Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Útrásarmaður í félagsmálaráðuneyti
Yngvi Örn Kristinsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, vill 230 milljónir króna úr þrotabúi bankans. Á meðan hann bíður niðurstöðu fjárkrafna sinna er Yngi Örn talsmaður félagsmálaráðherra um úrræði heimila í greiðsluvanda.
Yngvi Örn vann að frumvarpi félagsmálaráðherra um greiðsluaðlögun en inn á milli úrræða fyrir venjulegt fólk var skotið sérúrræðum fyrir útrásarfólki sem vildi létta skattbyrði sína. Vegna árvekni stjórnarandstöðuþingmanna var sérúrræðinu, sem laut að skattfrelsi, kippt út á síðustu stundu.
Yngi Örn er rangur maður á röngum stað í félagsmálaráðuneytinu.
Athugasemdir
Ég held að hann ætti nú að reyna að fá sér vinnu annarstaðar heldur en í þessu ráðuneyti ef hann lætur svona.
spritti (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:14
Sama má segja um Árna Pál. Rangur maður á röngum stað á vitlausum tíma
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.11.2009 kl. 09:17
Félagsmálaráðherra má ekki við meiri óvinsældum og ætti því að sjá sóma sinn í því að láta Yngva Örn fara úr Félagsmálaráðuneytinu hið bráðasta. Jóhanna Sigurðardóttir á að sjálfsögðu að fylgja málinu eftir.
Stefán (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:33
Ég tel að bæði Árni og Yngi ættu að segja af sér - strax.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er ekkert betri (þó svo að Samfylkingin haldi annað), en fyrri ríkisstjórnir varðandi vina og pólitískar ráðningar. Sukkið heldur áfram.
Birgir Viðar Halldórsson, 18.11.2009 kl. 10:37
Er ekki félagsmálaráðherra einnig kolvitlaus maður á röngum stað og röngum tíma? Annar eins álfur held ég að hafi varla setið á þingi fyrr.
Halldór Egill Guðnason, 18.11.2009 kl. 11:16
Þessi maður kann að gera kröfur. Ég vil fá hann til að móta kröfugerð ASÍ.
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 11:22
Hvað eru allir þessir innherjaviðskiptaaðilar að sækja á bankann? og hvað er þessi maður að gera í ráðuneytinu - Ísland er með ólíkindum - hélt að þetta væri ekki hægt en maður verður bara meira og meira hissa með hverjum deginum.
Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2009 kl. 12:13
Hver er fortíð þessa Yngva Arnar Kristinssonar,Hvað gerði hann áður,og er þetta sami Yngvi Örn er átti þátt í hruni fyrirrennara Lýsingar.??Þetta heyrist á spjalli manna.? ? ? ? .
Númi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 13:38
Ertu ekki að grínast, Páll?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:07
"nýja ísland" samfylkingar tekur á sig nýja mynd á hverjum degi. Aðstoðarmaður Jóhönnu þurfti að segja sig frá borgarfulltrúatign vegna einhvers klúðurs og sukks í kringum einhvert útgáfufélag sem hann stýrði.
Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra var einn af lykilstjórnendum landsbankans sem skuldar nú líklega 5300 milljarða umfram eignir.
Kristján Guy Burges, sem var aðstoðarmaður Össurar fékk víst feitar millur fyrir einhver ráðgjafastörf fyrir forsetaembættið, iðnaðarráðuneytið og einhver fleiri embætti stýrt af krötunum.
Núverandi aðstoðarmaður Össurar er hins vegar Einar Karl Haraldsson. Hann hefur verið ráðinn í hvert embættið á fætur öðru, án þess að staðan væri auglýst. Var líka einn af þeim sem áttu hvað mestan þátt í að hefja Ólaf Ragnar til forsetaembættis. Allir vita hvað það hefur leitt yfir okkur.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra er líka trú þeirri stefnu krata að púkka sem mest upp á afdankaða bankamenn. Arnar Guðmundsson vann í Landsbankanum meðan þar hrönnuðust upp skuldir sem landsmenn sitja nú uppi með og þurfa að standa skil á, þökk sé klókindum þeirra sem þar fóru með völd.
Það er greinilegt á öllu að Samfylkingin, sem hefur haft það fyrir sið að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um hvernig er komið, ætlar sér að planta í stólana fyrrum bankamönnum, fólki sem hefur þurft að segja af sér vegna fjármálamisferlis og annara miður kræsilegra hluta.
Það væri nú gaman að heyra frá samfylkinarfólki hvernig þeir útfæra "nýja ísland" og hvernig þeir útfæra "skjaldborg heimilanna" þessa dagana? Það fer frekar lítið fyrir þessum frösum hjá þeim.
joi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:51
"Samfylkingin sér um sína" ætti að vera kjörorð þessa flokks.
Segja má að Samfylkingin sé orðin stærsta vinnumiðlun landsins.
Og hvað með Hrannar hennar Jóhönnu? Var hann ekki í einhverju skatta- og fjármálaveseni með eitthvert bókaforlag?
Magnús St. Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:57
Svart Á Hvítu,minnir mig að bókaforlag Hrannars og Helga Hjörvars hafi heitið,og þar kom blessaður fyrrverandi fjármálaráðherra þeim til bjargar á sínum tíma,,,'Ólafur Ragnar Grímsson,hin eini sanni.
Númi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.