Sunnudagur, 4. október 2009
Kurteist breskt nei
Fjármálaráðherra Bretlands er ekki tilbúinn að gefa ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur afslátt af samningnum um uppgjör á Icesave-reikningum. Málið er dautt fyrir Steingrím J. og Jóhönnu. Eina leiðin fyrir Íslendinga að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu er að ríkisstjórnin segi af sér.
Mistökin sem ríkisstjórnin gerði upphaflega þegar samið var um Icesave voru stórkostleg. Eðlilegt er að mistökin kosti eins og eina ríkisstjórn lífið.
Mikilvægt að þetta sé í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurning að gera eins og Bjarni Ben segir. Við buðumst til að taka á okkur vafasama skuld einkafyrirtækis með fyrirvörum. Ef bretar og hollendingar eru ekki tilbúnir að sætta sig við þá þá verða þeir einfaldega að sækja málið.
Ef Steingrími og Samfylkingunni er trúandi þá mun Ísland vera tekið fyrir hjá Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna og fá á okkur viðskiptaþvinganir.
Íranir og N Kórea vegna kjarnorkuvopna en við vegna þess að við neitum að borga háa vexti af skuld einkabanka.
Kalli (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 18:32
Davíð Oddsson og Árni Matt skrifuðu undir yfirlýsingu um Icesave í nóv 2008. Þessi yfirlýsing rammaði inn það sem hægt var að semja um í formlegum frágangi þessa samnings... td voru rúmlega 6% vextir í því samkomulagi, samningstíminn styttri og afborganir áttu að hefjast strax.
að halda öðru fram er sögufölsun.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 19:02
Á hvað blaðsíðu ert þú Jón Ingi, Davíð Oddson er ritstjóri morgunblaðsins og Árni Matt er dýralæknir í rangárþingi. ?????
Guðmundur Jónsson, 4.10.2009 kl. 21:56
Jón Ingi. Svo skal böl bæta og benda á annað. Ef eitthvað er sögufölsun þá eru það það sem þú ert að reyna að halda fram.
Það er sorglegt að ennþá finnist einhver sem reynir að gera þátt Davíðs og Árna að einhverju sem skipti máli í Icesavehryllingssögu stjórnarflokkanna. Minnisblaðið "stórkoslega" ber enga ábyrgð á einu né neinu, frekar en heimsk loforð Steingríms og Jóhönnu sem eiga að skuldbinda ríkissjóð. Engin getur gert ríkissjóð ábyrgan nema meirihluti Alþingis með lagasetningu þar að lútandi.
Hvorki voru þeir Davíð og árni meirihluti Alþingis, frekar en Steingrímur og Jóhanna, og ekki einu sinni stjórnarflokkarnir, og þess vegan erum við ekki ennþá búina að láta hneppa okkur í endanlegar Icesave þrælabúðir.
Þar sem ég er nokkuð viss um að mínar útskýringar hennta ekki sögufölsun þinni, þá ætla ég að pósta afar upplýsandi kafla úr skrifum Sigurðar Líndals lagaprófessors, helsta lagasérfræðingi vinstrimanna, þar sem hann skýrir málið fyrir einum illa tregum:
"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."
"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."
-sl-
Svoleiðis er nú það.
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 22:09
Jón Ingi. Þetta er KJAFTÆÐI og ekkert annað. Það er marg búið að útskýra þetta MINNISBLAÐ í ræðu og riti en þú virðist ekki ætla að fatta það frekar en nokkuð annað.
Það stóð ALDREI til að semja um 6% vexti. Þetta var slegið útaf borðinu um leið og menn sáu að ekki yrði tekið sérstakt tillit til þeirra aðstæðna sem uppi voru á Íslandi. Og þó að MINNISBLAÐ sé undirritað jafngildir það ekki viljayfirlýsingu þó að það sé mjög vinsælt að nota það sem afsökun fyrir AFGLÖPUM vinstri stjórnarinnar við gerð Icesave samninganna.
Samfylkingin stóð öll á bakvið upprunalega óskapnaðinn (icesave) og það áður en öll gögn voru komin fram í málinu. Það segir það sem segja þarf um þann flokk. Samfylkingin er svo sturluð af ást á ESB að hún samþykkti ríkisábyrgð upp á mörg hundruð milljarða án þess að kynna sér hvað í því fælist.
Því fyrr sem þetta lið hrökklast frá völdum, því betra. Þá FYRST verður hægt að byrja endurreisnina.
Hrafna (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 22:12
Jón Ingi.. þú ert að sleppa mikilvægri setningu úr þessu minnisblaði ("yfirlýsingu um Icesave í nóv 2008" eins og þú lallar það.)
hvernig tækla ætti viðræður um þetta Icesave vandamál.
Ég man nokkurn vegin textann sem þú ert að "gleyma" ("endurrita söguna"... eins og þú kallar það sjálfur) ...
Setning er með þessari merkingu - man ekki alveg orðalagið en merkingin var þessi...
"það sem Íslendingar eru lagalega skuldbundnir til að greiða"
Þarna er verið að vísa til þess ágreinings sem snýst um hvað við erum lagalega skuldbundnir til að greiða skv. EES samningnum..... og merking margra færustu lögmanna landsins - og lagaprófessora er (var líka þá) að við væru einungis lagalega bundnir af því að greiða tryggingarsjóð innistæðueigenda....
Þessi texti minnisblaðs sem þú vitnar til - Jón Ingi - getur lagalega séð - einungis átt við að Íslendingar greiði þá 18 milljarða sem þá voru talir til í þessum sjóði - á "styttri lánstíma með 6% vöxtum".....
Þú ert annað hvort að misskilja þetta Jón Ingi - eða þú ert að "endurskrifa söguna" á afar ósvífinn hátt - til að kasta drullu í Davíð og Árna Matt...
Ráðherrar og embættismenn - verða ávallt að sýna kurteisi og vera klókir í samningu minnisblaða og "yfirlýsinga" - gefa í skyn vilja til að ræða málin - án þess að orðalagið sé nein lagaleg viðurkenning á því að við ætlum að borga.... það er munur á þessum valkostum..
Textinn í þessu minnisblaði" getu átt við um þessar þrjár mismunandi nálganir
En Jón Ingi - þú virðist alltaf vera að misnota eða misskilja þetta ... og þú notar alltaf valkost 1.. þegar þér má ljóst vera - að Árni Matt og ráðgjafar voru að horfa á valkost 2 - og 3 til vara....
Kristinn Pétursson, 5.10.2009 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.