Mánudagur, 23. nóvember 2009
Ólögvarinn þjófnaður og Hagar
Eignastýringarkonan hjá Kaupþingi virðist samkvæmt fréttinni ekki jafn slyng og karlkyns starfsbræður hennar sem lögverja þjófnað með stjórnarsamþykktum. Glitnir hafi þann háttinn á þegar stóru hluthafarnir mökuðu krókinn á kostnað smælingjanna. Hæstiréttur staðfesti gjörninginn.
Stærstu eigendur Glitnis sáluga eru feðgar kenndir við Baug og eiga verslunarsamsteypu sem kallast Hagar. Kaupþing, sem nú heitir Arion, ætlar að færa Baugsfeðgum marggjaldþrota Haga á silfurfati; skuldir afskrifaðar og einokun fest í sessi.
Strákarnir sjá um sína.
Fjárdráttur hjá Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður ekki.
Björn Birgisson, 23.11.2009 kl. 00:54
Jú....
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 01:54
Ósvífni ef þetta verður - ég bara trúi því ekki
Jón Snæbjörnsson, 23.11.2009 kl. 07:35
Finnur Sveinbjörnsson er ótrúverðugur og raunar alveg getulaus til þess að gegna starfi bankastjóra. Hann hefur ítrekað fengið almenning upp á móti sér og bankanum með heimskulegum ákvörðunum sem eru algjörlega á skjón við vilja þjóðarinnar.
Stefán (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 09:24
Björn; eins og þetta horfir við þeim sem fylgjast með þá virðist það nú víst ætla að verða svo.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.