Föstudagur, 16. október 2009
Skrílræði að festa rætur
Ein fegursta hugsjónin hefur á Íslandi fengið ömurlegan málsvara. Fólkið sem þykist berjast fyrir hugsjón mannréttinda þegar það gerir hróp að dómsmálaráðherra og efnir til mótmælastöðu fyrir utan heimili ráðherra er á villigötum.
Það er með öllu ótækt að skrílræði fái það vægi í íslenskri þjóðamálaumræðu að mark sé á því tekið. Viðrinin sem þverbrjóta viðurkennda hegðun í opinberum deilumálum eiga ekki að vera virt viðlits.
Gerðu hróp að ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Páll að skrílslæti eru ekki rétta leiðin. En svo er nú komið að við almenningur (skríll, eða hvað við erum kölluð nú) erum orðin langþreytt á hvernig komið er fram við okkur af hálfu hins opinbera, stjórnmálamanna og aðra sem þykjast bera hag okkar fyrir brjósti.
Okkur eru allar bjargir bannaðar! Reiðin sýður í okkur og hún fær hvergi farveg.
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:08
Ef það væri verið að tala um Norður Kóreu myndi ég skilja þetta. En... Grikkland. Veit þó ekki um smáatriði í málinu.
Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 17:09
Hvaða vitleysa, við þurfum meira af þessu, miklu meira og fólk þarf að öskra á ónýta stjórnmálamenn. Þeir og þær eru ekki aðalsborin snobbhænsn.
Eins og Jefferson sagði:
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:12
Það sézt berlega á þessum myndum að þetta er "skítapakk" sem er að mótmæla. Sjón er sögu ríkari með þessari frétt. Þarna átti einhver að taka sig til og grýta þessu hyski út, þetta er ekki það fólk sem maður vill sjá byggja upp landið. Þetta er ekki fólk sem mótmælir af hugsun heldur fyrir athyglina og leyfi ég mér að efast stórlega um að þessir einstaklingar hafi ekki verið undir áhrifum vímuefna þó auðvitað sé ekkert hægt að fullyrða. Gott hjá Rögnu að ganga út.
Varðandi þann úrskurð að vísa flóttamönnum af landi brott er það bara skv lögum og eðlilegt.
Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:12
Þessi og svipaðar aðgerðir sjálfskipaðra besservissera er skoðankúgun
má næst búast við málingarslettum og sýrubaði heima hjá öllum þeim sem voga sér að vera ósámmála?
Grímur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:18
Þetta eru sömu "skítugu" typurnar sem öllu mótmæla, ógeðfellt lið. Lögreglan á að taka harðar á þessu eins og gerist erlendis, berja smá hlýðni í þetta lið.
Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:22
Þettaer fylgifiskur þess upplausnarástands sem hefur verið að myndast. Fólk neytar að borga af lánum, smápólitíkusar leggjast í víking í nafni þjóðarinnar og fréttamenn gerast sjónvarpskokkar. Þessir mótmælendur eiga ekki að hræða neinn. Það á bara að taka þá og rassskella
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2009 kl. 17:22
Við eigum stærri vandamál en einhverja 4 hælisleytendur sem enginn veit söguna um, þeir eru í góðum höndum í Grikklandi, ekki okkar vandamál. Farið eftir lögum í einu og öllu!
Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:23
"...þó auðvitað sé ekkert hægt að fullyrða."
Samt gerirðu nú mikið af því að fullyrða í þessum glataða pistli þínum. "Skítapakk", "hyski", "undir áhrifum vímuefna"... þú talar eins og götustrákur vegna þess að þér finnst það voða töff en gleymir því svo að götustrákar nota vanalega ekki zetu þegar þeir skrifa, ef þeir eru þá skrifandi.
Haukur Viðar, 16.10.2009 kl. 17:24
Nú er ég ósammála þér Páll. Það er löng hefð fyrir því í öllum lýðræðisríkjum að einstaklingar geta komið á hvaða opinberan fund sem er og gert hróp að ræðumönnum. "Hecklers" heita þeir upp á enska tungu, en frammíkallarar á íslensku. Þetta fyrirbæri þekkist ekki í einræðisríkjum.
Mér finnst heldur engin niðrun í því að tala um "skrílræði". Íslenskt "lýðræði" hefur allt of lengi verið forræði, þar sem fáir hafa vit fyrir fjöldanum. Við þurfum að taka fleiri spor áfram á vegi skrílræðisins, þar sem skríllinn (eða lýðurinn) fær að ráða eigin örlögum.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:38
hehe mér finnst ágætt að sjá hvað hún er bjánaleg þegar krakkarnir eru að orga á hana.
spritti (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:40
Þetta virðist alltaf vera sama fólkið sem er í þessum mótmælum. Mótmæla brottvísun flóttamanna, mótmæla auðmönnum, mótmæla ríkisstjórninni.... mótmæla bara öllu?
Hvað vitum við um þetta fólk sem verið er að vísa á brott? Kannski vita menn eitthvað meira í dómsmálaráðuneytinu sem þeir mega ekki láta uppi.
Finnst þetta mjög skrítið.
kjellingin (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:40
Mér finnst þetta smámunir miðað við óþokkabrag ráðherrans.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 17:40
Athafnir auðnuleysingja, sem ekki finna sér aðra leið, til að koma skoðunum sínum (eða annarra) á framfæri, á annan hátt enn með öskrum og óhljóðum (aðallega óhljóðum) eins og konan sem kallar sig Gullvagninn, ( en þorir ekki að koma fram undir nafni) telur réttu að ferðina til að tjá skoðanir sínar, eru engum til framdráttar eða álitsauka. Ekki veit ég hverjir deila andlegu samneyti í Gullvagninum, hef reyndar lítinn áhuga að nálgast félagsskap sem kynnir sig á á þennan hátt: En ég vil benda þessu fólki sem kynnir sig á þennan hátt fyrir framan (pantaðar??) myndavélar steingeldra fjölmiðla í fréttaþurrð á, að sumt fólk þarf að gegna skyldum sínum, vinna vinnuna sína, hvort sem því líkar betur eða verr. Það á líka við um dómsmálaráðherrann okkar, sem er hin mætasta kona og vandaður embættismaður, að best er vitað. Lög eru í gildi, eftir þeim er unnið, og þá fyrst ef ráðherrann færi að láta öskrandi lið sem ekkert rökrænt hefur fram að færa, annað en stóryrði, fúkyrði og hávaða, auk sýningar á eigin félagslegum vanþroska (frekjulátum), stjórna ákvörðunum sínum, og fara á svig við lög og reglur, þá fyrst væri hægt að fara að tala um ranga embættisfærslu. Ísland á ekki að verða safnhaugur alþjóðlegra umrenninga, sem flækjast land úr landi, og biðja fólk að vorkenna sér, oft á fölskum forsendum, því miður. Frú Gullvagn: Smá leiðrétting, Ragna dómsmálráðherra er ekki stjórnmálamaður. Hún er skipaður opinber embættismaður. Því fyrirhitta gaspuryrði þín þig sjálfa og öskurapagengið, sem þúdáir svo mjög! Já, og hann Jefferson heitin lét nú svona eitt og annað út úr sér, bæði fullur og ófullur!!!
Stefán Lárus Pálsson, 16.10.2009 kl. 17:45
Haukur Viðar. Gjörðir þessa fólks t.d í þessu myndbandi staðfesta allt sem ég hef sagt, hver þenkjandi maður sér það. Hvort ég sé skrifandi eða ekki skiptir ekki máli en get sagt þér að líklega (ekki hægt að fullyrða) hef ég unnið samfélaginu meira gagn en þú og þínir líka munu einhverntíma gera. Menn sem verja svona skríls og fíflalæti eru lítt skárri.
Hefur þessi hópur ekkert þarfara að gera en mótmæla? Vinna, mennta sig? Hef sagt það áður og geri enn, flytja svona fólk til Kristjaníu.. hafa ekkert í okkar samfélagi að gera.
Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:54
Hið stóra fordæmi skrílræðis frá því í desember var staðfest svo rækilega af Ríkisútvarpinu og stjórnmálamönnum vinstri flokkanna að nú heldur allt fólk að það sé eðlilegt stjórnarform. Vinstri flokkarnir hafa vísað skrílnum veginn. Því er skrílæði undir skílræðisríkisstjórn Íslands. Þetta er þeirra stjórnarform.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2009 kl. 18:12
"Þetta eru sömu "skítugu" typurnar sem öllu mótmæla, ógeðfellt lið."
"Þetta virðist alltaf vera sama fólkið sem er í þessum mótmælum. Mótmæla brottvísun flóttamanna, mótmæla auðmönnum, mótmæla ríkisstjórninni.... mótmæla bara öllu?"
Það getur vel verið að sumt fólk mómæli öllu, veit ekkert um það. En að ætla að halda því fram að allir mótmælendur séu sömu týpurnar og mótmæli öllu er alger fjarstæða. Og hættulegur hugsanagangur.
ElleE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:29
Og ætla þó að taka það fram að ég er ekki að styðja skrílslæti. Heldur eiga friðsöm mótmæli óstjórnar og spillingar fullan rétt á sér í lýðræðisríki og þekkist um allan heim.
ElleE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:35
Baldur:
Værirðu til í að fræða mig um þær miklu dyggðir sem þú hefur unnið í þágu samfélagsins í gegnum tíðina? Ég er bæði forvitinn og spenntur að fá að heyra af glæstum afrekum þínum. Það er nefnilega sjaldgæft (fyrir mig, pöpulinn) að fá að komast í svona mikla nálægð við stórmenni, enda ekki vaninn að þau feli sig innan um okkur smælingjana.
