Dýrasta ríkisstjórn Íslandssögunnar

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stefnir að því að verða dýrasta ríkisstjórn sögunnar með því að knýja í gegn samþykkt seinni útgáfu Icesave-frumvarps. Það mun kosta þjóðina 400 til 1000 milljarða króna.

Stjórnarandstaðan getur ein forðað ríkisstjórninni frá sjálfri sér og þjóðinni frá myrkraverkum hennar.

Icesave-frumvarpið þarf að ræða fram á vor.


mbl.is Gagnrýndu Jóhönnu fyrir að leyna bréfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að sjá þetta?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/26/skora_a_althingi_ad_samthykkja_icesave/

Hannes (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Sævar Helgason

Hvað getum við þvargað um þegar búið er að afgreiða ICESAVE ?

Kannski að fara vandlega í saumana á 300 milljarða kr. gjaldþroti Seðlabanka Íslands? Sú umræða gæti nægt fram á vorið. Við byrjum nú um áramótin að borga hærri skatta vegna þess gjaldþrots....

Sævar Helgason, 26.11.2009 kl. 16:46

3 identicon

Við skuldum ekki Icesave og þessvegna ætti að þvarga um það.  Við látum ekki fara svona með okkur að vera kúguð inn í nauðung.  VIð vitum heldur ekkert hvað það myndi á endanum kosta og það er vitfirring að skrifa undir óendanlega skuld sem við skuldum EKKI.

ElleE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband