Fimmtudagur, 8. október 2009
Fréttablaðið niðurgreitt af Bónus
Bónusverslunin hans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar heldur uppi Fréttablaðinu. Blaðið er í einn stað auglýsingabæklingur Bónus og annarra verslana Jóns Ásgeirs og í annan stað áróðursmálgagn fallna útrásarauðmannsins. Jón Ásgeir ætlar sér að halda áfram að græða á einföldum sálum sem sjá sniðugan strák í subbulegum manni.
Fréttir í dag herma að Nýja Kaupþing og Landsbankinn ætli að taka höndum saman um að útgerð Jóns Ásgeirs haldi áfram. Það eru undarleg tíðindi, svo vægt sé til orða tekið. Helsta samlíkingin sem kemur í huga er að ráða dæmdan brennuvarg til stjórna slökkviliði.
Fréttablaðið selt úti á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
útrásar-rauð-mansins ? ??????? Áttu við að hann sé kommi ? Kanntu annan ? Þú þreitist seint á að troða lygginnni upp á fólk að hætti göbels. Jón Ásgeir er meira til hægri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur og þrífst best í samfélagi þar sem ríkisrekstur væri helst sem minnstur. Sem sagt eins mikill hægri maður og hægt er að hugsa sér. Engin stjórnmálaflokkur hérlendis höfðaði betur til hans en sjálfstæðisflokkurinn enda var pabbi hans sjálfstæðismaður og í raun hrein hægri stefna þar sem algjört frelsi og sem minnstur ríkisrekstur ætti best við hann.
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2009 kl. 19:26
Tjaaa.... að vísu stendur "útrásarauðmannsins".
Jón Ásgeir sagði í viðtali fyrir skömmu að hann hafi kosið Samfylkinguna að undanförnu og allir þekkja lítt falin eignartengsl hans í henni og ýmissa þingmanna flokksins. Eitthvað hlýtur pólitíski liturinn hans að roðna við það. Einnig hefur hann haldið úti eldrauðri stefnu amk. Bónusversluna að láta höfuðborgarsvæðið niðurgreiða vöruverðið úti á landi, svona til skýrari pólitískrar glöggvunar á honum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:03
Jón Ásgeir er sjálfstæðismaður !
Guðmundur 3 Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:50
Brynjar, lestu betur: útrásarauðmannsins.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.10.2009 kl. 21:04
Jamm og Mogginn er niðurgreiddur af LÍÚ og fiskinum OKKAR !
Ína (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:21
Guðmundur 3. Endilega leggja þá fram einhverjar sterkari sannanir þess en uppljóstrun hans sjálfs að hafað kosið Samspillinguna að undanförnu, sem hlýtur að ver þá allt frá stofnun flokksins.
Auðvitað getur það verið lýgi, eins og hann segðist opinberlega versla í Bónus, en gerði það í raun alltaf í Nóatúni. Standard Samspillingarinnar hefur honum örugglega þótt full lélegur eins og Bónus, þó svo að hann er eigandi flokksins og verslanakeðjunnar, og þá reynt að tryggja sér hugnanlegri flokki framgöngu með atkvæðinu sínu. Samspillinguna notar hann bara í skítaverk eins og leggja þjóðfélagið í rúst.
Hæglega gæti hann vel verið skráður í Sjálfsstæðisflokkinn, sem hann hefur aldrei farið í felur með að hafi reynst sér og fjölskyldunni svo "einstaklega" vel og á ma. verið ábyrgur fyrir öllum hörmungum fjölskyldunnar að hans sögn. Það hlýtur þú að vera og með svo greiðan aðgang að flokksskrám til að getað gefið upp hverjir eru skráðir þar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:30
Hvað er svona agalegt við það að Jón Ásgeir er sjálfstæðismaður ?
Guðmundur 3 Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:49
Örugglega ekki fyrir Sjallana. Þeir hljóta að vera stolltir af þessum dáðasta syni Samfylkingarinnar. Eitthvað sárnar það samt Samfylkingarmönnum, sem er kannski eðlilegt, þar sem hann mun víst eiga flokkinn skuldlaust. En þeir geta nú ekki kvartað. Eiga Byrgis Gvend alveg útaf fyrir sig, og ekki er neinn skortur á krimmum í flokknum yfirleitt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:00
Hver er umræðan hér?
