Laugardagur, 21. nóvember 2009
Nígeríubréf Glitnis og mannréttindi
Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri sagði það rán þegar ríkið yfirtók 75 prósent af Glitni í lok september á síðasta ári. Útrásarskáldið Hallgrímur Helgason fékk draumfarir sem birtust á netinu um alræði Davíðs Oddssonar á Íslandi og hversu Jón Ásgeir og Glitnismenn áttu bágt.
Áður en vika var úti reynist meint rán vera örlát björgunartilraun á banka sem var margfalt gjaldþrota enda bæði eigendur og stjórnendur fjármálaglópar.
Hlutabréfi í Glitni féllu stórkostlega í verði við yfirtöku ríkisins á 75% eignarhlut í lok september og viku síðar urðu þessi bréf algjörlega verðlaus rétt eins og í hinum bönkunum. Allir máttu vita um áhættuna að kaupa hlutabréf í íslenskum banka. Kaup á hlutabréfum í byrjun október 2008 var hreint glæfraspil.
Samkvæmt auglýsingu í Morgunblaðinu í dag voru þeir töluvert margir sem keyptu í Glitni rétt fyrir þrot bankans í trausti þess að ríkið myndi tryggja verðmæti hlutafjárins. Alls voru 878 viðskipti með Glitnisbréf upp á 3,9 milljarða króna.
Í auglýsingunni segir að í mörgum tilvikum hafi hlutafjárkaupendur tapað öllu sínu sparifé. Þeir ætla að stofna samtök og stefna ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Listin yfir þá sem keyptu Nígeríubréf í Glitni verður vonandi birtur.
Athugasemdir
Jæja Páll minn Vilhjálmsson, ekki-blaðamaður hjá Baugsmiðli. Litlu skrímslin keppast við að endurskrifa söguna. Hvernig væri að þú leitaðir upplýsinga hjá vinum okkar Þjóðverjum áður en þú bullar þessa endaleysu í boði DO?
Þjóðverjar voru tilbúnir til að bjarga Glitni en Seðlabankastjóri kom í veg fyrir það. Þjóðverjar voru að reyna að fórna minni áhættu fyrir meiri. DO og LÍÚ klíkan var ákveðin að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku JÁJ á bankanum.
Lánalína sem Þjóðverjar opnuðu á Glitni var yfirtekin af Seðlabankanum. Seðlabankastjóri ætlaði að tappa af þýsku lánalínunni til að "kaupa" 75% hlut í Glitni á gjafverði. Þjóðverjar lokuðu hins vegar snarlega á lánalínuna þannig að aldrei varð af meintum "kaupum" Seðlabankans eins og jafnvel þú getur flett upp.
Bara þetta Palli minn - vinsamlegast hlífðu þjóðinni við skrímslabloggi þínu. Reyndu að manna þig upp í að standa undir blaðamannsnafngiftinni.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:40
Hilmar, þú ert verr gefinn en skrif þín gefa tilefni til að ætla. Gerðu annað tveggja. Fléttaðu þér reipi eða taktu meðalið þitt.
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2009 kl. 13:09
Góður !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2009 kl. 13:43
Bestur! Ef ég flétta mér reipi er það til að nota á skrímsli eins og þig Palli minn, því einhver þarf að tjóðra ykkur niður. Ég þarf ef til vill meðal við og við en þið, skrímslin, þurfið rottueitur eða annað sterkara.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 14:34
Hilmar, þið hlaupið á tugum sem eruð Hafsteinssynir, skildu eftir kennitölu og/eða heimilisfang til að ég megi sækja til þín eitrið.
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2009 kl. 14:47
Ekki er tölvulæsið þitt hótinu skárra en þjóðmálalæsið Palli minn. Settu nú upp vönduðu blaðamannsgleraugun og lestu með mér það sem stendur í sviganum: (IP-tala skráð). Segir það þér eitthvað?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 15:12
Hilmar, við í kjötheimum höfum nafn, andlit, kennitölu og heimilisfang. Þú hefur nafn sem margir tugir bera, ekkert andlit og hvorki kennitölu né heimilisfang. Þú vísar á kennitölu tölvu og segir mér að leita. Kanntu annan?
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2009 kl. 15:19
Já Páll minn, ég kann annan. Það er einkenni á skrímslum og ræsisrottum að svara málefnalegum ábendingum með kjafthætti og útúrsnúningum. Ég benti þér vinsamlega á það að það er alþekkt í þýskum fjármálaheimi að fyrrverandi Seðlabankastjóri, DO, hafi verið gargandi fífl sem á óskiljanlegan hátt hafi gert allt það versta í vondri stöðu í undanfara Hrunsins.
Einkafjármálaráðgjafi Geirs Maybe var meira að segja nóg boðið - og er hann þó innvígður og innmúraður. Hringlið í DO, þegar hann kinkar kolli, var svo hávært að það heyrðist glögglega til Þýskalands.
