Fimmtudagur, 22. október 2009
ASÍ vill samstöðu um eymd
Launasamningar á Íslandi eru að jafnaði um lágmarkslaun. Frjálst er að borga hærri laun en samningar segja til um. Forseti ASÍ vill miða launataxta við afkomu ruslfyrirtækja sem ættu að fara lóðbeint á hausinn. Aðferð ASÍ er sósíalismi eymdarinnar; þótti ekki góð latína fyrir 2007 og þykir ekki enn.
Heitar umræður um leiðir í kjaramálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.10.2009 kl. 22:15
Páll.
Ég er búinn að spá í þessi mál lengi og er niðurstaðan sú að launþegasamtök hafa gengið í björg óraunhæfrar þjóðarsáttar. Það er erfitt að útskýra þá skoðun í stuttu máli en ég bendi á frekar lélegt blogg mitt um málið sjá http://issi.blog.is/blog/issi/entry/947716/ . Menn geta rifist um framsetningu en efnið stendur. Vonandi nennir einhver að skoða þetta betur og skrifa góða grein um heildamyndina.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:01
Er verið að vekja upp hinar gömlu aðferðir við gerð kjarasamninga. Þegar geta atvinnulífsins var metin eftir verst reknu fyrirtækjunum. Þegar skussar í útgerð heimtuðu gengisfelllingar þegar reksturinn var að komast í þrot! Þessar aðferðir sem þóttu gefast svo vel á "viðreisnar" árunum.
Auðun Gíslason, 22.10.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.