Mánudagur, 2. nóvember 2009
Les Kaupþing skriftina á veggnum?
Viðbrögð við vangaveltum um að Kaupþing ætli að afskrifa stórar fjárhæðir skulda eigenda Haga, sem til skamms tíma svörðu nafninu Baugsfeðgar, eru ótvíræð og öll á einn veg. Allsherjarfordæming samfélagins á meintu ráðabruggi ríkisbankans hlýtur að kveikja ljós hjá forráðamönnum þar á bæ.
Hagar reka margvíslega smásöluverslun. Þeir eru margir bæði kunna að eiga og stjórna matvöruverslun og fatabúðum.
Kaupþing á að leysa til sín eignir Haga og selja í smáum einingum. Tapið sem kynni að verða af þeim ráðstöfunum er smáræði í samanburði við þá holskeflu hörmunga sem Kaupþing kallar yfir sig með því að afskrifa skuldir Baugsfeðga og leyfa þeim að halda rekstrinum.
Tugmilljarða afskriftir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki vil ég verja hugsanlegar afskriftir á skuldum Haga. Hins vegar vil ég benda á að íslendingar hafa kosið sér þingmenn sem geta sett bönkunum lög um hvað og hvernig þeim er heimilt að afskrifa. Þar að auki eru bankarnir nú í eigu ríkisins og þar með undir stjórn ríkistjórnarinnar. Ég hélt að öllum væri ljóst að meðverkandi þáttur í því hruni sem varð, var vöntun á regluverki og eftirliti með bönkunum. Það ætti því að vera forgangsverkefni stjórnvalda og Alþingis að bæta úr því. Að mínu mati liggur höfuðábyrgðin á því pukri og þeirri leynd sem viðgengst í bönkunum hjá Alþing. Því fólki sem var kosið af almenningi til að gæta hagsmuna almennings. Það er sárgrætilegt hversu fáir þingmenn taka þá ábyrgð alvarlega.
Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 20:56
Kannski að einhver atvinnulaus láti prenta spilastokk með myndum af þeim 52 sem aðalábyrgðina bera og svo gæti fylgt með myndir af Finni, Birnu og Ásmundi sem jókerunum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 21:07
Ef ég man rétt eru 63 á Alþingi, þannig að spilastokkurinn dugar ekki nema bæta við slatta af jókerum
Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 21:10
Hvað er í gangi? Þjóðfélagið er að missa vegna máls Haga. Allir fréttatímar eru fullir af umfjöllun um eitthvað sem enginn veit nein deili á. Hvernig væri að Kaupþing, ríkisbanki, og "eigendur" Haga upplýstu þjóðina um hvað hér er í gangi? Eru skuldir Haga 48 þúsund milljónir? Hve miklar í alvöru peningum? Hve miklar í froðupeningum? Um hvað sömdu Hagamenn og bankinn? Burt með bankaleyndina og allt helvítis pukrið. Sannleikann, takk!
Ef Kaupþing semur þannig við þessa markaðsráðandi fjárglæframenn, að þeir haldi sínum gjaldþrota fyrirtækjum, þá verður hér allt vitlaust. Hér er komið gullið tækifæri til að brjóta auðhringinn upp og gefa öðrum tækifæri á að spreyta sig. Eru þessir helstu fjárglæfraóvinir Íslands ekki búnir að fyrirgera öllum sínum rétti. Hvað þarf eiginlega til?
Björn Birgisson, 2.11.2009 kl. 21:14
Man einhver Samspillingarorgið í júlí þegar Björgólfsfeðgar buðust til að greiða 50% skuldar sinnar við sama banka, uppá 3 miljarða og á móti fá 3 miljörðum sem yrðu afskrifaðir? Það er heilum 47 miljörðum minna en Jón Ásgeir ku eiga að fá afskrifað af því að hann þykir svo "traustur" samstarfsaðili að mati Nýja Kaupþings.
Í viðtali við Fréttablaðið 9. júlí sagði fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon:
„Ég þekki ekkert til þessa máls og hef engin afskipti af því haft. Ég er í viðkvæmri stöðu til að tjá mig um málið; farandi með eignarhald bankans, en sem hver annar borgari þessa lands get ég sagt eftirfarandi: Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa fyrr en fullreynt er með innheimtur á því.
Ætli það reynist flókið fyrir Jón Ásgeir að fá þessa 50 miljarða frá Samfylkingunni sem greiðlsu upp í kosningavíxilinn?
Það væri athyglisvert að fá nákvæma skilgreiningu frá Nýja Kaupþingi um hvað þurfa þeir aðilar að hafað unnið til þess að teljast "ótrustavekjandi" samstarfsaðilar?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 21:51
Núna er kannski tækifærið til að losa okkur við þennan skaða, Jón Á. Jóhannesson, fyrir fullt og allt úr bönkum og fyrirtækjum landsins? Nei, það eru ekki fréttir sem við heyrum, heldur er ýtt undir reiði almennings með óljósum fréttum um að gefa honum TUGI MILLJARÐA og leyfa honum líka að halda fyrirtækjunum. Hann og hinar rygsugurnar eiga ekki að fá eyri gefinn af ríkisbönkunum og enn síður halda neinu eftir það. Það væri ótrúlega ósvífið, svipað og Icesave gegn þjóðinni.
Geturðu hann ekki bara flutt til Englands?
ElleE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 22:15
Getur hann ekki bara flutt?
ElleE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 22:16
Las ég í alvöru þarna að ofan að verið væri að tala um 50 MILLJARÐA?
ElleE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 22:19
Því miður ber ég ekkert traust til banka íslands og hugur minn segir svo til að það muni eiga við um flesta íslendinga.
Sigurður Haraldsson, 2.11.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.