Miðvikudagur, 21. október 2009
Gjaldmiðlavandræði í Evrópu
Evrópa þolir ekki að evran kosti einn og hálfan dollar. Útflutningsfyrirtæki tapa mörkuðum og verða að fækka fólki. Samdráttur í efnahagkerfinu og aukið atvinnuleysi er ekki það sem Evrópa þarf á að halda. Í Evrópu er viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína kennt um lágt gengi dollars. Kínverjar kaupa evrur fyrir viðskiptajöfnuðinn sem þeir hafa á Ameríku.
Evruvandræðin stafa ekki síst af íhaldssamri peningamálastefnu Evrópska seðlabankans. Kreppan veldur því að flest ríki heims þurfa að beita skilvirkri peningamálastefnu sem lagar gengi gjaldmiðla að efnahagslegum staðreyndum. Pólitískur margbreytileiki Evrópu gerir samstæða peningamálastefnu nær ómögulegt viðfangsefni.
Hér er umfjöllun um hina pólitísku evru.
Athugasemdir
Áhugaverð ábending. Ég minnist orða auðjöfursins Goldsmiths (eða Goldschmidt, ekki viss um stafsetninguna) í þá veru að heiminum ætti að skipta upp í 3 markaðssvæði hið minnsta; það stórskaði efnahaginn að hafa heiminn bara eitt markaðssvæði.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 18:26
Goldsmith hét hann, stórmerkilegur auðjöfur og hugsuður, galt varhug við Evrópusambandinu og lætur eftir sig fjölda eiginkvenna.
http://en.wikipedia.org/wiki/James_Goldsmith
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.