Leiktjöld fallinnar ríkisstjórnar

Í örstuttu viðtali í Sjónvarpsfréttum í kvöld nefndi félagsmálaráðherra Icesave-málið í þrígang án þess að vera spurðu einu sinni. Fréttamaðurinn vildi fréttir af aðgerðum ríkisstjórnarinnar en Árni Páll tönnlaðist á Icesave og afhjúpaði þar með að tilefni fundarins var ekki annað en að breiða yfir þá staðreynd að Icesave-málið er óleyst. Af því leiðir að ríkisstjórnin er fallin.

Íslendingum verður dýrt að ríkisstjórnin er í afneitun vegna Icesave-málsins. Hægri hönd fjármálaráðherra skrifaði minnisblað fyrir rúmum þrem vikum að Hollendingar og Bretar samþykktu ekki fyrirvara Alþingis á ríkisábyrgð. Þar með er samningurinn fallinn.

Eðlilegast er að ríkisstjórnin segi af sér. Minnihlutastjórn Vg taki við völdum og vinni með Alþingi fram á næsta vor að nauðsynlegum málum, s.s. nýjum samningi um sameiginlega ábyrgð Íslands, Bretlands og Hollands á Icesave-reikningum Landsbankans.


mbl.is Ræða um greiðsluvanda heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sástu Jón Bjarnason í Kastljósinu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hver er sá flokkur eða flokkar sem eiga að taka við að þínu áliti? Sjálfstæðisflokkurinn sem kom frjálshyggjunni á fætur endanlega? Eða hver vill axla ábyrgð? Ekki bara hrópa og kalla!..Ef þessi stjórn fellur..hvað tekur þá við?

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.9.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Minnihlutastjórn Vg í vetur, kosningar næsta vor. Í aðdraganda þeirra kosninga verður ljóst hvaða ríkisstjórnarsamsetning er heppilegust.

Páll Vilhjálmsson, 23.9.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Samála þér í þessu Páll, en af því að Elín minnist á Jón Bjarnason í kastljósi kvöldsins þá minnti það á vel heppnað grín hjá Spaugstofunni

Þórólfur Ingvarsson, 23.9.2009 kl. 20:36

5 identicon

Sigurbjörg.  Ekkert að óttast.  Ástandið getur ekki versnað.

 Steingrímur og Jóhanna lugu að fyrirvarinn rúmaðist innan "glæsilega" samningsins og þess vegna engin ástæða að gera nýjan.

Núna er forsetinn búinn að gefa út þá yfirlýsingu á "útlensku" að bankarnir hafi farið að lögum, innlendum sem "alþjóðasamfélags" EBS, sem þýðir að hann var að skrifa undir ólög sem heimila rán óvinveittra þjóða frá íslensku þjóðinni af stórkostlegum fjármunum.

Með þessu er hann að hreinsa Landsbankamenn af öllu misjöfnu hvað varðar Icesave.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:19

6 identicon

Páll.

Það er ekkert að hjá þessari þjóð, það veistu !

Í nýjustu skoðanakönnun var sagt frá því að sjálfstæðisflokkurinn mældist með 30% fylgi. 

Síðan dettur einhverjum í hug að setja aðalhöfund hrunsins í ritstjórastól, af því að það hentar ákveðnum öflum.

Þú villt fella eina valkostinn sem gæti gert eitthvað af viti !

Segi það eftur, það er ekkert að hjá þessari þjóð, ef það er  þetta er sem hún hugsar !

JR (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband