Eymd inná hvert heimili

Fjárlagafrumvarpið boðar lækkun launa og lífeyris en hækkun skatta, bæði beinna og óbeinna. Ríkisstjórnin vissi með löngum fyrirvara að fjárlagafrumvarpið myndi boða nær öllum eymd og volæði. Á meðan stjórnvöld ætlast til að almenningur kyngi ógeðsmeðalinu þegjandi er útrásarviðrinum leyft að stýra og eiga Exista, Haga, Iceland Express, Byr og 365-miðla.

Stjórnvöld láta undir höfuð leggjast að stika út framtíð án hrunverja. Ábyrgðin er á herðum ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur lagt línurnar í uppgjörinu við útrásina. Í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda ná viðrinin vopnum sínum og halda í sinni eigu og í fullum rekstri fyrirtækjum sem ættu að vera gjaldþrota.

Örendi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er þrotið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll bloggvinur,

ég er hverju orði sammála, enda bloggaði ég svo að segja um það sama sveipt í myndmál: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/#entry-958960

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.10.2009 kl. 10:36

2 identicon

Sammála Páll.

Fólki er allverulega misboðið.

Maður gæti fyrirgefið ríkisstjórninni ýmislegan flumbrugang og mistök og kyngt margvíslegum skattahækkunum af illri nauðsyn ef stjórnvöld hefðu aðeins sýnt örlítinn vott af réttlætiskennd og upprætt skuldsetta einokun auðhringjanna.

Stjórnin hefur kosið að gera það ekki og uppsker því í samræmi við það! Er hún líka á mála hjá auðhringjunum?

Ég sé engan tilgang í að borga hærri skatta til að viðhalda hér einokun og fákeppni auðhringja sem fá frítt spil.

TH (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 12:26

3 identicon

Eymd inn á hvert heimili, þökk sé Sjálfstæðis og Framsóknarflokki, flokkunum sem urðu þess valdandi að nú þarf að skattpína þjóðina til að borga fyrir rugl stefnu fyrrnefndra flokka. Alveg með ólíkindum hvernig fólk getur skautað yfir þessa staðreynd og kennt þeim um sem nú eru að þrífa upp eftir þessa flokka. Enn furðulegra er að nokkur einasti Íslendingur skuli hafa geð í sér að styðja við þessa flokka, þú gætir kannski frætt mig á því hvernig þú ferð að þessu, hvernig þú ferð að því að skauta yfir 18 ára frjálshyggjutilraun Sjálfstæðisflokksins og klína afleiðingum þessara manna yfir á núverandi ríkisstjórn? Það er ekki að furða þó þjóðin eigi sér ekki viðreisnarvon, þegar hrunaflokkarnir eiga svona dygga stuðningsmenn, sem verður þess svo aftur valdandi að þessir flokkar komast aftur til valda og halda áfram með að gefa eiginir þjóðarinnar. Heita vatnið og restin af fallvötnunum er næst.

Valsól (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammál þér kæri Páll.

Valsól er ekki mark á takandi vegna síendurtekinna tilburða í beinum ættlegg Hildiríðarsona sem Valsól hefur tíðkað um árabil. Eintóm yfirlýsingagleði og upphrópanir í stað þess að færa fram rök fyrir máli sínu. Man einhver eftir smákrökkunum : „en þú“ og „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn “ og svo framvegis. Minnir allt á Valsól og málflutning hennar um árabil á blogginu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband