Marxismi Árna Páls

Félagsmálaráðherra var handgenginn vinstri róttækni á sínum yngri árum. Árni Páll Árnason fékk kannski hugljómun úr boðskap Karls Marx um að þegnarnir skyldu leggja af mörkum eftir getu og þiggja eftir þörfum.

Í reddingarpólitík fyrir ,,heimilin" eins það heitir þurfa stjórnvöld að feta hárfína línu á milli þess að gera of lítið og láta hundruð einstaklinga fara í gjaldþrot að ósekju og hins að rétta óreiðufólki aðstoð sem ætti að leiðrétta eigið fjármálarugl án meðgjafar úr almannasjóðum.

Ef illa tekst til verður öll þjóðin upp á bónbjörg Árna Páls komin vegna þess að ríkisstjórnin skattleggur okkur til andskotans en fleygir jafnframt til okkar ölmusu.


mbl.is Borgað af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullismi PallaVil

Félagsmálaráðherra er nú ekki meiri Marxisti en svo, Palli minn, að hann býður fjölskyldum landsins upp á loðinmolluhengingaról sem gengur út á þykjustulækkun afborgana verðtryggðra/gengistryggðra lána, en höfuðstóll þeirra er óbreyttur eftir sem áður. Það er nú öll "reddingarpólitíkin" hjá blessuðum ráðherranum.

Óreiðurugludallar eins og þú Páll minn skilja þetta ekki og halda áfram að skrifa Davíðsblogg.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Frá því ég man fyrst eftir mér hafa hægri og vinstri kommúnistar við stjórn hérna stundað sívaxandi skattpíningu og útþenslu hins opinbera. Þetta hefur farið langt út yfir allan þjófabálk síðustu tvo áratugina eða svo og núna má segja að hið opinbera kontróleri í raun allt að 60% af þjóðarframleiðslunni með skattlagningu sinni og starfsemi og líka ekki síst með vitfirringslegu reglugerðabákni sem skapar einstaklingum og fyrirtækjum geypilegan kostnað. Í BNA og Evrópu er talið að þessir reglugerðafjallgarðar kosti allt að 10% af vergri þjóðarframleiðslu en er dulinn kostnaður sem menn forðast yfirleitt að ræða. Þannig að hér nema bein skattlagning hins opinbera auk kostnaðar af reglugerðum þess, örugglega hátt í 60% af vergri þjóðarframleiðslu og á víst að stórauka það enn bráðlega.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband