Sunnudagur, 11. október 2009
Jóhanna gerir Íslendinga að kjánum
Eins og það sé ekki nóg að við séum útmáluð sem þjóð ábyrgðarlausra fjárglæframanna þarf forsætisráðherra að skrifa kjánatexta til Noregs sem fær aulahrollinn til að taka sér varanlega bólfestu í þjóðarlíkamanum.
Við eigum þetta ekki skilið, Jóhanna.
Athugasemdir
Jóhanna og Steingrímur J eru að standa sig afbragsð vel og hafa ekki unnið yfir öðru en að njóta fyllsta trausts og stuðnings við sín verk.
- Lýðskrumarar Framsóknarflokksins eru hinsvegar allgerlega samir við sig og eru sér og okkur til skammar hvar sem þeir fara.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.10.2009 kl. 23:43
Forætisráðuneyti Jóhönnu hlýtur að vera það verst mannaða sem við höfumm nokkurn tíma átt, Páll. Viðbrögð norskra fjölmiðla er kannski frosmekkurinn að þeirri meðferð sem við eigum eftir að fá í öðrum Evrópulöndum varðandi umsókn um inngöngu í ESB. Auðvitað verður bara gert grín að okkur.
Þetta er neyðarlegt og þó að forsætisráðuneytið eigi það kannski skilið að það sé gert grín að þeirra gerðum, þá á þjóðin það ekki skilið.
Ég endurtek það sem ég hef áður sagt um dómgreindarleysi forsætisráðherra. Það virðist því miður algert.
Ómar Bjarki Smárason, 11.10.2009 kl. 23:47
Hér er norska útgáfan af málinu. Smella hér.
Eru þetta sömu póstarnir? Sjá Norðmenn þetta á sama máta og samfylkingin?
Er þetta orðið lögreglumál og skjalafals?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 01:03
Þótt hirðfífl norska þingsins hafi gasprað upp í tvö íslensk framsóknarfífl um lán sem aldrei hefur komið til tals í þinginu eða nokkursstaðar í norska stjórnkerfinu, og þótt framsóknarfíflin séu nógu miklir kjánar til að gaspra um það við íslenska fjölmiðla, er það ekki tilefni til formlegrar umsóknar um slíkt lán. Ekkert bendir til þess að Jóhanna hafi á nokkurn hátt skaðað framgang málsins sem var vitanlega aldrei neitt mál enda er Lundteigen ekki einu sinni í ríkisstjórn fremur en íslensku rugludallarnir. Það er ekkert óeðlilegt við að spyrja hvort það geti virkilega staðist að sú fjárhæð sem hefur verið nefnd hafi 20 faldast á einni nóttu og skilyrðin verið afmáð. Hér er annað dæmi um viðbrögð Norðmanna.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 03:36
Sér er nú hver rugludallurinn...
Hjörtur J. Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 08:19
Er sammála Hirti...
Birgir Viðar Halldórsson, 12.10.2009 kl. 11:53
Helgi og Eva, þið stígið nú ekki í vitið og þú sérstaklega Eva sem ert búin að gera þig út sem ein af duglegustu skrifurum vegna hrunsins ert farinn að taka undir með niðurrifsseggjum í blindu hatri á þínum ætluðu óvinum.
Óskar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:58
Og svo stökkva fram snillingar og dást af Steingrími og Jóhönnu fyrir óvenjulegs lítils vits samanlagt og pósts sem tryggir hverjum sem les bráða aulahroll sem gæti auðveldlag reynst hættulegur heilsu manna í svo stórum skammti.
Verst að þau geta ekki treyst á Baugsmiðlana í Noregi til að stýra viðbrögðum þeirra líka.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:38
Af hverju slóst íhaldið ekki í för með Framsókn til Noregs? Hefði það ekki gefið sendinefndinni meiri vigt? Eða vissu þeir kannski allan tímann að þetta var bara gönuhlaup?
Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 12:45
Get ekki stillt mig um að birta skrif eftir Loft Altice Þorsteinsson verkfræðing og bloggara á blog.is, þar sem hann skýrir fyrir Heilagri Jóhönnu og öðrum mállitlum eða mállausum á norskri tungu, eins og td. þeim tveir sem afhjúpa sig hér, og margfalda aulahrollseinkennin, sér í lagi þegar hreinlega er vitnað beint í textan og farið rangt með vegna hreinnar vankunnáttu.
Loftur skrifar:
"Svikamylla Jóhönnu hefur verið staðfest. Hún fer með staflausa stafi, þegar hún segir í bréfi sínu til Stoltenberg:
Per Olav Lundteigens erklæring…….om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner.
Enginn hefur haldið þessu fram, einungis því að Centerpartiet er fyrir sína hönd tilbúin að veita okkur stórt lán, eða lánalínu. Jóhanna leiðréttir jafnvel sjálfa sig í nærstu setningu, þegar hún segir:
Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning…….
Síðan segir Jóhanna:
Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?
Þarna talar Jóhanna niður til Framsóknarmanna og Lundteigen, með því að tala um “útspil” (udspil). Með þessu orðalagi er augljóst að hún sér tilraunir Framsóknarmanna og Centerpartiet, sem politíska atlögu en ekki tilraun til að gagnast Íslendingum. Jóhanna hefur engan áhuga á að vinna fyrir kaupinu sínu. Þetta eru skammarleg viðbrögð hjá Jóhönnu, sem hljóta að leiða til afsagnar hennar."
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 21:19
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:54
Mér finnst nú að fólk sem á annað borð heldur að pólitík geti enn leyst einhver vandmál, ættu að hylla Jóhönnu fyrir að snúa þarna nokkuð snaggaralega á þessa framsóknardrengi og sýna af sér dæmigerð pólitísk klókindi. Henni tókst að gera þá að ómerkingum og brosir nú í laumi af óförum þeirra.
En hey, þetta er pólitík, yndislegur leikur með líf fólks og limi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.10.2009 kl. 13:12
Þetta framsóknarflakk hefur eina góða hlið: það kemur nefnilega í ljós hversu auðvirðileg sjónamið ráða för hjá þeim og fólki sem styður þá í endemis þvælunni sem á borð er borin.
Jóhanna og Steingrímur eru ekki bara að berjast við afleiðingar stefnu framsóknar- og sjálfstæðismanna. Nú verður að verja dýrmætum tíma til að bregðast við skemmdarverkum sömu aðila uppá hvern dag. Nú hljóta skynsamir menn að spyrja: eru Höskuldur og Sigmundur á launum við að rugla þjóðina og æra - eða gera þeir þetta ókeypis?
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.10.2009 kl. 16:32
"Islands statsminister vil ikke ha gunstig lån ..avkrefte at Norge vil gi Island et lån landet .."
Jóhanna vildi ekki norska lánið, þarna kemur það fram, Jóhanna er eins og hver annar óvinur íslendinga og vinnur gegn þjóðarhag. Þessar samfylkingar-gungur með plástri þurfa að fara úr ríkisstjórn strax
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 16:57
Æi.... hvað það er nú sætt að ennþá er grátið yfir því að mannvitsbrekkurnar Heilög Jóhanna og raðlygarinn Steingrímur eru að taka til eftri einhverja aðra.
Er ekki einhver til í að setja ryksuguna í samband fyrir þau?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:15
Snarpur og skeleggur pistill, en eitt er þó rangt: því miður eiga Íslendingar skilið að hafa Jóhönnu.
Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 17:27
Ryksugan er koming í gang Guðmundur 2. Höskuldur og Sigmundur gerðu ekkert rangt, heldur voru alveg heiðarlegir og unnu verk sem hin óhæfa stjórn Jöhönnu Sig. vildi ekki: Það gat raskað Evrópu-inngöngunni. Heldur var valið að lúffa fyrir hótunum og kúgun AGS og Evrópustórveldanna. Höskuldur og Sigmundur vldu forðast AGS lán með Icesave nauðungar-skilmálum Breta og Hollendinga. Og eiga ekki skilið háð og skammir fyrir.
ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:38
Ryksugan er komin í gang.
ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.