Laugardagur, 26. september 2009
Össur rífst við ráðherra um dauðan samning
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sendi frá sér frétt í dag um að hann hefði þjarkað við starfsbræður sína frá Bretlandi og Hollandi um Icesave-málið. Í Sjónvarpsfréttum lét hann koma fram að viðsemjendur okkar væru harðir á því að virða að vettugi fyrirvara Alþingis á ríkisábyrgðinni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og samflokksmaður Össurar sagði í dag að innan nokkurra daga yrði að vænta tíðinda af málinu.
Í raun hefur ríkisstjórnin vitað um afstöðu Breta og Hollendinga frá byrjun mánaðarins þegar Indriði Þorláksson hægri hönd fjármálaráðherra fór í frægt ferðalag og skrifaði minnispunkta á leiðinni heim sem samferðarmenn hans lásu.
Össur og Jóhanna eru að setja upp sýningu til að fela raunverulega stöðu málsins. Icesave-samningurinn er dauður.
Athugasemdir
Hver trúir bullinu sem frá tækisfærissinnanum Össuri kemur.Össur nefndi það í kvöldfréttunum að þeir hafi bara verið þrír þarna á fundi,það er mér til efs að til einhverra orðaskaka hafi til þarna komið ,Össur með Breska og Hollenska fulltrúunum,þeir hafa nelgt hann þarna.Þetta eru bara orð Össurar að til orðaskaka hafi komið,hann er að reyna að mikla sig.
Númi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:11
Þetta með ICESAVE leyniskjölin minnir mig á þegar Anker Jørgensen fór með skýrslu leyniþjónustu Danmerkur með sér í skjalatösku sinni í heimsókn til Norður Kóreu. Hann neitaði að skila henni áður en hann fór. Öll leyniþjónustuan skalf á beinunum á meðan því þetta hætti lífi samstarfsmanna þeirra í USSR.
(úr bók Uffe Ellemann Jensen - "Din egen dag er kort" )
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 23:11
Sæll Páll
Eins og þú veist þá vorum við með þessar Samfylkingargungur (SF) í fyrri Rikisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokki, og núna eru þessar SF-gungunar með plástri í Ríkisstjórn með VG, en VG hafa verið eins og þægar mellur, létu taka sig í rassgatið, þannig að þessar Samfylkingargungur með plástri hafa ráðið ferðinni, sem gekk reyndar út á það að styggja ekki ESB-báknið, þar sem aðalatriðið hjá gungunum var að komast inn í ESB, og allt sem hafði að gera með að fara dómsstólaleiðina var hreinlega þaggað niður af þessum SF -gungum er börðust auk þess hreinlega gegn þjóðarvilja í þessu icesave- máli. Síðan átti að fela öll skjöl fyrir þjóðinni, og passa uppá það þjóðin fengi að eiga síðast orðið. Nú og skv. öllum skoðunarkönnunum þá vildi þjóðin ekki sækja um inngöngu í þetta sósialista- einræði ESB, eða hvað þá borga Icesave, það þarf því að losna við þessa leiðinlegu og vanhæfu ríkisstjórn.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:27
Páll: hvers vegna var Össur ekki með upptökutæki með sér til að sanna sitt mál, eru samræður ráðherra þjóðkjörinnanfulltrúa leyni, eitthvað, fari það kolbölvað maðurinn er í vinnu hjá þér og mér og hefur ekkert leifi til halda því leyndu sem hann gerir opinberlega eða hvað, hvernig eru upplýsingalög um opinbera stjórnsýslu hér á landi eiginlega??
Magnús Jónsson, 27.9.2009 kl. 00:02
Athyglisvert að Össur hafi séð ástæðu að sóa tíma þeirra og sínum í Icesave málið eins oghann væri í einhverjum aðstæðum að bjóða afslátt á fyrirvörunum um ríkisábyrgðina, sem er geirnelgd af þingheimi og óbreytanleg.
Sennilega hefur gleymst að skýra það út fyrir honum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.