Þú skilur þetta e.t.v. ekki, enda lítur þú sennilega bara á sjálfan þig sem ósköp venjulegan mann (þrátt fyrir fórnfýsi þína í þágu samfélagsins), en ég veit eiginlega varla hvernig ég á að hegða mér í návist manna af þinni......tjah, eigum við að segja "tign"?
Haukur Viðar, 16.10.2009 kl. 19:44
Þessi börn engan áhuga á mannréttindum. Þau sönnuðu það þegar ráðherra var farinn og hægt var að hefja fyrirlestra þá fóru þessir krakkar úr húsi líka.
Ef eitthvað er að marka þetta lið þá hefði það setið um kyrrt og hlustað á erindi um mannréttindi sem það þykist berjast fyriri.
Svona baráttuaðferðir, eins og að vera með at við heimili manna að kvöldlagi og garga á torgum og spilla fundafrelsi, eyðileggja þann málstað sem barist er fyrir.
Í best falli eru þetta bara dónar, illa upp alið fólk.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:55
Það er eðlilegt að menn reiðist og rasi út í framhaldi af því. En telja menn sig vera að ná einhverjum árangri í baráttu sinni fyrir hagsmunum tiltekinna útlendinga með því fara um og hrópa ókvæðisorð að fólki og stofnunum?
Ónefnd samtök um mannrækt halda því gjarnan á lofti að menn þurfi að gera greinarmun á því sem er og verður annars vegar og því sem er og hægt er að breyta hins vegar.
Það sem við horfum upp á núna í okkar samfélagi núna er blanda af þessu hvoru tveggja. Geta menn greint á milli þess sem hægt er að færa til betri vegar og þess sem er óbreytanlegt, eins og veðrið?
Flosi Kristjánsson, 16.10.2009 kl. 20:17
Hvar væri þetta þjóðfélag statt ef engin hefði mótmælt nokkurn tíman ?
JR (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:21
Grikkland bara gott fínt næs pleis?
Kemur bara inn og þér er boðið uppá 5 rétta máltíð og svo horfiru á National Geographic í hægindastól? Noor sem er 19 ára og var núna fleygt út af þessu landi eins og einhverju rusli, er núna í Grikklandi þar sem að hann hefur engin réttindi, ekki réttindi til að fara til læknis eða fá aðstoð frá lögreglunni. Hvað þá að hafa atvinnu. Ætli það sé ekki fínt.
Og við skulum bara hætta að mótmæla, nema þegar að það kemur að okkur, "þarf ég að borga skuldir annara, ja best að mótmæla" og gera það friðsamlega. Hengja upp dúkkur á þvottasnúru. Rosalega flott. Við erum kölluð silent generation því að við segjum aldrei neitt og það er greinilega bara þannig sem að þið viljið hafa það. Bara blogga.Það hefur skilað svo miklum árangri. Eina skiptið sem eitthvað hefur virkað er þegar allt varð brjálað fyrir utan Alþingi og kosið var uppá nýtt. Við værum líklega ennþá með sama liðið núna og í fyrra ef það hefði ekki gerst. En gleymum því bara, látum bara allt yfir okkur ganga héðan í frá og þökkum fyrir okkur.
Vala (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:56
Takk fyrir góða punkta Páll. Þessi aðför sem gerð var að heimili dómsmálaráðherra er okkur öllum til skammar. Kveðja.
Þráinn Jökull Elísson, 16.10.2009 kl. 22:03
Já, óþarfi að elta fólk heim og óþarfi að vera með skrílslæti. Hins vegar, Þráinn, það var ekki okkur til skammar sem ekki vorum þar. Kennum þeim einum um sem voru þar að verki.
ElleE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:13
Mín skoðun er sú að það sé nauðsynlegt hverju samfélagi að til sé fólk sem er tilbúið til að rísa upp í baráttu fyrir mannréttindum. Blind þjónkun við yfirvöld er engu samfélagi til góðs. Mótmæli eru því fullkomlega réttlætanleg og eðlileg viðbrögð við því sem fólki, jafnvel litlum hópum, þykir óhæfilegt í athöfnum stjórnvalda.
Hafandi sagt þetta hér að framan þá tel ég framkomu mótmælenda á mannréttindaráðstefnunni í Öskju í dag vera einhverja þá snautlegustu og klaufalegustu aðgerð sem fram hefur farið. Þarna var lítill hópur mótmælenda sem fékk tækifæri til að koma á þessum vettvangi viðhorfum sínum á framfæri við fundargesti án truflunar. Mótmælendur gáfu hins vegar fundarmönnum ekki tækifæri til að hlýða á það sem allir frummælendur höfðu fram að færa. Þannig sviptu þeir mig þeim mannréttindum að taka við upplýsingum og ráðherra tjáningarfrelsinu. Í stað þess að stuðla að mannréttindum tók þessi litli hópur sig til og setti tjáningarfrelsinu skorður af eigin geðþótta.
