Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Kjörþyngd Gróttumanna
Okkur Seltirningum sárnaði þegar íþróttafréttamaður gerði hróp að leikmönnum karlaliðs Gróttu og sagði þá yfir kjörþyngd. Allir vita að smávegis hold yfir beinin er nauðsynleg vörn gegn kulda, sérstaklega þegar búið er á næðissömu nesi.
Gróttumenn sýndu í kvöld að skriðþungi íþróttamanna er ekki háður holdafari heldur þreki og keppnisskapi og þeir rúlluðu yfir Fimleikafélag Hafnarfjarðar.
Áfram Grótta.
Grótta skellti FH í Kaplakrika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.