Ríkisvæddir bankar ætla að halda hlífiskildi yfir þeim sem síst skyldi. Ekki eru þeir jafn miskunnsamir við bróður minn, sem skuldaði helming í bílnum og bankinn gekk að honum. Sennilega hefur skuldin ekki verið nógu há.
Hversu mikinn skaða þarf að gera til að vera tekinn?
Helg (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:00
Ekki getur það verið að sjálfstæðismenn vilji ekki kannst við eigin flokksfélaga ?
Ef einhver sjálfstæðismaður er ,,glæpamaður", er þá vandmálið leyst með því að segja hann vera úr öðrum flokki ?
Guðmundur 3 Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:30
Páll.
Beitir Jón Ásgeir þá ekki sömu aðferðinni með ,,sama verð í Bónus um allt land" ?
Hver borgar þetta sama verð um allt land í Bónus ?
Ef þeir eru svona snjallir Bónusfeðgar, hvers vegna geta þeir ekki gert þetta líka með Fréttablaðið ?
Nei, auðvitað er fólkið á höfuðborgarsvæðinu að borga niður vöruverð á landsbyggðinni !!
Bónusfeðgar eru ekki að gefa neitt !
JR (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:58
Hélt að það virkaði á hinn veginn, að ef einhver er sekur af glæp, þá er hann sjálfvirkt orðinn Sjálfstæðismaður, segja þeir í Samfó og VG. Afturámóti er mér stórlega til efs að nokkur flokkur hafi glæpi sem sérstakt stefnu eða kosningarmál. Frekar en aðgengilega flokksskrá sem Pétur og Páll getað blaða í til að leita uppi glæpamenn sem styðja flokkinn. En Jón Ásgeir fullyrti að hann hafi kosið Samfylkinguna að undanförnu, sem kemur vel á vonda, vegna þarfa þeirra að sverja hann og atkvðið hans af sér og koma því yfir á Sjallana. Það er engin sönnun þess að hann hafi kosið þá, heldur hefur hann alveg eins vilja refsa þeim með þessari yfirlýsingu fyrir td. að hafa brugðist sér í Glitnisslagnum forðum. Það er augljóslega ekki gott mál fyrir flokka að hann styðji þá opinberlega. En mikið svakalega er mér sama hvern hann eða aðrir kjósa, einfaldlega að allir eru þeir sama spillingar ruslið þegar allt kemur til alls.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:04
Er ekki alveg að ná þessum athugasemdum! Hvað hefur Samfylkingin sérstaklega gert fyrir Jón Ásgeir? Ef menn eru að tala um fjölmiðlafrumvarpið þá voru það nú fleiri þingmenn sem voru á móti því. Muna menn ekki eftir því að t.d. Útvarp Saga hefði t.d. verið ólögleg skv. því því enginn mátti eiga meira en 20% í fyrirtæki sem héldi út útvarpsstöð. Þetta var mein gallað frumvarp sem var sniðið að því að eina fyrirtækið sem þurfti ekki að breytast var Árvakur sem gefur út Moggan. Síðan væri gaman að menn nefndu önnur dæmi um spillingu í Samfylkingunni umfram Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.
T.d. að láta ríkisbankan Búnaðarbanka lána Bjöggunum fyrir kaupum á Landsbanka. Gefa nokkrum mönnum stóran hluta af öllum fisk hér við land til eignar í raun? Svo ég held að menn ættu nú að slaka aðeins á að stimpla flokka.
Eða eigum við að tala um Hreyinguna sem engin kaus á þing? Og að flokkur sem kosinn var á þing skuli á nokkrum mánuðum vera þurrkaður út af þeim sem tóku sæti þar eftir vinnu félaga í Borgarhreyfingunni?
