Grunur um glæp á Alþingi

Grunur vaknar um glæp á Alþingi þegar frumvarp fær hraðferð að lögum. Nýsamþykkt lög um greiðsluaðlögun fóru á ljóshraða í gegnum þingið. Þór Saari vekur máls á lögunum og segir þau óskapnað.

Samhliða lögunum sem samþykkt voru átti að breyta skattalögum til að kúlulánaliðið þyrfti ekki að greiða skatt af niðurfelldum lánum. Breytingin var dregin tilbaka.

Hrunverja á þingi verður að afhjúpa strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það þarf að skipa opinbera nefnd til að rannsaka hvað þarna gerðist.  Allur málatilbúnaður og meðferð þingmanna á þessu máli vekur grunsemdir en umfram all staðfestir það hversu sorglega óhæfir meirihluti þingmanna eru til að skilja hvaða lög þeir eru að fjalla um ef þeir þá nenna yfirleitt að lesa frumvörpin og fylgiskjölin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.10.2009 kl. 14:34

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta virðist vera högg fyrir neðan beltisstað að lán heimilanna verði bara lengd og í reynd lítil eða engin leiðrétting (samkvæm Silfrinu í dag) en gæpamennirnir og fjárhættuspilararnir fái öll sín vandamál felld niður.

Hverjir stóðu fyrir bankahruninu?

Samkvæm Silfri Egils í dag Þá fjárfestu bankarnir um 50% í sjálfum sér með lánum sem þeir veittu fjárhættuspspilurum. Þar sem bankarnir þrír voru um 80% af hlutabréfamarkaðnum þá var 40% hlutabréfaeign í bönkunum eins og að einn aðili ætti 80% af hlutabréfamarkaðnum og þar af um helming í sjálfum sér. Það var sem sagt enginn markaður, allt tóm blekking.

Sigurður Sigurðsson, 25.10.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er mjög tortrygginn svo ekki sé meira sagt.

Finnur Bárðarson, 25.10.2009 kl. 16:08

4 identicon

Þetta liktar svo illa að manni verður hreinlega flögurt

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 16:53

5 identicon

Einbeittur brotavilji hjá Samfylkingunni og hinna flokkana og Ólína Þorvarðardóttir leyfir sér að heimta afsökunarbeiðni frá Þór Saari til þingheims, og það fyrir að hafað sagt sannleikann.  Hún reyndi að blogga um sína hlið málsins á Eyjunni, og var afgreidd snyrtilega af lesendunum.  Ráðherrann og gáfumennið Árni Páll Árnason fullyrðir að Þór skilji ekki útá hvað málið gengur.  Alltaf sama sagan. Fjármál ráðherra og þingmanna og aðstandenda þeirra á að rannsaka og það strax.  Þeir sem verða gripnir með höndin ofaní kökuboxinu á að draga fyrir landsrétt.  Svo heldur fólk að hrunið er allt ábyrgð eins stjórnmálaflokks, meðan það hefur alltaf tíðkast að fjórflokkarnir hafa fjórðungs spillingakvóta hver.  Þetta eru höfundar frumvarpsins: 

Árni Þór Sigurðsson Vg,
Guðbjartur Hannesson Sf,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Vg,
Guðmundur Steingrímsson F,
Jón Gunnarsson S,
Lilja Rafney Magnúsdóttir Vg,
Ólína Þorvarðardóttir Sf,
Pétur H. Blöndal S,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sf.

Ef þau eru menn til að þora að sanna sakleysis sitt, þá hljóta þau að krefjast rannsóknar á málinu strax..

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:12

6 identicon

Væri ekki rétt að leita álits lögfræðinga á málinu?

Gef orðið lítið fyrir það sem ÞórSaarinn segir.

Finnst alltaf jafn skrýtið hvað fjölmiðlar og bloggarar eru reiðubúnir að gera mikið úr því sem hann lætur út úr sér.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 18:13

7 identicon

Fjórflokkurinn var sammála um þetta frumvarp á föstudaginn.

Mjög líklega hrossakaup: Í staðinn fyrir að fá þessa heimild til niðurfellingar fyrir kúlulánþega (örugglega hátt settir Sjálfstæðisflokksmenn), þá munu Sjallar greiða atkvæði með Icesave-frumvarpinu. Þá skera þeir úr snörunni VG-þingmenn, þá sem vilja vera á mót Icesave!

Rósa (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband