Ólafur digri og tapað sjálfstæði Færeyja

Það sama sumar [1024] komu utan af Færeyjum til Noregs að orðsending Ólafs konungs Gilli lögsögumaður, Leifur Össurarson, Þórálfur úr Dímon og margir aðrir bóndasynir.

[...]

En er þeir Færeyingar komu á fund Ólafs konungs þá kallaði hann þá á tal og átti stefnu við þá. Lauk hann þá upp við þá erindi þau er undir bjuggu ferðinni og segir þeim að hann vildi hafa skatt af Færeyjum og það með að Færeyingar skyldu hafa þau lög sem Ólafur konungur setti þeim. 

- Tekið úr Heimskringlu. (Mál og menning, Rvík 1991 bls. 408)

Færeyingarnir játtu Ólafi digra Haraldssyni skatti og löghlýðni. Þeir voru innlimaðir í Noregsveldi tæpum þúsaldarfjórðungi áður en Ísland var tekið yfir af Hákoni konungi. Báðar eyþjóðirnar fylgdu Noregi inn í Kalmarssambandið 1397. Við leiðréttum mistökin 1918 en Færeyingar eiga eftir að klára sín mál.

Alþjóðastjórnmál eru keimlík í dag og þau voru fyrir þúsund árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband