Sunnudagur, 31. desember 2006
Félagsleg undirboð í skjóli félagsmálaráðherra
Innrás erlends vinnuafls til Íslands heggur að atvinnuöryggi og kjörum launafólks. Stjórnvöld sjá í gegnum fingur sér að útlendingar eru fluttir til landsins til að vinna undir lágmarkstöxtum og búa við ófermdaraðstæður. Ráðherrann sem ber ábyrgð á félagslegum undirboðum á vinnumarkaðnum heitir Magnús Stefánsson.
Í stað þess að biðja þjóðina afsökunar á aðgerðarleysi gagnvart lögbrotum þeirra sem flytja inn erlent vinnuafl er félagsmálaráðherra svo ósvífinn að hann varar við daðri við fordóma gagnvart útlendingum.
Nær væri fyrir ráðherra að stunda vinnuna sína og koma í veg fyrir braskið með erlent vinnuafl og láta þá um umvandanir sem eru í stöðu til að veita þær.
Í stað þess að biðja þjóðina afsökunar á aðgerðarleysi gagnvart lögbrotum þeirra sem flytja inn erlent vinnuafl er félagsmálaráðherra svo ósvífinn að hann varar við daðri við fordóma gagnvart útlendingum.
Nær væri fyrir ráðherra að stunda vinnuna sína og koma í veg fyrir braskið með erlent vinnuafl og láta þá um umvandanir sem eru í stöðu til að veita þær.
Félagsmálaráðherra varar við daðri við fordóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll, Páll og gleðilegt ár !
Sannarlega orð, í tíma töluð. Þarna lýsir þú réttilega Framsóknarhundingjahættinum, sem svo ríkulegur er, í þeim afdankaða og margsiðspillta flokki. Eru þessir andskotar íslenzks almennings komnir þúsundum ljósára, frá hugsjónum þeirra Jónasar heitins frá Hriflu og Sveins heitins í Firði.
Þetta lið, sem hringar sig utan um Jón Sigurðsson, svokallaðan iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er; einhver mestu sérgæzku og sérhlunnindafólk, sem íslenzkir annálar seinni tíma munu frá greina og er þó af nógu að taka, víðar. Talandi um útlendinga; vilji íslenzkir samlandar okkar ekki kafna í einhverri allsherjar þjóðablöndu, nú á komandi árum og áratugum, þá verðum við, Páll, hastarlega að spyrna við fæti. Reyndar eru nokkrir vel meinandi piltar, eins og Magnús Þór Hafsteinsson alþm. og Jón Magnússon hrl. manna vísastir þar um að véla, en stóra spurningin er,; hvaða framgang ná sjónarmið þeirra, i t.d. Frjálslyndaflokknum, miðað við það andþjóðernislega viðhorf, sem þau Sverrir Hermannsson og Margrét dóttir hans standa fyrir, þar innanbúðar. Svo er nú rétt að minna á hinn skelegga hugsjónamann Ásgeir Hannes Eiríksson og hans meiningar allar, gagnvart þessu útlendingadekri alltof margra sveimhuga landa okkar. Það er orðið löngu tímabært, að slökkva á þessu gróðahyggju og síngirnisliði, sem kennir sig við útrás, sem og margskonar pempíum öðrum hér heima fyrir, margt hvert ekki þekkjandi munin á þorski og löngu, frekar en lambi og ungkálfi, svo mjög þverr nú raunveruleiki margra, fyrir eiginlegum verðmætum okkar lands og þjóðar.
Læt lokið, að sinni; en umfram allt,, stattu á þínu Páll; óhikað.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.