Þessi fámenni hópur fólks hefur komið nokkrum sinnum í fjölmiðla á undanförnum mánuðum. Þetta hafa þau gert í nafni mannréttinda, einhverskonar hústökuréttinda og fleiri réttinda sem þau virðast reyndar skilja fremur illa. En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þetta bara nokkrir skólakrakkar sem vilja komast í fjölmiðla og flóttamenn eða gömul hús er í þeirra augum bara tæki til að beina athygli að þeim sjálfum. Vafalaust verða þau svo komin í prófkjörsbaráttu í stjórnmálaflokkunum innan 5 ára. Og það er sorgleg aðferð að nýta sér neyð annarra til að vekja athygli á sjálfum sér.
Að lokum vil ég ítreka að ég hvet fólk til að hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld, til að gagnrýna allt sem sagt er og til að efast um það sem talið er satt. Einnig að láta í sér heyra þegar svo ber undir.
Nelson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:51
ElleE segir: "Þetta virðist alltaf vera sama fólkið sem er í þessum mótmælum. Mótmæla brottvísun flóttamanna, mótmæla auðmönnum, mótmæla ríkisstjórninni.... mótmæla bara öllu?"
Það getur vel verið að sumt fólk mómæli öllu, veit ekkert um það. En að ætla að halda því fram að allir mótmælendur séu sömu týpurnar og mótmæli öllu er alger fjarstæða. Og hættulegur hugsanagangur.
En þetta ER sama fólkið! Ekki týpur heldur Guðmundur og Þorgerður og Halldór og co. Fullt af fólki sem þekkja þessa krakka! Sama fólkið í öllum mótmælum!
Og Vala þú segir "Við værum líklega ennþá með sama liðið núna og í fyrra ef það hefði ekki gerst.". Guð minn góður! Við erum sko enn með sama fólkið! Samfylking er þarna enn! og hvað hefur þessi "nýja" stjórn gert? Illt verra.
Soffía (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:56
Soffía, ég sagði þetta ekki. Lestu aftur, ég var að vitna í fullyrðingu að ofan (kjellingin) og þessvegna setti ég setninguna innan gæsalappa og svaraði síðan þar undir. Þú setur setninguna sem ég var að vitna í fram eins og ég hafi verið skrifandinn.
Og nei, það er EKKI alltaf sama fólkið sem mótmælir. Það er alrangt. Fólk af öllum aldri og úr öllum stéttum hefur mótmælt, sumir friðsamlega, sumir með skrílslátum. Og þó getur vel verið að viss hópur fólkins mótmæli öllu, eins og þú heldur fram. Það veit ég ekkert um.
ElleE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:15
Það gleymist alveg hér,,,hvað á að gera í málum hjá Litháiskum voðamönnum sem halda uppi hér ógnarástandi.?
Númi (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:12
Hálfviti... orðið lýðræði er komið af demo cracia sem þýðir múgur og völd, þeas, múgur, skríll, lýður... sama orðið... semsagt það sem þú ert að bölva í þessari færslu þinni er lýðræði. Fyrirsögn endurlesist sem "lýðræði að festa rætur"... bara að benda þér á það.
Önnur ástæða fyrir því að þú ert hálfviti er að þú finnir til með greyinu rögnu fyrir að það séu gerð hróp að henni, en hefur enga samúð með þeim frábæru einstaklingum sem komið var fram við eins og úrhrök og hafa nú verið send við ömurlegar aðstæður til Grikklands. Vantar virkilega svona mikið pláss hérna?
Þú afsakar... hálfviti er kannski ekki rétt, siðblindur rasisti er nærri lagi. Og ekki reyna að koma með "en ég sagði fallegasta hugsjónin" blabla, það hefur enga merkingu þegar þú ræðst síðan á eina fólkið sem er að berjast með áþreifanlegum hætti gegn þessu. Þú ert hræsnari og ættir að skammast þín.
Guðjón (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:35
Guðjón. Illa skrifandi, greinilega illa gefinn líka. Með þessu frábæru einstaklingum?? Það er ástæða fyrir því að þau eru send til Grikklands, mundu það
Baldur (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:58
Þetta var hárrétt ákvörðun hjá ráðherranum.
TRÚ FRIÐARINS HEIMTAR HÖFUÐ GEERT WILDERS FYRIR FRAMAN BRESKA ÞINGIÐ OG BRESKA LÖGREGLAN GERIR EKKI NEITT.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.