Samfylkingin örvæntir

Samfylkingin þarf að fá Icesave-málið frá, sama hvaða það kostar, til að geta einbeitt sér að þvinga Íslendinga í Evrópusambandið. Innherjar Samfylkingarinnar nota hvert tækifæri til að koma þeim boðskap á framfæri að forsenda framtíðarinnar sé lausn á Icesave-málinu.

Gauti Kristmannsson þýðandi skrifar í Lesbók Morgunblaðsins í dag skammargrein um þá sem vilja standa í lappirnar í Icesave-málinu og andmæla undirlægjuhætti Samfylkingarinnar. Gauti kom út úr skápnum sem aðildarsinni fyrir nokkru og hafði m.a. þau rök í frammi að ESB setti peninga í þýðingar.

Í Lesbókargrein nefnir Gauti þrjá hópa sem eru andsnúnir Icesave-samningi ríkisstjórnarinnar. Þeir eru afdalasósíalistar í Vg, þjóðrembur í Framsóknarflokknum og ábyrgðarmenn hrunsins í Sjálfstæðisflokknum.

Gauti þykist ekki vita að almannasamtök eins og In Defence hafa fengið hljómgrunn fyrir andófið gegn liðleskjusamningi ríkisstjórnar Jóhönnu.

Í ramma með aðalgreininni skrifar Gauti til varnar málleysi Jóhönnu Sigurðardóttur á erlendar tungur. Ramminn undirstrikar spunatilgang aðalgreinarinnar. Málhelti forsætisráðherra og Icesave eru aðskilin og ótengd mál. Með því að klastra þeim saman reynir Gauti að búa til samhengi þar sem ekkert samhengi er. Á hinn bóginn er samhengi á milli líftíma ríkisstjórnar Jóhönnu og afdrifa Icesave-málsins. Gauti skautar yfir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannar þetta ekki bara einu sinni enn að allt er leyfilegt í ástum stjórnmálanna? Lögfræði og stjórnmál eiga þann óskapnað sameiginlegan að tilgangurinn helgar meðalið.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Er ekki mælir heilagrar Jóhönnu að verða fullur? Enginn forsætisráðherra með fulla dómgreind myndi haga sér á viðlíka hátt og hún. Það mátti sjá á fjármálaráðherranum í sjónvarpinu í gær að hann var fjúkandi vondur yfir frumhlaupi Jóhönnu þó hann reyndi að leyna því. Nógu er nú ástandið slæmt fyrir. Því miður virðist sýningin í leikhúsi fáránleikans alltaf taka á sig nýjar og nýjar myndir.

Sigurður Sveinsson, 10.10.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er þörf ábending hjá Páli - það er ótækt að spyrða saman óskyld mál í þeim einum tilgang að grugga umræðu sem er nógu flókin fyrir. Ég hallast að því að stríðið sé tapað - við neyðumst til að borga. Við megum hins vegar ekki afsala okkur réttinum til að leita til dómstóla og raunar óskiljanlegt að menn hafi yfirleitt vikið frá þeirri kröfu. Við eigum að borga með fyrir vara um úrskurð dómstóla.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það er alltaf sama bullið frá þer Páll. þ'u ættir að fara tala eitthvað af viti.

Árni Björn Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 12:22

5 identicon

Það að rannsaka ekki Hrunið í heild sinni ætlar að reynast þjóðinni dýrkeypt! Að norrænu velferðarstjórninni hafi dottið það í hug að senda þjóðinni reikninginn áður en dæmt er í málum bankaræningja og leppa þeirra í stjórnkerfinu sýnir best algjört skilningsleysi á þjóðarsálinni og fullkomið áhugleysi fyrir réttlæti.

TH (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 12:26

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Páll, finnst þér ekki ályktanir framsóknarmanna í nafni In defense hópsins hafa gjaldfellt trúanleika hreifingarinnar?

p.s öfugt við Árna Björn, þá finnst mér vinklar þínir á stjórnmálin áhugaferðir. Takk fyrir það

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 12:44

7 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég er sammála því að örvænting Samfylkingarinnar virðist aukast með hverjum degi.  Þeir neituðu að horfast í augu við að sjálfsögðu væru tengsl á milli Icesave og hvernig væntanlega ESB umsókn yrði meðhöndluð.

Nú þegar þeir eru loksins búnir að uppgötva þetta samasem-merki á að gera allt til að þröngva íslensku þjóðinni til uppgjafar.

Eygló Þóra Harðardóttir, 10.10.2009 kl. 12:44

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég tek undir með Jóhannesi Laxdel - fyrst pistlar Páls eru á annað borð til umræðu. Hann er að jafnaði með áhugaverðustu færslurnar á blogginu. Ég hef alltaf gaman af skrifum gáfaðra kommúnista.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 12:50

9 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég held að allir sem sjá vilja skynja að þessi tvö mál ESB og Icesave eru samtvinnuð og þar liggur vandinn ríkistjórnarinnar við að klára Icesave á viðunandi hátt fyrir okkur Íslendinga. Það er staðreynd að hluti af þingmanna hópi Vg hefur uppgötvað þetta og er ekki tilbúin að selja sig í Icesave málinu til þess að Samfylkingin geti farið í ESB viðræður á lygnum sjó.