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2009 kl. 23:23
Það kom vel fram í myndinni Hrunið eftir Guðna th. hvern Jón Ásgeir leit á sem sinn helsta bandamann. Hann lét Gest Jónsson lögmann sinn hringja í Ingibjörgu þar sem hún var að leggjast á skurðarborðið til að biðja hana að redda bankanum sínum þ.s. Glitni. Þetta kemur fram í myndinni og staðhæfir það sem margir vissu, Jón Ásgeir á Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna.
SigG (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:25
Algjörlega sammála þér, og mogginn áróðursrit Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ mafíunnar. það er ömurlegt að tveir stærstu fjölmiðlar landisns skuli vera áróðurrit glæpamanna.
Valsól (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:26
SigG, fyrst sambandið á milli Jóns Ásgeirs og Ingibjargar var svona sterkt, því hringdi Jón Ásgeir ekki bara sjálfur í Ingibjörgu? Hann fékk annan aðila til að gera það fyrir sig af því sambandið á milli er og hefur aldrei verið neitt. Það er aftur annað sambandið á milli Björgólfanna og Sjálfstæðismafíunnar, enda Sjálfstæðisflokkurinn ekkert annað en hegsmunasamtök fyrir glæpamenn sem vilja hafa óheftan aðgang að fjármunum og eignum þjóðarinnar. Fólk ætti að íhuga vel áður en það styður slíkt kompaný.
Valsól (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:37
Hreinn Loftsson var snöggur að svara þessari færslu Páls fyrir eiganda sinn.
Alltaf stuð í Baugssandkassanum.
Útrásarvíkingur bjargar Mogga
Fimmtudagur 8. október 2009 kl 21:33
Höfundur: ritstjorn@dv.is
Útrásarvíkingurinn Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, sem á og rekur verslanir Kaupáss hefur að undanförnu komið Mogganum til bjargar. Verslanir hans, Krónan, Nóatún og BYKO, hafa síðustu vikurnar verið með uppistöðuna í auglýsingum blaðsins. Þessi vinarvottur við Moggann er ómetanlegur á erfiðum tímum þegar stórflótti áskrifenda hefur skilið eftir mikið skarð í tekjum blaðsins. Jón Helgi, hefur eins og reyndar fleiri útrásarvíkingar, átt í nokkru basli. Hann upplýsti sjálfur í blaðaviðtali fyrir margt löngu að rekstur hans í útlöndum niðurgreiddi taprekstur á verslunum hans.
function fbs_click() {u=location.href;t=document.title;window.open('http://www.facebook.com/sharer.php?u='+encodeURIComponent(u)+'&t='+encodeURIComponent(t),'sharer','toolbar=0,status=0,width=626,height=436');return false;}Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:44
Jón Ásgeir er og hefur alltaf verið Sjálfstæðisflokksmaður eins og pabbi hans og þeir allir Bónus og Baugsmenn ásamt öllum Hagkaupsmönnum og 365-mönnum þ.e. þeim sem þar ráða einhverju. - Það er hrein lygi hjá Guðmundi 2 að halda öðru fram og hér með kallað eftir skýrri tilvitnun hans í trausta heimilid þar um en heiti hann hundur annars.
Gunnar (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 02:01
Átökin milli Davíðs og Baugsmanna eru átök milli klíka í Sjálfstæðisflokknum.
Átök Davíðs og Jóns Ásgeirs eru innanflokksátök í Sjálfstæðisflokki. Þessvegna eru þeir allir Jóns meginn þeir Hreinn Loftsson, Þorsteinn Pálsson og Ari Edvald allt menn úr innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins, og mikið fleiri.
Gunnar (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 02:06
Þetta með útrásarrauðmanninn var best!
Kári G. (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 02:18
Gunnar hundavinur. Veit ekki um lesskilninginn þinn, en þér til glöggvunar þá eina sem ég hef sagt með visu um flokkshollustu Jóns Ásgeirs er að hann fullyrti fyrir skemmstu í viðtali að hann hafi kosið Samfylkinguna að undanförnu. Hef engan aðgang að félagaskrám neinna flokka, svo það hvarlar ekki að mér að segja neitt um hvort hann er flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum eða nokkrum öðrum flokki, en vissulega er það stórkostleg kaldhæðni ef mannvitsbrekkan væri flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum eftir alltsaman, til að toppa öll afbryggðilegheitin sem honum fylgja. Kallast þá ekki heilkennið sjálfshvalarlosti eða sjálfspíniþörf?
