Laugardagur, 26. september 2009
Minnihlutastjórn Vinstri grænna
Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Þar með er ríkisstjórnin fallin. Aðeins á eftir að tímasetja afsögn ríkisstjórnarinnar. Minnihlutastjórn Vinstri grænna ætti að taka við og sitja fram á næsta vor, þegar kosið yrði á ný.
Minnihlutastjórn myndi starfa í skjóli breiðrar samstöðu á Alþingi um brýnustu mál. Vg er með hreinar hendur af hruni og er treystandi fyrir framkvæmdavaldinu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa tíma til að móta stefnu sína til að bjóða kjósendum valkosti við næstu kosningar. Eftir hrun hefur reddingarpólitík verið ráðandi og verður um sinn.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga að lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að verja minnihlutastjórn Vg falli. Samfylkingin mun emja enda ekki skipuð fólki yfirvegunar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er búin að vera.
Athugasemdir
góð hugmynd hjá þér Páll. Þetta verður skásta lausnin í stöðunni núna. Þá losnum við líka við ruglið varðandi Evrópusambandsaðild. 70% VG vilja nefnilega ekki sjá þennan samning á borðinu !!!
vestarr lúðvíksson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 09:41
Raunsæ hugmynd hjá þér Páll.
Ómar Bjarki Smárason, 26.9.2009 kl. 10:40
Tek undir þetta hjá þér Páll,kúgun Samfylkingarinnar verður að linna á þjóðinni.
Númi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:44
Mér finnst þetta frábær hugmynd. Ætla taka mér bessaleyfi og segja frá þessu hjá mér Páll. Vonandi hefur þú ekki á móti því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2009 kl. 10:59
Sjálfsagt mál, Ásthildur Cesil.
Páll Vilhjálmsson, 26.9.2009 kl. 11:01
Þetta væri örugglega það skásta í stöðunni. Ekkert er þjóðinni nauðsynlegra nú en að gera Samfylkinguna áhrifalausa. Þá myndi Steingrímur líka losna úr álögum Jóhönnu. ESB umsóknin yrði dregin til baka og með því spöruðust miklir fjármunir. Við stæðum í lappirnar aftur í Icesave málinu og gætum snúið okkur að alvöru tiltektum hér heima. Kannski gætum við fengið skjaldborgina um heimilin sem Jóhanna lofaði.
Sigurður Sveinsson, 26.9.2009 kl. 11:28
Sæll Páll. Þetta er góð hugmynd hjá þér Páll sem Rekkinn hefur velt fyrir sér lengi og á sér kosti og galla. Í Íslensku máltæki segir " Ég beygi mig aldrei sagði karlinn og skeyt standandi " Er ekki svona komið fyrir Steingrími. Með hlassið í brókunum tekur hann til bragðs að standa kjur rífandi kjaft og heldur að enginn finni dauninn eða sjái bunguna. Bungan er orðabelgur Steingríms sem hann hefur skitið fullann af sviknum kosningaloforðum til að þjónkast SF og ESB heilkennistindádum, en Steingrímur neitar að girða niðrum sig því þeir segja honum að engin lykt fynnist og engin bunga sjáist. Þessu hlassi verður ekki sturtað Páll þegar svona er komið fyrir Steingrími nema í nýjum kosningum, þá fer það niður í ræsið ásamt þessarri kjarklausu hugmyndasnauðu og getulausu ríkisstjórn. Kosningar fljótlega, því fyrr því betra fyrir land og þjóð.
Rekkinn (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 11:47
Þetta er svsm allt gott og gilt, góða fólk sem lát hefur ljós skoðanir sínar hér að ofsn.
Efrir stendur samt hvað menn telji að gerist ftir að VG væri búnir að vera í minnihluta stjórn fram yfir kosningar. Höfum við stekan og vel rökstuddan grun að þá fari loks Nýja-Íslands að fæðast - landið sem við höfum öll þráð að sjá rísa upp úr rústumstum þess gamla ?
Þarf ekki meira að koma til?
Balaðamenn Foldarinnar (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:03
Miðað við vælið í Steingrími J og Jóhönnu um hversu vald stjórnarandstöðunnar í dag er mikið og hefur vond áhrif á annars gott starf stjórnvalda, þá þyrfti hann að skýra út fyrir þjóðinni hvers vegna öll árin í stjórnarandstöðunni var hann og hans flokkur jafn andskoti leiðitamur og áhrifalítill eins og raun ber vitni?
Ef þessi hugmynd yrði að veruleika og tryggir að ESB bullið og bruðlið verður sett í salt og Icesave afgreitt á einhverjum vitrænum nótum og þá með hag þjóðarinnar í fyrirrúmi, þá er hún allra athygli verð.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:13
Þetta er skemmtileg og áhugaverð hugmynd. Ég hef ekki verið sáttur við frammistöðu SJS undir handleiðslu AGS og Samfylkingarinnar.
Það væri reyndar þess virði held ég að verða vitni að hans frammistöðu frjáls og óheftur. Einu sinni hefði ég talið mig geta sagt fyrirfram um slíka frammistöðu en það get ég ekki lengur. Gæti SJS staðið einn og óstuddur? Án hálsólarinnar og beislisins?
Hvað heldur þú Páll?
Jón Árni Bragason, 26.9.2009 kl. 12:27
Þetta er óskhyggja, ekkert annað. Það var kosið í vor og sú stjórn sem situr nú er með góðan meirihluta á alþingi. Það vissu allir að ríkisstjórnin tók við erfiðu búi og þyrfti að taka erfiðar ákvarðanir. Mér fyndist frekar að stjórnarandstaðan ætti að vinna með ríkisstjórn en ekki á móti, hætta sandkassaleiknum.
Svo vona ég að Íslendingar komist inn í ESB sem fyrst !
Ína (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:18
Sé nú ekki fyrir mér að Höskuldur Þráinsson og Sigmundur Davíð og dónalega stelpan í Framsókn taki þátt í svona löguðu.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:38
Þetta er arfavitlaus hugmynd hjá þér Páll. VG er stjórnarandstöðuflokkur og samfylking er EKKI STJÓRNTÆKUR FLOKKUR,
KOSNINGAR STRAX!!
Kjósandi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:18
Kosningar strax... og kjósa um hvað? Enginn stjórnmálaflokkur nýtur óskoraðs trausts eftir þennan hamagang, allra síst Framsókn og Sjálfstæðismenn. Við verðum að hafa val og skýr svör áður en gengið er til kosninga aftur. það er mín meining. Þess vegna lýst mér svo vel á þessa tillögu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2009 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.