Það segir ýmislegt um þig karlinn minn að mæra landráðamanninn DO. Ef til vill er litli blaðamaðurinn í þér bara þjakaður af misskildum ritstjórakomplexum.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 15:37
Hilmar, ,,alþekkt í þýskum fjármálaheimi", er sterk vísbending um blauta Baugsdrauma um að Jón Ásgeir sé fjármálasnillingur og Hilmar Hafsteinsson sérstakur fulltrúi hans sjáandi. Ef eitthvað er alþekkt þýskum fjármálaheimi er það jafnframt alþekkt í enskum, amerísku, sænskum og alþjóðlegum fjármálaheimi. Hver borgar þér laun fyrir að dreyma Baugsdrauma Hilmar Hafsteinsson?
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2009 kl. 18:26
Ekki skortir þig gömlu Valhallarfrasana Palli minn. Hvernig væri nú að þú gerðir "heiðarlega" tilraun (smbr. LaugardalsHöllufundinn) til að rannsaka hlutina sjálfur í stað þess að stunda ryðgaða kranablaðamennsku?
Kanntu kannski ekki þýsku hróið mitt?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 21:34
Hilmar, sendu mér þýsku heimildir þínar fyrir því sem er alþekkt í þýskum fjármálaheimi.
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2009 kl. 21:43
Ekki ætla ég að vinna vinnuna þín Páll minn, þú hlýtur að vera maður til þess að standa klár að því sjálfur eins og áhlaupinu á Kaupþing/Arion - eða hvað hann nú heitir sá góði banki.
Af gefnu tilefni vil ég benda þér á að lesa vel frétt á www.visir.is í dag:
"Telja íslensk stjórnvöld hafa rænt sig
Hópur fólks sem keypti hlutabréf í Glitni, eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í bankanum þann 29. september í fyrra, hyggst stefna ríkinu og endurheimta sparifé sitt. Eins og kunnugt er hrundi bankinn um það bil viku seinna og því tapaðist allt fé sem lagt hafði verið inn í bankann eftir 29. september.
Í auglýsingu sem birt er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag segir að hópur fólks, sem hafi verið rændur verulegum upphæðum af þáverandi stjórnvöldum og í mörgum tilvikum öllu sínu sparifé, hafi bundist samtökum og muni freista þess að endurheimta þessa fjármuni með málarekstri allt til Mannréttindadómstóls Evrópu ef með þurfi.
Hópurinn segir að eftir að stjórnvöld höfðu tekið 75% hlut í bankanum yfir þann 29. september hafi átt sér stað viðskipti með bankann að andvirði 3,9 milljarðar króna. Stjórnvöld hafi látið þess getið að bankanum væri ætlað að lifa til framtíðar og þannig myndi ríkið ávaxta sitt pund ríkulega þegar uppi væri staðið. Enginn önnur lausn hefði verið betri. Það hefði verið í ljósi þessa sem fjölmargir aðilar hefðu keypt í hlutabréf í Glitni fyrir fall hans í október."
(http://www.visir.is/article/20091121/VIDSKIPTI06/62518009)
... en Dabbi er jú besti vinur litlu skrímslanna - ekki satt Palli minn?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 22:04
Hilmar, þú hefur sem sagt engar heimildir fyrir því sem er ,,alþekkt í þýska fjármálaheiminum."
Þótt þú endurtækir ruglumbull áhættufjárfestanna í Nígeríubréfum Glitnis þúsund sinnum yrði dæmið aldrei annað en þetta: Áhættufjárfestingar geta leitt til taps. Hversu miklu tapaðir þú, Hilmar?
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2009 kl. 22:19
... ég hef góðar heimildir frá vinum okkar í Þýskalandi Páll minn. Þýska bankakerfið var að falli komið haustið 2008 en Þjóðverjar höfðu vit á því að verðfella ekki bankana með yfirtöku í fjölmiðlum á mánudagsmorgni. Þýska stjórnin samdi við eigendur bankanna á bak við tjöldin og gaf þá skýru yfirlýsingu að bankarnir stæðu vel. Nokkrum vikum seinna yfirtók svo ríkið bankana þegjandi og hljóðalaust. Lítið sem ekkert verðfall varð á hlutabréfum og þýska stálið stóðst hremmingarnar.
Á Íslandi var þessu öðru vísi farið. Vitleysingur með minna en ekkert vit á Seðlabankastjórn gekk fram með offorsi og hafði forsætisráðherrann í vasanum og fjármálaráðherra í aftursætinu. Þetta viðundur hélt að litla Ísland gæti leikið sama leik og Bandaríkin léku gagnvart Evrópu. Wa-Mu leiðin reyndist hins vegar ófær og Stóra Planið reyndist hrapalleg tálsýn.
Þú getur bullað út í eitt Palli minn og rifjað upp alla frasana í bókinni, en það breytir samt ekki því að Ritstjóranefnan þín er margfaldur landráðamaður - bæði af ásetningi og gáleysi. Hann verður tekinn snyrtilega niður í fyllingu tímans. Þeir sem kusu þetta skoffín yfir sig ár eftir ár bera mikla ábyrgð og koma til með að þurfa að gangast við henni.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.