Mánudagur, 5. október 2009
Útrásarsamtök biðjist afsökunar
Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð herjuðu á ríkisvaldið með kröfum um aukið svigrúm og minna eftirlit. Einkavæðingarsöngurinn ómaði án ábyrgðar eða fyrirvara um að kannski væri fullgeyst farið. Þegar veislan endaði í hruni er eðlilegt að spyrja um ábyrgð félaga eins og Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs. Hvers vegna heyrist hvorki hósti né stuna frá þessum klúbbum? Er ekki lágmark að beðist sé afsökunar á græðisvæddri heimsku undanfarinna ára?
Hættir sem formaður Viðskiptaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er örugglega rétt hjá þér en hitt er þó jafn öruggt að þessir aðilar munu aldrei leita sakar í eigin ranni og þaðan af síður biðja nokkurn mann afsökunar.
Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 17:11
ég hef stundum velt fyrir mér hvort öll þessi hagsmunasamtök, atvinnurekenda, banka og jafnvel launþega brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Afhverju meiga Samtök fjármálafyrirtækja hafa samráð en forstjórar Olíufyrirtækja og Grænmetissala ekki? Og afhverju má OR eiga allar þessar hitaveitur en bara 7 % í HS Orku?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2009 kl. 17:35
Tja, hvers vegna mátt þú hafa samráð við konuna þína?
Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 17:46
Jamm öll þessi samtök, hvað er með þetta lið allt saman. Lesningin frá Viðskiptaráði er til dæmis afskaplega undarleg svo ekki sé meira sagt. Oft á tíðum hálfgerð sækópatía. Til dæmis þetta hlekkur.
Þó það sé nú alveg úti á túni við þessa færslu þína Páll þá langar mig samt að benda á ein undarlegustu samtök landsins sem nefnast SMÁÍS. Nenni ekki að skrifa um þau hér en bendi á vefsíðuna mína http://issi.blog.is/blog/issi/entry/957165/ .
Sagt er að í Washington DC séu þúsundir sérhagsmunahópa og sértrúarsöfnuða sem verja milljörðum í að lobbía stjórnvöld. Lobbíismi er líka atvinnugrein á Íslandi. Það er sama hvort það er SMÁÍS sem stuðlar að einokun, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins eða verkalýðsfélög, allt þetta lið hefur atvinnu af að kroppa krónur af fólki, búa til samkeppnishindranir eða véla fólk í net þar sem launum og réttindum er haldið á lægsta mögulega þröskuldi.
En jæja, nóg komið.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:48
Er ekki eitthvað bogið við það að Herra ´´Álmann´´ Sigurðsson, launþegi hjá alþjóðlegu álgræðgisfyrirtæki sitji sem formaður Viðskiftaráðs Íslands !
Þarf ekki að endurskíra þennan ´´bananaklúbb´´ !
Halli (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.