Laugardagur, 26. september 2009
Sitjandi stjórn leysir ekki Icesave
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stendur í vegi fyrir farsælli lausn Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Stjórnin gerði handónýtan samning upphaflega sem Alþingi breytti með fyrirvörum við ríkisábyrgðina á greiðslum til Breta og Hollendinga.
Þegar liggur fyrir að viðsemjendur okkar sætta sig ekki við fyrirvara Alþingis verður ríkisstjórnin að horfast í augu við veruleikann og segja af sér. Það er alþjóðlega viðurkennt pólitískt gjald þegar ríkisstjórn gerir stórfelld axarsköft. Alþjóðasamfélagið mun sýna Íslandi skilning þegar við förum að haga okkur af ábyrgð.
Ný minnihlutastjórn Vinstri grænna myndi byrja á því að skipa samninganefnd þar sem allri flokkar eiga aðkomu og samið yrði upp á nýtt.
En ekkert mun hreyfast fyrr en ríkisstjórnin segir af sér. Elsku Jóhanna mín, kveiktu nú á perunni áður en það er virkilega orðið alltof seint.
Ekki séð fyrir enda Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ha ha.. Þetta er nú meira bullið í þér. Hvernig væri að þú segðir frá því hvern þú vilt fá í stjórn. Og hvað það er sem þú vilt sjá að sé gert í Icesafe málinu.
Kannski viltu fá aftur í stjórn þá sem settu okkur i þessa stöðu? Þeir geta þá séð til þess að einu auðæfin sem við eigum eftir verði gefnar einkavinum sínum. Enda vildu þeir ekki samþykkja að aulindir landsins væru þjóðareign. Það segir mér meira en nokkur orð.
Ég er orðin hundleið á að hlusta á vitleysinga sem geta stöðugt sett út á alla hluti en hafa engar betri lausnir sjálfir.
Hanna (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:30
Davíð Oddson er maðurinn til að hreinsa eftir Baugstjórinna.
Sæi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:02
Jóhanna, - bara segja af sé - bara segja af sér, enda hlýtur stjórnin að falla fyrir heimsku, kæruleysi og ólíðandi vinnubrögðin í allri málsmeðferðinn, sem verður að teljast eitt stærsta hagsmunamál Íslandssögunnar sem og klúður.
Jóhanna og Steingrímur hafið ítrekað logið því til að fyrirvarinn rúmaðist innan samningsins, allt frá samþykktinni á þingi til dagsins sem Indriði ofurembættismaður sýndi trúnaðargögnin í flugi frá útlöndum.
Með því voru þau að segja Bretum og Hollendingum að eitthvað sem þeir hafa ekki séð eða samþykkt, er sjálfrágengið mál, hvort sem þeim líkar betur eða ver, til að villa um fyrir íslensku þjóðinni og “alþjóðasamfélaginu” ykkur til pólitísks framdráttar.
Ekki alveg viss um að það haf liðkað mikið til um lausn málsins, - sem betur fer.
Orð hafa ábyrgð, og kannski er það lán þjóðarinnar hversu lítið hún vill hafa þig í frammi, sem því miður er ekki tilfellið með samráðherra þína eins og Steingrím og Össur, og hvað þá Bessastaðabjálfan, sem ætti að kefla fyrir fullt og fast.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:14
Páll, ég er sammála þér um minnihlutastjórn VG, sem er reyndar sá fjórflokkanna sem minnsta ábyrgð ber á fjármálasukkinu og hruninu - hvað svo sem Hönnu hér að ofan finnst um það.
Ég tel víst að einhverjir hinna flokkanna verði fúsir til þess að styðja slíka minnihlutastjórn í öllum góðum málum og verja hana falli.
Þjóðstjórn hefði auðvitað átt að vera hér síðan í fyrrahaust en úr því sem komið er, er þetta næst skársti kosturinn.
Kolbrún Hilmars, 26.9.2009 kl. 15:37
VG og Nýi sjálfstæðisflokkurinn ...jafnvel framsókn með gætu bjargað því sem að bjargað verður, en Samfylkingarhryllinginn þarf að senda útí hafsauga!
Brynjar H Sæmundsson, 26.9.2009 kl. 22:47
VG, Framsókn og Samtök Fullveldissinna! (Ath! það er laugardagskvöld...)
Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2009 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.