Morðgáta Steingríms J., Jóku og Domma

Annað hvort eru fjármálaráðherra og forsætisráðherra Íslands að segja ósatt eða framkvæmdastjóri Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.

Steingrímur J. og Jóhanna Sig. hafa sagt okkur að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fáist ekki nema við fáum niðurstöðu í Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga. Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri sjóðins segir engin Icesave-skilyrði af hálfu sjóðsins.

Lygin um Icesave er eins og morgáta. Fyrsta spurningin er hver græðir á lyginni. Fjármálaráðherra Íslands og forsætisráðherra sama lands hagnast margfalt á við þann hag sem framkvæmdastjórinn gæti hugsanlega, mögulega, kannski haft af því að ljúga til um skilyrði.


mbl.is Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Opna, glæra, gagnsæja Ísland.

Ragnhildur Kolka, 13.11.2009 kl. 22:36

2 identicon

Lygar er það eina sem þessi stjórn getur sagst hafað lagt einstaka rækt við.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Jón Sveinsson

þÁ VERÐUR ICEF EKKI SAMÞYKKT EN EF ÞAÐ VERÐUR SAMÞYKKT ÞÁ ER STJÓRNIN MEÐ ALT SITT LIÐ LANDRÁÐSLÍÐUR OG Á HÖGGSTOKKIN MEÐ ÞAU ÖLL.

Jón Sveinsson, 13.11.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ég er svo heit að ég þori ekki að tjá mig eins og þetta mál gerjast í minni sál.    Að hugsa sér þetta eru Íslendingar,þessi stjórn,færandi drottningu U.K.  hjarta landa sinna á silfurfati.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2009 kl. 00:51

5 identicon

Síðan hvenær hafa stjórnmálamenn sagt satt? Ekki halda að Steingrímur sé heilagur erkiengil bara af því að hann hefur alla sína tíð verið í stjórnarandstöðu. Menn læra ýmislegt í stjórnarandstöðu á 20 árum. Hann er fullnuma í lýginni. Hræsninni. Enda næzti forsætizráðherra þegar fyrrverandi flugfreyjan kveður.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 01:07

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Það er mín bjargfasta sannfæring að allir þeir þingmenn sem í villu síns vegar, vitgrannir óhæfir menn, eða af hreinum bleyðuskap, hafa ekki þor til að neita icesave verði þó seinna sé dregnir fyrir dóm og sekir fundnir.

Íslenskur almenningur er seinþreyttur til að standa fyrir rétti sínum, en ef svo hrapallega fer að stjórnvöld geta með minnsta mögulega meirihluta samþykkt icesave, þá grafa þeir sína gröf.

Almenningur sem þarf að ástæðulausu að axla skuldir óreiðumanna mun standa upp og ganga frá þeim sem samþykktu.

Alþingi, Öxará, Drekkingarhylur voru þau hugtök og meiningar sem þjóðin sammæltist um þegar grra þurfti upp við við menn sem höfðu unnið öðrum tjón.

Kolbeinn Pálsson, 14.11.2009 kl. 01:10

7 identicon

Ég öskra mig í svefn af reiði á hverju kvöldi yfir vitfirringunni í þessari vitstola ríkisstjórn. Gefa atvinnulífinu bara puttann og hreint og beint koma í veg fyrir að það geti staðið í lappirnar með því að hindra framkvæmdir, leggja á það ofurskatta og stefna grundvallar atvinnuveginum í háska með ábyrgðarlausu blaðri um fyrningarleið og hótanir um upptöku kvóta. Þjarma að fjölskyldum landsins með tekjuskatti, hækka vöruverð og bensín. Gefa útrásarvíkingum upp sakir, vilja afhenda ESB lyklana að stjórn landsins um aldur og æfi, halda upplýsingum leyndum fyrir þinginu, hóta eigin þingmönnum sem standa á sannfæringu sinni og hæðast þannig að lýðræðislega kjörnum fulltrúum fólksins, vilja ofurskuldsetja fjölskyldurnar með því að kokgleypa Icesave með húð og hári.... arg hvað ég er reiður út í þetta fólk.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 02:34

8 identicon

Núverandi ríkisstjórn á skilið svo ljótt lýsingarorð fyrir (níðings)verk sín að orðið hefur ekki  ennþá verið fundið upp !!!

Það er ekki til vottur af æru í þessu hyski. Mér þykir það einstaklega sárt að svona sé komið fyrir okkur, því heitast af öllu vonaði ég að drullan væri einungis staðbundin í sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og samfylkingunni... ekki í vinstri grænum.

Nú er enginn flokkur traustsins verður og er hægt fyrir laskaða þjóð að fá verri örlög en það ??

runar (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:44

9 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það eru allir stjórnmálaflokkar landsins gjörónýtir. Við skulum stofna nýjan flokk. Réttlætisflokkinn.

Sigurður Sveinsson, 15.11.2009 kl. 07:40

10 identicon

Mótmæli 21.Nóv á austurvelli. Allir að mæta!!!

Geir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband