Miðvikudagur, 25. nóvember 2009
ESB-kratar vita minna í dag en 1995
Alþýðuflokkurinn setti aðild að Evrópusambandinu fyrst á dagskrá kosningarnar 1995. Flokkurinn vildi skilgreina samningsmarkmið Íslendinga þannig að við héldum forræði okkar yfir fisveiðilögsögunni. Þegar utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, skrifaði umsókn til Evrópusambandsins í sumar lét hann undir höfuð leggjast að skilgreina samningsmarkmið.
Samningsmarkmið Íslands hafa enn ekki verið skilgreind, hvorki á vettvangi ríkisstjórnarinnar né samninganefndarinnar.
Ef málið varðaði ekki jafn mikilvæga hagsmuni og raun ber vitni væri hægt að hlægja að umsókn Samfylkingarinnar.
(Stefnuskráin er fengin sem pdf-skjal af bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar, sbr. hér. )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.