Fjölræði í stað hlussuveldis

Fjölræði þarf að koma í stað hlussuveldis útrásartímans þegar Baugshlussan, Bakkavararhlussan og systir hennar Kaupþingshlussan sátu yfir hlut almennings ásamt Björgólfshlussunni.

Til að fjölræði skjóti rótum þarf að virkja ríkisbankana til að brjóta upp afganginn af hlussuveldunum, t.d. Haga, 365-miðlar og Exista.

Stjórnvöld þurfa líka að leggja línur. Jóhanna og Steingrímur J. eru furðu fámál um hvernig atvinnulíf þau vilja sjá þrífast hér. Hvers vegna er ekki rætt um að starfsmenn fyrirtækja fái aðstoð að taka þau yfir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sammála þér þarna ágæti Páll.

Ég tel að skýrt liggi fyrir hvernig atvinnulíf þau Jóhanna og Steingrímur vilja byggja upp hér á landi.

Það er sósíalískt atvinnulíf. Þetta fólk stefnir að því að koma hér á horfnum sósíalisma áttunda áratugarins í Svíþjóð. Þetta fólk er tekið að gamlast og er staðnað. Það lifir í heimi eigin hugmynda sem hafnað hefur verið á Vesturlöndum á síðustu 20 árum eða svo.

Hvert er stefnt? Jú, gegn því að hér verði komið á sænskum sósíalisma fortíðarinnar verður haldið hlífiskildi yfir spillingunni sem grasserar innan Samfylkingarinnar og lýsir sér best í því að á þingi og í sjálfri ríkisstjórninni situr fólk sem þáði PENINGAGREIÐSLUR sem kallaðar eru "styrkir" frá útrásarmönnum og fyrirtækjum þeirra.

Hvar annars staðar væri það liðið að fólk sem þáði peninga af mönnunum sem settu þjóðfélagið á hausinn væri að véla um framtíð heillar þjóðar sem orðið hefur fyrir gríðarlegu áfalli af völdum þessara sömu manna?

Þetta er svo ótrúlegt að því verður ekki með orðum lýst.

Skjaldborgin sem slegin hefur verið hefur verið slegin um pólitíska spillingu í landinu. Hún er mest innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en þó ekki bundin við þessa flokka.

Í ljósi þess að Samfylkingin er í forystu innan  ríkisstjórnarinnar og ræður m.a. yfir forsætisráðherraembættinu er ábyrgð þess flokks - og stuðningsmanna hans - mest.

Óskiljanlegt er að siðað fólk geti kosið Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn.

Kúrsinn er því klár.  Sósíalískt samfélag samkvæmt uppskriftum VG sem sóttar eru ein 30 ár aftur í tímann gegn því að staðinn verði vörður um spillingaröflin sem keyptu Samfylkinguna og eiga flokkinn.

Karl (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband