Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Brandarafélagið ASÍ
Forseti ASÍ viðurkennir að hafa fallist á launalækkun, bara ekki svona mikla. Eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu forsetans
Báðum þessum hugmyndum hafnaði samninganefnd ASÍ strax og tilkynnti SA að við myndum aldrei samþykkja svona mikla frestun á launahækkunum- þeir gætu eins sagt kjarasamningum upp strax. (Leturbreyting pv)
Punkturinn í málinu er að ASÍ semur um lágmarkstaxta, nær öll laun eru þar fyrir ofan. Stéttarfélag með lágmarksvirðingu fyrir baráttu launþega myndi aldrei fallast á að lækka lágmarkstaxta.
Ef allt væri með felldu hjá ASÍ hefði það sagt Samtökum atvinnulífsins að éta það sem úti frýs. ASÍ er hins vegar í bandalagi við SA um að stjórna landinu og var alveg til í að fórna umsömdum launahækkunum í þágu samstarfsins. Hagsmunir launafólks eru ekki í forgangi hjá ASÍ.
Segir fullyrðingar Ragnars rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Týndu skuldabréfin skráð á heimasíðu skilanefndar Glitnis
Skuldabréfin sem upphaflega voru sögð týnd hjá skilanefnd Glitnis voru skráð á h...
Lúðvík Lúðvíksson, 10.11.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.