Jón talar fyrir meirihluta þjóðarinnar

Þjóðin er ekki tilbúin í inngöngu í Evrópusambandið. Deila má endalaust um ástæður fyrir skýrum og einbeittum vilja þjóðarinnar að standa utan Sambandsins. En  það ætti að vera hafið yfir deilur að afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu.

Eftir að Norðmenn felldu inngöngu í Evrópusambandið fyrir fimmtán árum var á það bent að djúp söguleg rök stæðu fyrir vestursýn Norðmanna. Þegar á víkingatímanum litu Norðmenn til vesturs; Suðureyja, Írlands, Skotlands, Færeyja og Íslands. 

Þegar reynt er að toga þjóðir í aðrar áttir en þær hefðbundið halla sér þarf sterk rök. Evrópusambandið er ekki sterk rök, hvorki fyrir Norðmenn né Íslendinga.


mbl.is Betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afstaða þjóðarinnar endurspeglar málefnafátækt Evrópusinna, svo einfalt er það.  Evrópa hefur bara ekki meira að bjóða en svo

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr !

Haraldur Baldursson, 27.11.2009 kl. 14:33

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sammála

Birgir Viðar Halldórsson, 27.11.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góð grein í Mogganum í morgunn " Ein spurning og eitt svar dugar." eftir Írisi Róbertsdóttir.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.11.2009 kl. 20:05

5 identicon

Evrópubandalagið er engin rök. 

ElleE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband