Jóhönnuráðuneytið í þjónustu auðmanna

Félagsmálaráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir þótti traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður og hélt á lofti félagslegum sjónarmiðum. Þess vegna varð Jóhanna forsætisráðherra eftir hrun. Andi Jóhönnu virðist ekki svífa lengur yfir vötnum félagsmálaráðuneytisins. Í stað þess að leggja þeim lið sem höllum fæti standa er búið að gíra ráðuneytið inn á að þjónusta auðmenn sem vilja lækka skatta sína.

Ef ekki væri fyrir vökul augu stjórnarandstöðuþingmanna hefði félagsmálaráðuneytið smyglað skattaafslætti handa auðmönnum inn í frumvarp um greiðsluaðlögun heimilanna. Aðalsteinn Hákonarson hjá eftirlitsdeild Ríkisskattstjóra útskýrir tæpitungulaust að skattaafslátturinn þverbrýtur meginhugsun skattalaga.

Síðast þegar fréttist hefur ekki heyrst múkk frá félagsmálaráðuneytinu. Er verið að undirbúa aðra tillögu til að redda auðmönnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara ekki að fatta þetta auðmannadekur hjá Félagsmálaráðuneytinu og ríkisstjórninni yfir höfuð. Það voru auðmenn sem komu okkur á hausinn og það á að skattleggja þá duglega og eins á að sjálfsögðu að skattleggja afskriftir þeirra í bönkunum og öll kúlulánin.  

Stefán (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:50

2 identicon

Nei, engill Jóhönnu er fallinn.  Líka Steingríms.  Og það er eitthvað bogið við eða gruggugt undirliggjandi allri auðmanna-hjálpinni og niðurfellingunum og ætluðum skattaafstlætti.  Venjulegar fjölskyldur mega vera skatt- og skuldpíndar og kastað út í kuldann þó.  Hvílík félagshyggjustjórn???   Heitið er eitt stórt joke.  Hvílík ósvífni. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 11:17

3 identicon

Sæll Páll,

Rétt að leiðrétta misskilning sem í þessari færslu. Ákvæði um niðurfellingu skatta vegna mögulegra afskrifta skulda var ekki í frumvarpi ráðherra heldur komu þær hugmyndir upp í meðförum málsins í þingnefnd. Nefndin ákvað svo að vísa þeirri umræðu í efnahags- og skattanefnd.

Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 12:11

4 identicon

Fram kom í DV á sínum tíma að núverandi félagsmálaráðherra er í hópi þeirra fjölmörgu stjórnmálamanna sem þáðu "styrki" af Baugi.

Það eitt ætti auðvitað að nægja til þess að maðurinn segi af sér en verði hrakinn úr embætti ella.

Þetta á að gilga um ALLA stjórnmálamenn í ÖLLUM flokkum.

Hvernig geta stuðningsmenn Samfylkingarinnar réttlæt það fyrir sjálfum sér, hvað þá þjóðinni, að í ríkisstjórninni sitji fólk sem þáði peninga af mönnunum sem sttu landið á hausinn?

 Hvernig er hægt að réttlæta þetta?

Auðvitað gildir það sama um aðra stjórnmálamenn sem voru á mála hjá glæpalýðnum. Nú í dag var upplýst  að Gísli Marteinn hefði verið einn styrkþega Baugs.

En hvernig getur fólk á þingi sem þáði peninga af þessum mönnum dæmt þjóðina í skuldafangelsi og til fátæktar?

Karl (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:14

5 identicon

Já, hvernig geta þeir dæmt fólkið í landinu í skuldafangelsi???  Hafa þeir ekki sál eða neitt vit?  Og tek undir með Karli. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:55

6 identicon

Félagsmálaráðherran og verðbréfabraskarinn(banka) hann Árni Páll,er með slöppustu embættismönnum sem þjóðin hefir alið.Samfylkingin/Samspillingin eru að koma þjóðinni undir hendur Brusselmafíunnar,og takið eftir að sú heilaga Ingibjörg Sólrún verður gerð að sendiherra um áramótin,Össur hin rammspillti þarf að losna við hana og það helst úr landi.

Númi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband