Engin pólitísk forysta fyrir endurreisninni

Ríkisbankinn Kaupþing virðist ætla að gefa einum alræmdasta útrásarauðmanninum tugmilljarða afslátt á skuldum og leyfa honum að hafa áfram kverkatak á matvöruversluninni í landinu. Vegna þess að engin pólitísk forysta er fyrir endurreisninni eru bankamenn með siðferðisbresti orðnir ofvirkir og eftirlitslausir reyna þeir að endurbyggja útrásarrekstur með opinberum fjármunum.

Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist þegar kemur að almennri stefnumótun fyrir endurreist atvinnulíf. Ráðherrar virðast uppteknir við smáskammtalækningar hingað og þangað en láta reka á reiðanum þegar kemur að meginmálum.

Tiltrú útlendinga á endurreisninni á Íslandi eykst ekki þegar þeir sjá útrásarauðmenn leika lausum hala og fá peninga frá ríkisbönkum til að efna til að byggja nýja loftkastala.

Ríkisstjórn Jóhönnu þarf að koma sér að verki en hverfa frá að öðrum kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnur Sveinbjörnsson hinn ríkisrekni hefur sko ekki umboð þjóðarinnar fyrir þessum glæpsamlega gjörningi sínum. Sá maður kann sko að kalla yfir sig hatur þjóðarinnar !!!  Og Páll, þú varst flottur í Silfri Egils í gær. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góðan dag Páll.  Ég horfði á Silfur Egils seint í gærkveldi, ég vil þakka þér fyrir þitt framlag í þættinum, þú komst vel út að mínu mati.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.11.2009 kl. 09:52

3 identicon

Social Darwinismi - Survival of the Richest

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband