Mánudagur, 23. nóvember 2009
Leiktjöld í hönnun hjá Arion og Högum
Þegar Jón Ásgeir er bakatil en Jói - ég er bara kaupmaður - er látinn tala veit það á auglýsingaútgáfu feðganna fræknu. Bankinn veit, feðgarnir vita og alþjóð veit að skuldaklafi Haga er slíkur að enginn rekstur stendur undir. Feðgarnir hafa blóðmjólkað öll veð í árafjöld til að fjármagna útrásarfíflagang.
Núna vilja þeir fá afskriftir og halda fyrirtækinu til að taka snúning á ný. Hvers vegna ríkisbanki lætur draga sig endalaust á asnaeyrunum er óskiljanlegt.
Haga á að taka af Baugsfeðgum, brjóta upp og selja í einingum. Engin önnur lausn er boðleg.
Arion fær tilboð um 1998 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið rétt hjá þér.
Það vekur spurn hjá mér þegar banki leysir til sín fyrirtæki með þeim hætti sem Kaupthing/Arion banki gerði vissulega með Haga að fyrirtækið hlýtur því að vera í eigu bankans eða öllu heldur Íslenska ríkisins. Því er ótrúlegt að Arion skuli hafa vísað Þjóðarhaga frá í þessu máli þar sem þessi gjörningur hlýtur að snúast um að selja þessar eignir á hæsta verði.
Þessvegna hlýtur það að vera almenn krafa leita hæstu tilboða. Ég veit ekki hvaða kverkatak þessir menn hafa á kerfinu hérna en það virðist sem allir skjálfi ef þeir eru annarsvegar. Svo töluðu menn um Davíð greyið.
Hvað er í gangi?
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:54
Thad sama á ad gera vid skuldug sjávarútvegsfyrirtaeki.
Ómar Pétursson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:57
Svínaríið heldur áfram.
Þráinn Jökull Elísson, 23.11.2009 kl. 18:25
Ég held að það megi bóka að ekki verða peningar fluttir til Íslands við þessi viðskipti - heldur lánað og síðan endurfjármagnað osv. einsog gert hefur verið undanfarin ár í öllum viðskiptum þessara auðjörfa.
Grímur (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 19:03
Er ekki nýjasta yfirlýsingin sú að ekkert verði afskrifað?
Árni Gunnarsson, 23.11.2009 kl. 19:28
það blasir við að stór hluti af skuldum Haga er tapað fé fyrir ríkisbankann. Samt virðast feðgarnir njóta traust hjá bankanum. Það væri gaman að fá upplýst hvað þeir þurfa að tapa miklu til að glata þessu trausti.
Ólafur Jóhannsson, 23.11.2009 kl. 19:43
Það er skrítin yfirlýsing þegar það hefur komið fram í fjölmiðlum að það sé nú þegar búið að afskrifa 25 milljarða.
Það er alltaf að koma betur í ljós að samspillingin er einhver alspilltasti stjórnmálaflokkur Evrópu það er svona Berlusconi bragur á þessu öllu saman.
Georg Franklínsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 19:45
Hárrétt hjá þér Páll, Það er engin önnur lausn í boði. Annað þýðir búsáhaldabyltingu nr. 2!! Baugsfeðgar eru löngu búnir að ofbjóða þjóðinni með firringu sinni og hundruð milljaraða skulda og gjaldþrotahala. Hingað og ekki lengra, burt með þessa óreiðumenn úr íslensku viðskiptalífi.
Boðuðu ekki Samfylkingin og Vinstri grænir annars nýtt Ísland? Eða voru það bara orðin tóm?
Sigurður (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:04
Hvað þessir gaurar segja í dag hefur ekkert með það að gera hvað verður á morgun. Hefur einhver einhverja aðra reynslu af þeim? Núna er verið að leika sér að almenningi og þreyta hann, eins og í Icesave. Láta hann fá meira en nóg og þegar hann er orðinn ónæmur. Þá er hann dauðrotaður. Að vísu þora þeir ekki að ger það fyrr en eftir jólaverslunina, ef að eitthvað gæti klikkað í aðferðafræði spunakerlinga Baugsspillingarinnar. Betra að vera með allr sitt á þurru.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:53
Það er ákveðin þversögn í þessari yfirlýsingu Arion Ultra og þess ferlis sem fór af stað þegar hópur manna óskaði eftir að kaupa hlut 1998 í högum
"Í ilkynningu segist bankinn þurfa að taka sér tíma til að meta tilboðið og bera saman við aðra kosti í stöðunni þar sem málið sé flókið. Það sé í samræmi við þá meginreglu bankans að leita lausna á skuldavanda fyrirtækja með eigendum og stjórnendum. Niðurstöðu varðandi tilboðið sé að vænta um miðjan janúar."
Sem sagt, þegar tilboðið barst frá þessum aðilum sem vildu leggja inn tilboð og kaupa hlut 1998, þá var því svarað neitandi eftir engan umhugsunarfrest. Núna bregður hins vegar svo við að það þarf að meta tilboðið frá Jóhannesi fram í miðjan janúar á næsta ári!!!!!
Hvað er svona flókið við þetta tilboð frá Jóhannesi og hvað var þá svona einfalt við tilboðið frá þeim sem sendu inn tilboð í síðustu viku?
joi (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:11
Dream on, Páll. Hefurðu trú á að Samfylkingin leyfi það?
Helgi (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:20
Jón Á. Johannesson verður að útiloka úr fyrirtækjum. Og bankar geta ekki fengið að ofbjóða fólki út í hið óendanlega. Enn síður ríkisbankar. Við verðum að standa fast gegn þessu.
ElleE (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.