja" til að gera eitthvað fyrir "fólkið í landinu" þæa ættu nú 5-10 frumvörp að hafa orðið að lögum.
Stjörnin hefur þingstyrk á pappírum, en það er takamrkað hvað hún getur áorkað. Allt hennar puð farið í ESB og Ices(L)ave.
Live with it ....hún er ein daprasta stjórn sem sést hefur !
btg (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:32
Fáheyrt ofstæki Palla Vill nú og undanfarin ár hlýtur að eiga sér einhverjar ákveðnar skýringar
i (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:52
Hún varð fljótlega afskrifður af minni hálfu
spritti (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:58
Ríkisstjórnin var lifandi lík frá fyrsta degi. Ríkisstjórn sem byggir á hótunum í garð einstakra stjórnarþingmanna er ekki á vetur setjandi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 23:29
Greinilega stjórn mikilla afreka.... Alla vega er hún að gera margan landann afreka frá landinu....
Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.