Rafn Gíslason, 10.10.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, þessi tvö mál er EKKI samtvinnuð, en auðvitað getur lélegur pólitíkus tvinnað þau saman og aukið þannig klúðrið til muna. Ég fyrir mitt leyti tel að við neyðumst til að borga I-reikningana en vil ekki sjá EES.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 13:57

11 Smámynd: Rafn Gíslason

Baldur ég er þér ekki sammála þar, göngum við hart fram í samningaviðræðum við Hollendinga og Breta til þess að ná fram viðunandi Icesave samningi þá má að líkum láta að við munum ekki sækja neinar verulegar né varanlegar undanþágur í málum sem okkur eru nauðsynleg í greipar ESB þegar að samningum kemur þar, Bretar og Hollendingar munu einfaldlega ekki sætta sig við það. Þar af leiðandi ef ekki er um neinar undanþágur að ræða frá ESB þá mun ESB aðild einfaldlega ekki eiga hljómgrunn hjá Íslenskum almenningi. Ég vill þó taka fram að ég er þér sammála í því að við komumst sennilega ekki hjá því að borga Icesave en það er bara spurningin hvernig og hvað lengi.

Rafn Gíslason, 10.10.2009 kl. 14:36

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, ég hef enga trú á því að seðlabankastjóri og aðrir fróðir menn fari með fleipur, við verðum settir í sóttkví ef þetta mál verður ekki hreinsað út af borðinu. Það má hins vegar vel vera að aðrir menn lögfróðir hafi líka rétt fyrir sér, þegar þeir segja að lögin sé frekar okkar megin. Samkvæmt því sem Eiríkur Tómasson sagði um daginn er svo reyndar ekki. Mér sýnist einboðið að við verðum að taka að okkur þessa reikninga með fyrirvara um úrskurð dómstóla. Eiríkur nefndi tvö áþekk dómsmál, sem féllu bæði á hinn veginn - sem sagt okkur í óhag. Þetta mun vafalaust hneppa þjóðina í fátæktargildru en við verðum þá að taka því - og skálum í mysu fyrir Björgólfi.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 14:54

13 Smámynd: Rafn Gíslason

Baldur eins og ég sagði. Ég vill þó taka fram að ég er þér sammála í því að við komumst sennilega ekki hjá því að borga Icesave en það er bara spurningin hvernig og hvað lengi. Að neita því að samband eða tenging sé á milli ESB umsóknar og niðurstöðu Icesave málsins er að neita því augljósa. Hvað dómstólaleiðina varðar þá er það sjálfsögð krafa að mínu viti að halda henni opni. Við eigum ekki að taka á okkur meiri byrgðar en okkur ber og auðvitað reina að ná samningum sem eru okkur sem hagstæðasti. Þar má draumur Samfylkingarinnar um ESB aðild ekki skemma fyrir.

Rafn Gíslason, 10.10.2009 kl. 15:08

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK Rafn, ég sé þetta sjálfur sem tvö allsendis óskyld mál, ég hallast tilneyddur á sveif með Samfylkingunni í öðru en ekki hinu. En sjálfsagt eru margir áhrifamenn sem tengja þau saman - og þar með eru þau samtvinnuð, það er ekki hægt að neita því. Ætli þetta sé ekki mesta klúður Íslandssögunnar?

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 15:23

15 identicon

Komin væri lending í Icesave ef Ísland hefði ekki sótt um aðild að ESB.  Hollendingar og Bretar hljóta að hafa gapað af undrun við þessa aðildarumsókn við þessar aðstæðu.  Þeim var rétt vopn upp í hendurnar. ( Burtséð frá því hvort fólk er meðmælt inngöngu eða ekki )

itg (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 17:03

16 identicon

Já, það var galið að fara og sækja um inngöngu i ríkjabandalag með kúgurum okkar.  Ótrúlega vitlaust.  Og það er enginn vafi að Icesave-nauðungin og umsóknin í Evrópubandalagið eru blýföst saman. 

ElleE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:33

17 identicon

ElleE!!

Þetta eru ekki kúgarar okkar.  Þetta er afleiðing hræðslu og paniks okkar stjórnmálamanna við financial storm, sem hefur jú farið um heiminn og ekki sér fyrir enda á.

Við höfum bara ekki ekki fólk með þekkingu til að standa í þessum málum ( tala nú ekki um kerfi til að taka á þeim )...og í reynd mjög eðlilegt að svo sé.  Við erum aðeins 300 þús.

En af hverju ekki að fara að ráði sögunnar við svona atburði!!!...take a step back ???

itg (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 19:04

18 identicon

Það er kúgun, itg, að meina ríki að sækja mál eðlilega fyrir dómstólum og það var jú hluti af upprunalega Icesave-samningnum, nauðungar-samningnum: Íslenska ríkið er krafið um gífurlegar fjárhæðir og skýrt kveðið á um hvað ríkið eigi að gera ef til ágreinings kemur.   Og íslensk sjórnvöld eru meðsek vegna gunguskapar.

ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband