Fjórflokkur og þjóðfundur

Fjórflokkurinn valdar opinbera umræðu. Almennt líta þátttakendur í stjórnmálum svo á, þótt sjaldnast sé það sagt upphátt, að flokkarnir fjórir rúmi stjórnmálaumræðuna sem þjóðin þarf. Viðhorfið er að breidd fjórflokksins sé slík að ekki sé þörf á öðrum vettvangi.

Stundum er fjórflokkurinn skoraður á hólm, núna síðast með framboði Borgarahreyfingarinnar, en einatt stendur fjórflokkurinn keikur eftir atlöguna.

Utan fjórflokksins eru fulltrúar viðhorfa og sjónarmiða sem stundum reyna nýjan vettvang stjórnmálaumræðu. Á hinn bóginn er hætt við að þegar hlutir eins og þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga fer af stað að annað tveggja gerist. Að hagsmunaöfl yfirtaki sviðið eða að kverúlantar leggi undir sig hreyfinguna. Hvorugt er ávísun á langlífi félagasamtaka.

Jónas Kristjánsson er ekki bjartsýnn á að þjóðfundurinn takist og viðrar efasemdir um aðferðir og fyrirkomulag.

 Tilraunin er í það minnsta virðingarverð.


mbl.is Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónas Kristjánsson er bitur og gamall og ekki bjartsýnn á neitt.

IO (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:55

2 identicon

Tja, held það eigi nú ekki að stofna neina hreyfingu út úr þessu. Og þó það vilji einhver 'kverúlant' ráða þá ræður hann í mesta lagi yfir einu borði af 162 :)

Ekkert nema gott mál og leiðindaraus í honum Jónasi.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband