Hégómi, heimska og glassúr

Meðhlauparar auðmannanna gefa út bækur í framhaldi af hruni til að hirða krónur sem kunna að vera afgangs hjá næstum gjaldþrota þjóð. Bækurnar ætti að gefa út í safnriti undir heitinu Sögur af viðrinum. Þar ættum við að geta lesið um þjófóttu augu Sigga Einars, alkahólískt uppeldi á Jóni Ásgeiri, mæðrahyggju Hreiðars Más, eineltisheilkenni Bakkavararbræðra og svo framvegis.

Safnritið bíður kemur síðar. Þangað til fáum við á engilsaxnesku bulltexta meðhlaupara um glassúrvætta tilveru fábjánanna sem héldu að þeir gætu gengið á vatni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flott

Finnur Bárðarson, 3.10.2009 kl. 20:35

2 identicon

Flest þessara rita eru ekki pappírsvirði. Hvítþvottur og greining þáttakenda á sjálfum sér. Sem sag. Einskis virði greining. Kúkur á priki.

jaxlinn (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 21:21

3 identicon

Vel sagt, Páll.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 21:25

4 identicon

Subbulegasti útrásarvíkingurinn er jafn lélegur penni  og hann var sem bankastjóri.

rol (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

Sammála ykkur öllum, en allir munum við lesa hana.

Sveinbjörn Eysteinsson, 3.10.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Orðið ritsóði fær alveg glænýjamerkingu frussist þeir sem þú nefnir fram á völlinn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.10.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... annars var þessi frétt um lesblinda tollvörðinn sem las "owner" í staðinn fyrir "owen" drepfyndin og sýnir hvað viðskiptablokkin var fallvölt ef mislæsi hans eyðilagði dílinn.  Skyldi hann hafa verið súaður?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.10.2009 kl. 21:49

8 identicon

Guð sé lof fyrir lesblinda tollarann.fyrir hans tilstilli varð gjaldþrot Baugs örlitið minna. Síðan er það rannsóknarefni fyrir sálfræðinga að rannsaka fas og framkomu þessara bankabrjálæðinga. firring þeirra er algjör og virðingarleysi þeirra er endalaust. sjálfmiðaðir og siðlausir. best væri að taka af þeim vegabréfið.

S.Jónss (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 23:54

9 identicon

fyrsta sinn sem ég er þér sammála

lara (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 00:00

10 identicon

Ætti Morgunblaðið ekki að vera líka í upptalningunni, þar er arkitektinn að hruninu að skrifa.

Arnljótur Arnarson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 06:11

11 identicon

Ég segi eins og Lára - fyrsta sinn sem ég er þér sammála. Þú ert sem sé ekki algjört fífl þótt þú sért viðrini.

La (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 07:47

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þær bækur sem þú nefnir, Páll, verða ekki í letur færðar fyrr en þessir menn eru dauðir og kannski aldrei. En þær bækur yrðu áhugaverðar.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 09:56

13 identicon

Gott hjá þér Páll. Fróðlegt væri að lesa um uppeldi Wernersbræðra og peningabrölt þeirra. Hvernig þeir settu Sjóvá á hausinn og létu okkur borga. Svo eru þeir bara í fullum rekstri með Lyf og heilsu, Apótekarann og Skipholtsapótek auk Flexors og Gleraugnabúðarinnar í Mjóddinni. Hver hefur geð í sér til að verzla á þessum stöðum?

Robbi (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 10:06

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Robbi, þessir menn eru með allar klær úti og hlæja að kreppunni, það er sama hvert þú snýrð þér - alltaf ertu að versla við þá.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 10:10

15 identicon

já þið talið um meðhlaupara auðmanna þeir hafa flestir komið í ljós og sýnt sitt rétta andlit en ansi hlupuð þið fjölmiðlamenn með þeim flestir, lítið af gagnrýnum augum sem annars velta sér uppúr alskyns minni málum.

Svo finnst mönnum í lagi að setja aðalhöfund frjálsræðisins á stall sem ritstjóra stærsta blaðs landsins, þetta sýnir mér bara að þið séuð ekki þeir blaðamenn sem þið vilduð vera. Það eru ansi margir sem segja núna "ég sagði þetta" og "það hlustaði engin á mig" en hvernig brugðust fjölmyðlar við þegar útlendir fræðimenn vöruðu við ástandinu, hömpuðu menntamálaráðherra fyrir setninguna "hann þarf að fara í endurmenntun".

Sig Guð (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband