Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Byr er útrásarsjóður
Sparisjóðir voru samfélagssjóðir sem áttu viðskiptavini í nágrenni sínu. Á útrásartímabilinu voru sparisjóðir græðgisvæddir af stjórnendum og klíkufólki sem eignaðist stofnfjárbréf. Þetta var gert þrátt við mótmæli og viðvaranir viðskiptavina og löggjafans.
Spron fór til heljar og var það maklegt. Byr á að fara sömu leið og gerir það sjálfkrafa nema ríkisvaldið leggi útrásarsjóðnum til milljarða króna. Ríkisvaldið á ekki að taka peninga frá skattpíndri alþýðu til að halda uppi afgangi útrásar.
Húsleit hjá Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.