Þar sem ég er líka hundavinur eins og Gunnar, þá legg ég þá hvöð á hann að leggja fram öruggar heimildir um flokkshollustu Jóns Ásgeirs við Sjálfstæðisflokkinn með afriti af flokksskýrteini og eða flokksskrám og kvittunu um að hann hafi greitt flokksársgjöld þau ár sem hann mun hafa verið flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum. Annars neyðist ég að kalla Gunnar Snata og mjög sennilega lygahund. Einnig að hann legði líka sannanir þess að allir Bónus, Baugs, Hagkaups og 365 menn eru flokksbundnir Sjálfstæðismenn (hvaða máli það svosem sannar eða skiptir meinta flokkshollustu Jóns Ásgeirs?), eins og Gunnar leyfir sér að fullyrða og þá með sömu sönnunaraðferð og fyrir Jón Násker. - "Good Luck!" (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 02:34
Skiptir engu í hvaða flokki drengstaulinn er. Hann er jafn spilltur eftir sem áður.
Þráinn Jökull Elísson, 9.10.2009 kl. 03:32
Eruð þið þá ekki hætt að versla við þennan óreiðustrák. Og ef þeir eru alls staðar er þá ekki kominn tími á annað KRON ? Almenningseign sem er lágvöruverslun. Ég veit vel að KRON hélt ekki sinni hugsjón allan tímann, var orðið of dýrt seinast. En hvernig væri að byrja aftur með lágvöruverslun til að við almenningur getum unnið með okkar hluti sjálf og hætt að skipta við svildlara ?
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 08:49
Vil bara minna á styrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.
http://www.visir.is/article/20090416/FRETTIR01/14871316
Anna Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 11:46
Veit einhver hér hvernig það gekk fyrir sig þegar skuldir 365 miðla voru afskrifaðar og Jón látinn halda maskínunni? Það voru önnur vinnubrögð með Morgunblaðið og Árvakur. Þeir voru keyrðir miskunnarlaust á hausinn, eigendurnir misstu allt, og eignin síðan sett á uppboð og nýir eigendur fundnir. Er virkilega leyfilegt að mismuna svona?
Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 16:38
Það ætti að sjálfsögðu ekki að vera leyfilegt að mismuna fyrirtækjum/fólki en það virðist vera orðin lenska að þeir ríku og valdamiklu sitji ekki við sama borð og aðrir.
Þorgerður Katrín er ein þeirra sem hefur fengið niðurfellingu á tæplega þúsund milljónum (sem eiginkona Kristjáns) - og þið sjálfstæðismenn, Baldur, treystið henni ennþá fyrir stjórnartaumunum. Það finnst mér merkilegt.
En hún vissi jú ekkert, blessuð konan. Hva.... eins og það taki því að tala um 972 milljónir.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 17:49
Það er dálítið kaldhæðnislegt að Fréttablaðið sé Jóns Ásgeirs og Morgunblaðið með Davíð í ritstjórastólnum. Hvenær lýkur þessum leiðinlega valdabaráttuleik ? Almenningur á betra skilið.
Anna Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 17:57
Baldur. Er ekki það sama í gangi með Húsasmiðjuna? Er Samfylkingin ekki að tryggja að prinsinn þeirra missi ekki Haga, því það er fyrirtæki sem getur plummað sig, á meðan að Landsbankinn tekur Húsasmiðjuna sem varla getur talist arðbært fyrirtæki í krepputíð, og sennilega með meira og minna alla reikninga útistandandi frá viðskiptavinum í verktakabransanum, sem er ekki mjög líklegt innheimtist. Skella því á þjóðina og láta drenginn njóta "snilli" sinnar. Samfylkingin sér um sína.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:21
Anna Einarsdóttir, í guðanna bænum farðu ekki að gera mér upp skoðanir, nógar eru syndir mínar samt.
Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 18:40
Guðmundur 2. , þetta lítur óneitanlega einkennilega út, það er ekki hægt að segja neitt annað.
Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.